Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 33

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 33
 keim af því að vera verndargripir (Mansrud, í vinnslu), en bjarnarbein fyrirfinnast varla í fundum úr manna- bústöðum (Iregren 1989, bls. 126, o.áfr.). Tvær næstum því heilar bjarnabeinagrindur og þrjár að hluta frá Freyseyjarkirkju á Jamtalandi, sem tímasettar hafa verið til 920 e.kr. +/- 140 ár og 1060 e.kr. +/- 140 ár (10), bera svo ekki er um að villast vitni um bjarnardýrkun fyrir kristnitöku þar um slóðir (Iregren 1989). Bjarndýrið er aftur á móti nánast ekki til staðar í listrænni tjáningu. Það er ekki einn grunnþátta í stílfærðri list og er ekki að finna á hjálmkömbum eða sem fylgjudýr í öðrum samsetningum hjálmanna, aukreitis sem bjarnhami er ekki að sjá í hinni ríku myndfræði vendeltímans. Þó eru líkindi til að mynd sé af bjarnhami á einu Ásubergsklæðinu (Christensen et. Al. 1992, bls. 244) og kannski á hinum svokallaða völustaf úr kvenmannskumli frá víkingaöld á Klinta á Ölandi (Price 2002, mynd 3.67). Einu staðirnir þar sem nokkurn veginn er unnt að fullyrða að um björn sé að ræða í myndfræðilegu samhengi er á málmþrykki frá Þórslundi, á einni hjálmplötu frá Valsgerði (mynd 7) og á atgeirsegg úr kumli frá Vindli nr. 12 (Böhner 1991, bls. 208). Þess ber að geta að Þórslundur stendur við Bjarnar- höfða (Björnhövda, björns – höfuð). Þegar haft er í huga hvaða vægi höfuðið af birni hafði í sjamanatrú (Glosecki 1989, bls. 208; Näsström 1996, bls. 74, o.áfr.; Helms 1998, bls. 27, o.áfr.), þá má geta sér til að nafnið bendi til þess að bjarnardýrkun hafi átt sér þar stað. Málmþrykkið birtir mynd af her- manni, þó ekki í bjarnarham, heldur í návígi við tvo birni (11). Á einn bóginn kann að virðast sem hann sé líklegur til að enda í bjarnarkjafti, en á hinn bóginn hefur honum tekist að særa annan björninn helsári. Bjarndýrið er stærst, sterkast og ginnhelgast allra þeirra dýra sem fylgdu mögnuðustu sjamönum og vígreifustu stríðsmönnum sem uppi hafa verið, og það ljáði nafn sitt mestu goðsagnahetjum Norðurlanda. Björn gat komið fram í mannslíki með sama hætti og sjaman gat tekið á sig bjarnarlíki (Ingold 2000, bls. 114). Fjandsemi, sett á svið í trúarsamhengi á milli sjamans/ stríðsmanns og dýrafylgju, er vel- kunnugt fyrirbrigði á menningarsvæði Evrópu og Asíu, og tengist oftlega vígsluathöfnum. Málmþrykkið mætti allt eins hugsast gefa mynd af hermanni sem tæki vígslu berserks. Með því að drepa bjarndýr, éta af keti hans og drekka af blóði hans (sbr. altarisgöngu kristinna) verður maðurinn hluti af dýrinu, dýrið hluti af manninum, og hermaðurinn eitt með fylgju sinni. Þetta er hinn áþreifanlega og líkamlega eining manns og dýrs. Á málmþrykkinu frá Þórslundi gera birnirnir tilraun til að éta manninn, og maðurinn reynir að Lotte Hedeager __________ 33 (10) Kolefnisgreining- in gerir ráð fyrir árinu 745 e.kr. +/- 85 (Iregren 1989, bls. 119). (11) Raudvere leggur áherslu á hringi sem sjá má á fótum dýr- anna og klærnar sem eru áberandi á fram- og afturfótum, en nefnir ekki björn sem mögulega túlkun, og heldur því frekar fram að um sé að ræða Bjólf í bardaga við óvættinn Grendil og móður hans (Raud- vere 2003, bls. 109). Mynd 8. Myndsamsetning af tösku frá Sutton Hoo (Bruce-Mitford 1979, mynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.