Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 22

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 22
 Sutton Hoo á Austur-Anglíu, svo og af málmþrykkinu af hjálmplötunum frá Þórslundi á Eylandi. Almennt er hinn svokallaði úlfhéðinn áberandi (Høilund Nielsen 1999, bls. 332) en enginn svínhamur þegar betur er að gáð, eins og t.d. á hjálmplötu einni frá Vindli en þar ber hermaður augljóslega svíns- höfuð (mynd 3). Mannsmyndin frá Akri er eins og áður segir hálfur maður og hálfur göltur (mynd 1). Frá víkingaöld gefur að líta svínham og mannsmynd, sem mun vera kvenmaður í fuglshami, og er hvort tveggja klæði frá Ásubergi (mynd 4). Hjálmar hafa eigið táknkerfi; efst á kambi situr göltur eða ránfugl (mynd 5). Alvöru eintak af hjálmi með svínsmynd á kambi er Benty Grange hjálmurinn engil-saxneski. Dýramyndirnar á flest- um öðrum hjálmum frá vendeltíma eru enn frekar hluti af sjálfum hjálminum. Dæmi um þetta eru hjálmarnir frá Sutton Hoo þar sem ormur myndar kambinn frá hnakkagróf yfir á nef en fugl verndar andlitið að framanverðu og með goggi sínum styrkir hann nef- hlífina, vængirnir mynda boga yfir augabrúnir og vængbroddarnir sem eru sitt hvoru megin fyrir gagnauga, viðkvæmasta hluta andlits manns, mynda svínshöfuð (Bruce-Mitford 1979, bls. 35). Skrauthjálmar yfirstéttarinnar frá vendeltíma eru þannig séð gerðir úr þrennum tegundum dýra sem öll eru mikilvægir „hjálparandar“ í sjamanískri heimsmynd: ormurinn sem leitar visku í undirheimunum, fuglinn sem fer í allar höfuðáttirnar og er allra dýra fróðastur, og loks dýrið stóra, að þessu sinni göltur, sem verndar ferðalanginn handanheims. Myndfletir hjálmanna birta frásagnir með goðsögulegum blæ og hljóta því að vera velþekktar goðsagnir úr stéttskiptri stríðsmenningu fornaldarinnar. Kjörgripirnir frá Sutton Hoo eru lýsandi fyrir tengsl dýramyndanna við heiðið, norrænt og engil-saxneskt yfir- stéttarsamfélag á 7. öld. Dýrunum bregður alls staðar fyrir: bera má kennsl á bæði orm og ránfugl á gullsylgjunni (mynd 6), á botnhlíf drykkjarhorna eru fuglshöfuð; á axlarólum úr gulli og grópavirki greinast göltur, úlfur og Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum __________ 22 Mynd 3. Málmþrykk af hjálmi frá Vindli, kuml XIV (Arbman 1980, bls. 27). Mynd 4. Fuglshamur á vefnaði frá Ásu- bergi (Christensen et.al. 1994, bls. 245).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.