Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 122
hvassar og fjölbreytilegar. Með þýðing-
unni hefur Ingibjörg unnið aðdáunar-
vert starf og fært íslenskum lesendum
stórvirki eftir öndvegisskáld. Því miður
kann ég engin skil á frummálinu og get
af þeim sökum ekki dæmt um ná-
kvæmni þýðingarinnar. En bálkurinn er
hrífandi lesning og tungutak Ingibjargar
sniðfast og hljómríkt.
Mig langar að endingu að tilfæra hér
orð sem Pasternak, vinur Marínu, hefur
um nokkur ljóða hennar, þar á meðal
Ljóðið um endalokin, í sjálfsævisögu
sinni (í þýðingu Geirs Kristjánssonar):
„Þessi ljóð voru öll stórbrotin og lifandi
og dásamlega ferskur skáldskapur“.
Haukur Hannesson
„Þó fjarri væri það óskum mínum
að lenda á sjens... “
Kristín Ómarsdóttir: Dyrnar þröngu. Mál og
menning 1995. 199 bls.
í borginni Dyrunum þröngu reynir fólk
að komast undan hinni hefðbundnu
fullnægingu og einmanaleikanum í víð-
um skilningi orðanna. Borgin, sem er á
Silkieyju (Sikiley?), er lítið heimsótt af
ferðamönnum enda þótt þar sé að finna
gósenland kynlífs og sefjunar. Þangað
ratar þó íslensk kona, Þórunn Björns-
dóttir, þegar hún ákveður að halda
áfram ferðalagi sínu um eyna þrátt fyrir
að maður hennar komist ekki lengra
vegna matareitrunar. Fyrsta daginn
kynnist Þórunn „dálæti hinnar þrítugu
ævintýrakonu" eða næturverði á hótel-
inu Englum æskunnar. Næturvörður-
inn heitir Ágúst og er eins og margir í
borginni sólginn í erlendar konur. Þau
Þórunn fara saman um borgina, elskast
og verða fýrir áreiti borgarbúa. Fröken
Sonja Lísa Hrís sækir einnig í framand-
leikann enda tekur hún virkan þátt í
tilraun borgarbúa á útlendum konum.
Dyrnar þröngu, borgin sem sérhæfir sig
í að uppfýlla þarfir einstaklingsins, upp-
fylla þrár og langanir manna, hefur
hingað til ekki átt neinar lausnir handa
fröken Hrís og Ágústi.
Verk Kristínar Ómarsdóttur eru auð-
þekkt á stílnum og með þessari nýjustu
bók er efnisvalið einnig einkennandi,
eða ástin í sínum hreinustu en jafhffamt
hráustu myndum. Skáldsagan Dyrnar
þröngu er, eins og fýrri verk, skrifúð á
einföldu, barnslegu máli en fjallar um
efhi sem er alls ekki barnalegt. Hér á ég
við ástina, meðaumkunina, sársaukann
og einsemdina sem fylgja því þegar per-
sónurnar reyna að nálgast hver aðra.
Sagan markar engin tímamót í skáld-
skap Kristínar en ffásögnin er epískari
og, þrátt fyrir furður Dyranna þröngu,
raunsærri en gerist t.a.m. í íferðalagi hjá
þér (1989) og Einu sinni sögurn (1991).
Einfalt form á flóknu efni
Sagan eða viðburðirnir eiga sér dygga
stoð í raunveruleikanum eins og segir í
inngangsorðum að verkinu. Þetta er
ferðasaga eða minningasaga þar sem
hugsanir og atburðir blandast saman,
raunveruleiki og ímyndun. Frásögnin af
göngu sögumanns um Dyrnar þröngu
líkist litskyggnusýningu af hugarástandi
Þórunnar. Epíkin er brotin upp með
draumljóðum sem vinna ekki endilega
með heildinni en birta meira frelsi í lýs-
ingum tilfinninga og kenndaýmiss kon-
ar. Ljóðin afmarka þó stundum þessar
tilfinningar og fanga þá kjarna verksins:
Nálægðin sem maður kærir sig ekki um
er oft bragðdauf og hversdagsleg en áður
en henni er hent skyldi maður ígrunda
hana og skoða, hver veit hvað hún hefur
að geyma eða fela en aðeins skoðunin
sjálf felur í sér huggunina.
Aðeins þrautseig skoðunin sjálf felur í
112
TMM 1996:1