Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 13

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 13
 Ólafía Einarsdóttir __________ 13 nokkru ráða af samtíma lýsingu á ævi sjöunda biskupsins í Skálholti, Páls Jónssonar (1195–1211). Höfundur sög- unnar var prestlærður maður, búandi á biskupssetrinu, en þar var þá Herdís Ketilsdóttir í sæti húsfreyju. Í sjálfri sögunni um Pál biskup er nærri sjötti hlutinn um Herdísi og fjögur börn þeirra hjóna. Páll og Herdís höfðu gifst ung. Eftir allmörg ár í hjúskap settu þau bú á Skarði á Landi. Í byrjun áttu þau í nokkrum vanda með aðdrætti að búrekstri á þessu stórbýli en hagur þeirra færðist smám saman mjög í betra horf, ekki síst vegna búhygginda Herdísar í starfi húsfreyjunnar. Raunar hermir sagan, að Herdís væri kona ásjáleg og öllum þeim dyggðum gædd, er konu mætti prýða. Í sögunni er því og ítarlega lýst, hve vel og skynsamlega hún ól upp börn sín og þannig, að öllum í sveitinni mætti vera til fyrirmyndar. Í utanför Páls til biskupsvígslu, en förin tók hann eitt ár, hafði Herdís umsjón með Skarði og öðrum jarðeign- um þeirra hjóna af alkunnri aðgæslu og fyrirhyggju. Veturinn eftir að Páll var vígður biskup og settist á biskupsstól fluttist Herdís í Skálholt. Hún tók þar við búsforráðum fyrir innan stokk og sýndi af sér mikla stjórnsemi. Í sögu Páls biskups er rakið, að nokkrir af fyrirrennurum hans á biskupsstóli hefðu átt í fjárhagsvanda en fjárhagur hefði staðið með blóma í Skálholti um hans daga vegna forsjár Herdísar. Biskup- num, manni hennar, var í mun að gefa biskupssetrinu form af reisn að er- lendum hætti og „fjármálastjórn“ hennar á staðnum stuðlaði að því, að svo mætti verða. Höfundur sögunnar nefnir, og ekki án nokkurs stolts að nú þurfi biskupssetrið ekki á sérlegum gjöfum að halda, þar eð tekjur stæðu undir eyðslu á staðnum. Á dögum Herdísar í Skálholti áttu þar næstum 200 manns heimili. Af þeim voru 70, sem tengdust staðnum vegna sérstakra starfa. Þar á meðal var kona (Margrét hin oddhaga), sem var færust allra á Íslandi í tréskurði. Á hátíðum og helgidögum kirkjunnar gátu gestir orðið mörg hundruð í Skálholti. Þannig voru um 850 manns til borðs í Skálholti við vígslu nýrrar kirkju í tíð eins af forverum Páls á biskupsstóli. Þá er vitað, að 400-500 gestir heimsóttu Hóla á páskum í tíð Jóns biskups helga. Í 12. kafla í sögu Páls biskups gerir höfundur upp líf hans framan af ævinni og lýsir, hve farsæll hann hafði verið í einkalífi svo og í embætti. Á 13. ári á biskupsstóli varð hann fyrir þeirri óhamingju, að Herdís dó, og er fjallað um það í löngum næsta kafla sögunnar. Herdís hafði snemma vors farið að Skarði ásamt allfjölmennu fylgdarliði þeirra erinda meðal annars að ráða hjú til starfa á ýmsum búum þeirra hjóna. Á heimleið til Skálholts var hún ásamt dóttur sinni og fleirum ferjuð yfir Þjórsá, en báturinn valt í fljótið. Herdís og dóttir hennar heyrðust syngja sálma og fela sig guði, er þær börðust í fljótinu árangurslaust fyrir lífi sínu. Þetta er í eina skiptið, sem prestlærður höfundur sögu Páls biskups víkur nánar að guðstrú húsfreyjunnar í Skálholti. Hæst ber í minningu hennar, eins og segir í sögunni, að á dánardægri hennar skyldu leikir sem lærðir minnast Herdísar vegna „dýrlegra matráða“ hennar. Forráð innan stokks í Skálholti voru nú falin 14 ára dóttur biskups- hjónanna að ósk föður hennar. Páls saga og Hungurvaka eru báðar ritaðar í byrjun 13. aldar og ef til vill af sama höfundi, sem ýmsir telja, að hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.