Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 44

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 44
 húmanískum greinum, þá hefur túlkunin orðið um leið að miðpunkti innan forn- leifafræðinnar. Þessi breytta sýn leiddi einmitt til þess að trúarbragðasaga og fornleifafræði gátu sameinast að nýju með áhrifaríkum hætti. Samhliða þessu varð hinn aukni áhugi á hugmynda- fræði, hugarfari og trú innan fornleifa- fræði þess valdandi að nýjar heimildir um hinn heiðna, norræna átrúnað hafa verið að líta dagsins ljós að undanförnu. Sem dæmi má nefna, er það nú í fyrsta sinn sem hægt er fyrir alvöru að ræða um trúarlegar byggingar frá heiðnum tíma á Norðurlöndum út frá áþreifan- legum gögnum frá járnöld. Þessar breyttu forsendur fyrir rann- sóknum á norrænum átrúnaði eru einmitt notaðar sem bakgrunnur þver- faglega verkefnisins Vägar till Midgård – nordisk hedendom i långtids- perspektiv sem höfundur hefur stjórnað ásamt Kristinu Jennbert og Catharinu Raudvere frá árinu 2000. Verkefnið er rekið fyrir fjármagn úr Riksbankens Jubileumsfond en hefur auk þess notið fjárstuðnings frá Vetenskapsrådet, Háskólanum í Lundi og Malmö Kultur- miljö. Þátttakendur í verkefninu eru 15 og koma þeir úr fornleifafræði, sögu- legri fornleifafræði og trúarbragða- sögu. Fyrir utan innra starf fimmtán- menninganna, hefur hópurinn staðið fyrir fjórum ráðstefnum, nokkrum opnum fyrirlestrum og einni alþjóðlegri ráðstefnu, auk þess að taka þátt í skipulagningu sýningar í Dunkers Kulturhus í Helsingjaborg. Það er í raun ómögulegt að draga saman eina heildarmynd af verkefninu í grein sem þessari. Aftur á móti verður hér á eftir litið til þeirra sjónarmiða sem höfð eru til hliðsjónar innan verkefnis- ins. Á milli einingar og fjölbreyti- leika Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru til mörg örnefni sem í grunninn eru goðanöfn úr íslenskum ritheimildum, eins og t.d. Frösåker (akur Freyju), Odensvi (hið helga vé Óðins) og Torslanda (hinn heilagi lundur Þórs). Í Skandinavíu hafa verið greindar myndir af goðum, hetjum og öðrum vættum á rúnasteinum og málmgripum allt frá 6. til 11. aldar. Frá víkingaöld (750–1100) einni saman eru til varðveittar útskornar fígúrur í þrívídd úr beinum, hornum, brons og silfri. Allar þeirra er hægt að tengja á einn eða annan hátt við norræna goðafræði. Á rúnasteinunum koma jafnframt fram hugtök sem tengjast hinum norræna átrúnaði og þeirri heimsmynd sem í kringum hann ríkti, t.d. tölustafurinn níu, „að gefa gott ár“, Miðgarður og „frá goðunum kom þekkingin“. Í gegnum fornleifafræði- legar rannsóknir er einnig hægt að greina staði, byggingar og atburði sem með ýmsum hætti má bera saman við frásagnir í íslensku ritheimildunum, s.s. um stórbýli, skála og trúarlega fórnar- staði. Norræna átrúnaðinn er sem sagt hægt að tengja við skandinavísku landbúnaðarsamfélögin á yngri járnöld, allt frá norsku fjörðunum í norðri til Jótlands í suðri. Enn fremur er hægt að þrengja þessa mynd norrænnar einingar á marga vegu. Sem dæmi má nefna að margt er líkt með henni og þeim yfirnáttúrulegu öflum sem þekkt eru í samísku, finnsku, baltnesku og slavnesku máli, þó svo að goðanöfnin séu önnur og tungumálin einnig. Norræni guðinn Þór ók vagni sem dreginn var af bokkum (geit- höfrum) en það gerði einnig litháíski __________ 44 „Mission impossible?“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.