Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 12

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 12
 Um vald húsfreyja á Íslandi á fyrri tíð „innan garðs“ og „utan garðs“. Þessi hugtök eiga við staðlaða skiptingu þess svæðis, sem er á hverju býli, og þessa skiptingu er til fullnustu að finna í Grágás. Forræði fyrir innan stokk og fyrir utan stokk skiptist eftir kyni líkt og venja var á Íslandi að skipta býli annars vegar í bæ og hins vegar í jörð. Konur stjórnuðu fyrir innan stokk á bænum en karlar stýrðu tilsvarandi jörðinni fyrir utan stokk. Þessi tvískipting valds kynjanna á íslenskum býlum kemur víða við sögu. Dæmigerð í því efni er frásaga í Njáls sögu af konu, sem strax eftir giftingu tekur við ráðum á býlinu innan stokks, og fórst það vel úr hendi svo sem sagan hermir. – Í Svarfdæla sögu er sögn frá 10. öld, sem lýsir, hve illa getur farið, ef ráðamann skortir utan stokks. Ekkja, sem bjó með ófullveðja syni sínum, lét undir höfuð leggjast að ráða forsjármann á býlinu utan stokks með þeim afleiðingum, að hagur hennar stefndi í óefni. Af Íslendingasögunum, svo og af munnmælasögum má ráða, að einhleypur ábúandi á býli réð sér að jafnaði ráðamann – ráðsmann eða ráðskonu – til þess að hafa forræði á býlinu, utan stokks eða innan. Í Eyrbyggja sögu segir frá því, að síðast á 10. öld hafði einhleypur höfðingjasonur keypt jörðina Helgafell og fengið móður sinni ráð innan stokks. Í samtíma heimild frá 13. öld, Íslendinga sögu, segir frá því að Snorri Sturluson, sem þá var fráskilinn, hefði falið móður sinni bæ og bú í Reykholti en bróður sínum ráð fyrir jörðinni ásamt fleiru, meðan hann væri í ferð erlendis. Í einni af Íslendingasögunum (Vatns- dæla saga) segir frá atviki, sem gerðist stuttu fyrir miðja 10. öld. Frásögnin er af gildum bónda, sem var orðinn roskinn að aldri og ekkill, og hvernig hann réð málum sínum. Hann réð til sín hjón af góðum ættum til þess að vera í forsvari á býlinu og jörðinni. Eigin- maðurinn, Ávaldi, var umsýslumaður fyrir utan stokk, og Hildur, kona hans, var fyrir innan stokk. Í brúðkaupsveislu á býlinu varð ættingi bóndans og heimilismaður einum gestanna að bana. Félagar mannsins hófu leit að honum, en hann leitaði skjóls hjá konunum í húsinu, og Hildur, sem hafði ráð fyrir innan stokk, faldi manninn. Hún tók sér öxi í hönd og lýsti því yfir að enginn mætti taka af sér vopnið. Hildur hélt til streitu húsmóðurforræði sínu, enda hafði atburðurinn að öllu orðið fyrir innan stokk. Hildur hegðar sér nánast sem hetja, með okkar augum séð, og hér er ekki um að ræða stílbrögð sögu- höfundar: Hún hefur þá eina hegðun í frammi, er vera bar – með rétti húsfreyjunnar. Sérstaklega áberandi er vægi forræðis innan stokks í Hungurvöku, sem er saga fimm fyrstu biskupanna í Skálholti. Í Hungurvöku segir: „Steinunn Þorgríms- dóttir hafði búsforráð fyrir innan stokk meðan Gissur biskup réð fyrir stað- num“. Hvílík hliðstæða milli stjórn- sýslu hjónanna! Frásögnin af forræði Steinunnar fyrir innan stokk á biskups- setrinu segir heilmargt um þá stöðu, sem húsfreyju var þá ætluð. Í Hungur- vöku segir einnig frá því, að Dalla, eiginkona fyrsta biskupsins, Ísleifs Gissurarsonar, og tengdamóðir Stein- unnar, hafi haft ráð fyrir innan stokk í Skálholti. Steinunni og Döllu, eigin- konum tveggja fyrstu biskupanna í Skálholti (1056–1118), sem þá voru þar húsfreyjur, er þannig í dag að líkja við stjórnendur stórs fyrirtækis. Hver um- svif þessara kvenna voru má og að __________ 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.