Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 42

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 42
 Árásum þeirra linnti ekki í um 200 ár og þeim sem fyrir þeim stóðu var lýst sem ófyrirleitnum villimönnum, nauð- gandi, rænandi, ruplandi og brennandi allt það sem í vegi þeirra varð. Allt frá 19. öld hefur alla jafna verið vísað til þeirra sem víkinga. Lýsingar af þeim eru mismunandi en þar kemur ítrekað fram að þeir hafi verið heiðingjar. Það er þó einkum í tengslum við árásirnar á kirkjur og klaustur, líkt og í Lindisfarne árið 793, þar sem lögð er áhersla á að þessir norrænu menn hafi ekki verið kristnir og að það hafi þótt sérstaklega skelfilegt. Þótt mönnunum úr norðri sé lýst sem heiðingjum kemur það ekki fram í heimildunum hvað fólst í hinum heiðna bakgrunni þeirra. Engu að síður er sá skilningur almennt við lýði í dag að hin heiðna norræna trú sé einna þekktust af þeim sem iðkuð var í Evrópu, jafnvel til jafns á við rómverska og gríska trú. Ástæðan liggur í hinum ríkulegu og fjölbreyttu íslensku heimildum, en þær gera það mögulegt að líta til baka og inn í hinn framandi og goðsagnakennda heim sem einkenndist af ásum, hetjum og öðrum ómennskum vættum. Sér- staka þýðingu hefur hér íslenski höfð- inginn og skáldið Snorri Sturluson (1178-1241), sem skrifaði fyrstu skálda- handbókina um norræna goðafræði, hina svokölluðu Snorra-Eddu. Þegar gengið er út frá textum Snorra eða öðrum kvæðum og sögum við rannsóknir á norrænum átrúnaði koma upp á yfirborðið fjöldi vandamála sem hafa raunar verið til umræðu síðan á 18. öld. Íslensku heimildirnar teljast til kristinna bókmennta miðalda og sýna hvernig íslenskir höfundar 13. aldar túlkuðu sögu Íslands og Skandinavíu á heiðnum tíma. Ein grundvallarspurning í þessu samhengi er sú hvernig tengsl voru á milli skáldskapar höfundar, samfélags hans á 13. öld og þess heiðna sem í raun var sögusviðið? Erum við aðeins kynnt fyrir „heiðinni ímyndunar- trú“ eða innihalda íslensku frásagnirnar __________ 42 „Mission impossible?“ Fornleifafræðileg rannsókn á sameiginlegum átrúnaði norrænna manna Anders Andrén „Þann 8. júní réðust heiðnir menn á hina kristnu kirkju í Lindisfarne, eyðilögðu og drápu.“ Þannig hljómar í íslenskri þýðingu stutt athugasemd í Engilsaxnesku króníkunni fyrir árið 793. Þar er fyrst getið svo vitað sé um ránsferðir norrænna manna um Bret- landseyjar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.