Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 32

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 32
 skinn eða serkur. Snorri og síðari tíma menn, jafnvel fram á 19. öld héldu ber ranglega vera berr, þ.e. nakinn, og töldu merkja þann er gengi nakinn til orrustu eða vopnlaus (Davidson 1978; Simek 1996, bls. 35). Í þess stað ber að skilja þetta sem stríðsmenn sem höfðu björn að fylgju og börðust í bjarnarlíki, án þess þó nauðsynlega að bera bjarnar- skinn. Í norrænum bókmenntum er þeim lýst sem skelfilegustum allra bardagamanna og þeim er saman að jafna við úlfhéðna sem hermenn Óðins. Snorri ritar í Ynglinga sögu um menn Óðins: „...menn hans fóru brynjulausir ok váru galnir sem hundar eða vargar, bitu í skjöldu sína, váru sterkir sem birnir eða griðungar. Þeir drápu mann- fólkit, en hvárki eldr né járn orti á þá. Þat er kallaðr berserksgangr“ (Yng- linga saga 6). Berserkinn ber að líta á sem úrvals hermann, sem barðist í bjarnarlíki, í ástandi líku leiðslu, án þess að finna til sársauka né ótta. Ber- serkurinn hefur á valdi sínu máttugasta og hættulegasta seiðmagn alls – hamskiptin (Glosecki 1989, bls. 205, o.áfr.). Þessi yfirnáttúrulegi hæfileiki til að ganga berserksgang virðist nánast alfarið líða undir lok við kristnitöku, eins og getur í Eyrbyggju sögu, 61. kafla (Raudvere 2003, bls. 109). Mestu hetjur norrænna og fornenskra bókmennta bera nöfn tengd bjarnar- heitum en það afhjúpar svo um munar umfang þess trúarlega og trölldómslega krafts, sem björninn var álitinn hafa til að bera. Úr Hrólfs sögu kraka er Bjarki þekktur, en það merkir lítill björn, og er hann son Beru (birna) og Bjarnar (karlbjörn). Bjarki er sá bjarnarson sem birtist með ljósasta hætti í germönskum fræðum og er hann bein hliðstæða við Bjólf, eða Beowulf, sem merkir Bee – wolf, þ.e. bífluga og úlfur, sem er samheiti eða kenning fyrir björn, sem leitar að hunangi eins og notað er til mjaðargerðar í konungsgarði (Byock 1998, bls. XXIX, o.áfr.). Með sama hætti og björn var fylgja mögnuðustu sjamana á evrasíska meginlandinu, var hann fylgja með mestu goðsagnahetjum norrænna og fornenskra bókmennta, auk eins og áður getur iðulega notaður í kenningum fyrir Óðinn (Glosecki 1989, bls. 206). Sú sérstaða, sem gera má ráð fyrir að björninn hafi haft sem miðpunktur trúarlífs í Skandinavíu í fornöld, birtist með margskonar hætti, þar á meðal í bjarnarkumlum, þar sem birnir eru jarðaðir með hliðstæðum hætti og menn; í bjarnarklóm sem fundist hafa í ríkum kumlum frá járnöld, t.d. úr norsku Snartemokumlinu (Hougen 1953); og í túlkunum á herbúningum allsérstökum frá þjóðflutningstímum, til dæmis frá Evjubæ/Eiði og Haugum sem túlkað hefur verið sem „bjarnham- ir“ (Bender, í vinnslu). Bjarnarklær og tennur sem borað hefur verið í gat bera Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum __________ 32 Mynd 7. Málmþrykk af hjálmi frá Vals- gerði, kuml 7 (Arvidsson 1977, mynd 142).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.