Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 29

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 29
 Akri (mynd 1). Úlfurinn Úlfurinn fer víða og er rétt eins og fuglinn mikils metinn fylgja sjamana, sem í leiðslu leggja líka að baki langar leiðir. Úlfurinn hefur þar fyrir utan ótrúlegt úthald, mikið mótstöðuafl og seiglu. Þar að auki er hann blóðþyrstur, þ.e. að hann á það til að drepa sér til skemmtunar (Glosecki 1989, bls. 191). Úlfsnafnið er sem áður segir algengasta heiti í mannanöfnum, oftlega sett saman við björn, örn eða svín, og sem seinni liður heita sem merkja orrusta, her, sverð o.s.frv., þ.e. dýr og heiti sem tákna vald. Í norrænum bókmenntum segir frá sérlegum stríðsmönnum sem kallast úlfhéðnar og hefur það orðsifja- legar rætur í merkingunum „úlfakápa“ eða „úlfafeldur“ (Müller 1967, 1968). Elsta þekkta dæmi um þetta er í Haraldskvæði, lofkvæði um Harald Hárfagra (860 – 940), sem ort var af Þorbirni hornklofa um 900 e.kr.: „Þau (skipin í flota Haralds) voru hlaðin stórbændum og hvítum skjöldum, vest- rænum spjótum og velskum sverðum; grenjuðu berserkir, gunnur var þeim í sinni (8), emjuðu úlfhéðnar og skóku atgeirina“ (8. vísa), og síðar segir: „Af berserkja reiðu vilk spyrja bergir hræsævar...“ (hræ-sævar = blóð), þ.e. þeir drukku blóð; framhaldið má skýra sem „...hvaðan þeim er gefin dráps- gleðin?“ Svarið má ef til vill greina í næstu vísu: „Ulfheðnar heita, þeirs í orrustu blóðgar randir bera, vigrar rjóða, es til vígs koma; áræðis mönnum einum hykk þar undir felisk...“. Hér er þeim lýst sem áræðismönnum sem felast undir úlfhéðnum! (Jónsson 1912; sjá einnig Malmros 1986, bls. 92 o.áfr.; Høilund Nielsen 1999, bls. 332; þýðing á dönsku fylgir Price 2002, bls. 367). Hér og í yngri bókum norrænum er sagt frá úlfhéðnum með sama móti og berserkjum og þeim lýst sem úrvals- sveitir konungs. Hermenn í úlfhami birtast á fjölda stöðum í myndfræðinni: á málmþrykki frá Þórslundi og tveimur skjaldhlífum þýskum frá sama tíma, frá Gutenstein og Obrigheim (Böhner 1991, bls. 717 o.áfr.). Bæði textar og myndir sýna að hér voru hermenn á ferð með úlfafylgju, þ.e.a.s. hermenn sem í orrahríðinni miðri VORU úlfar og höfðu eiginleika úlfsins – í Haralds- kvæðinu er það gefið í skyn með blóðgum skjöldum, roðin spjótin – tákn drápsæðis sem fylgdi, úlfavælið, blóð- þorsti og drápsgleði. Sömu ummyndun er að sjá í Völsunga sögu, sem var færð á bókfell á 13. öld, en byggir á eldri hetjukvæðum, sem má finna í Eddu- kvæðum. Þar er sagt frá Sigmundi og syni hans Sinfjötla, sem klæðast úlfa- feldum í leiðangri, og samkvæmt því ýlfruðu og bitu fjandmenn sína á barkann. Í dagslok komust þeir ekki úr úlfhamnum en tókst það loks eftir langa dvöl neðanjarðar, sem gefur að skilja að þurft hafi galdur (8. kafli). Hér sjáum við einnig úlfmanninn, ekki ein- vörðungu í úlfaklæðum, heldur sem tekur úlfsmynd. Í stílfærðri list yngri járnaldar gefur að líta úlfslegt rándýr með beraðar vígtennur – oftlega í samsetningum við villisvín, ránfugl og manneskju, t.d. á skjaldhlífunum frá Sutton Hoo og Vals- gärde 7. Úlfur var eins og áður hefur komið fram algengasta dýrið í sam- settum mannanöfnum og í nöfnum sem sett voru saman við heiti orrustu. Örninn, villisvínið og úlfurinn hafa öll ákveðin einkenni sem gera þau að máttugum fylgjum; saman standa þau fyrir hraða, græðgi, úthald og bardaga- Lotte Hedeager __________ 29 (8) Í sögu Haralds konungs hárfagra er hluti kvæðisins en þar er eftirfarandi skrifað líka: Gunnr (valkyrja, sem fer með her- mönnum í styrjöld) var í hug þeirra (18. kafli).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.