Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 20

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 20
 húsdýra er aðeins hrossið – einkum á 8. öld (Suður-skandinavískur stíll E) (Ørsnes 1966) – sem endrum og eins lætur sjá sig sem myndefni dýra- skreytis (3). Auk þess einkennast eldri stíltegund- irnar (Nydam, Stíll I – II) ekki einvörðungu af algjörri sundurlimun líkamspartanna, heldur birtast dýra- höfuð hvort innum annað, utan um hvort annað, eða sem aðskilin höfuð sem mynda hluta annarra dýra. Þar að auki bætast mannsmyndir við flækju þessa. Mannslíkaminn er ekki aðeins sýndur sundurlimaður (Haseloff 1970), heldur eru mannsandlit sett á dýra- myndir sem eykur þar með túlkunar- möguleikana: mannshöfuð með dýrs- búk, mannsandlit sem líkamspartur – venjulega lærið – á fugli eða dýri (4). Hin einstæða sylgja frá Akri sýnir mann með villisvín sem handleggi og fótleggi (mynd 1) en myndefni þetta gengur aftur í öðru samhengi (mynd 2). Við önnur tækifæri, sér í lagi á gull- blikkinu frá þjóðflutningaöld geta tvö eins dýr myndað samhverft manns- andlit en slík fyrirbæri kallar Siv Krist- offersen „klofið birtingarform“ og fer þar að dæmi Lévi-Strauss (Kristoffer- sen 1995). Merkingarfræðilegir túlkunarmögu- leikar dýraskreytilistarinnar er marg- slungið, margrætt og tvítengt efni og eðli málsins samkvæmt er óvinnandi vegur fyrir áhorfendur nútímans að útleggja þá alla. Að mati undirritaðrar má þó draga vissar ályktanir: • Dýramyndirnar eru birtingar- myndir en ekki tilraun til að herma náttúruna. Myndirnar skara mörkin milli mismunandi dýrategunda, en líka mæri manna og dýra. • Afmynduð dýr eru yfirleitt ekki húsdýr, heldur villidýr, máttug og í árásarstellingum (5). Myndræn framsetning listarinnar Fram að þessu hef ég fært rök fyrir því að dýraskreytið spegli meðvitað eða ómeðvitað hugmyndaheim norrænna samfélaga fyrir kristnitöku. Ólíklegt er að goðsaga birtist með meðvituðum hætti í stíltegundum þegar formlegt stig þeirra nær þvílíkum hæðum að um er að ræða fullkomlega huglæg og ómeð- vituð lögmál (Roe 1995, bls. 58). Goðsagnalegt stig er aftur á móti birtingarmynd sýnilegs boðskapar, þar sem myndmálið og munnlegur flutn- ingur vísa til sömu „frásagnar“. Þau lög Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum __________ 20 Mynd 1. Beltissylgja frá Akri í Noregi (Gustafson 1986). (3) Dýrahöfuð með hestslag koma þó fyrir hér og þar í gömlum Sösdalastíl (sjá t.d. Karlsson 1983, mynd 6). (4) Samsvarandi sést líka í Suður-skandi- navíska stílnum II (sjá t.d. Ørsnes 1966, myndir 160, 227 og 228). (5) Frá 7. öld birtist dýr sem líkist hesti, og gripdýr víkinga- aldar fá stundum á sig kattarmynd, sem sagt er að vísi til Freyju, en kötturinn er hennar einkennis- dýr (Solli 2002, bls. XIV).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.