Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 65

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 65
 Gagnagrunnar Það hefur verið ákveðin tilhneiging í aldanna rás að halda að vísindin hafi náð endimörkum sínum og lengra verði ekki komist. Slíkt tal hefur ævinlega reynst rangt og engin ástæða til að ætla að svo verði nokkurntíma. Allir tímar hafa sína þekkingu og erfitt er að ímynda sér næstu stig þekkingarinnar. Sögulega séð ætti að draga þá ályktun að ætíð séu til nýir fletir á málunum sem hægt er að rannsaka eða bæta. Sama á við um rannsóknir á fortíðinni. Margir fræðimenn lýsa eftir stærri gagnagrunnum til frekari tölvumeð- höndlunar (Petré 1984, bls. 42). Draga má í efa að gagnagrunnar séu rétta leiðin, eins og þeir Cornell og Fahlander hafa bent á. Bennet er einn þeirra sem hefur unnið með mikið magn gagna. Vandamálin sem hann hefur staðið frammi fyrir eru staðbundin frávik sem hafa horfið í hítina. Niðurstaða slíkra gagnagrunna hefur verið almennt raus um stærðir, svo sem þvermál, hæð og þykkt, án innihalds. Annað dæmi er verkefnið Iron Age Man in Denmark þar sem kuml (þó ekki brunakuml) frá járnöld eru meðhöndluð (Sellevold, Jansen, Hansen, Lund og Jörgensen 1984; Sellevold 1989). Þessi tvö dæmi hafa auðvitað ákveðið gildi. Þau hafa t.d. mikla þýðingu fyrir minjavörsluna og sem gagnabanki fyrir frekari rannsóknir. Þau eru hins vegar nær ónothæf í heild sinni sem grunnur að rannsóknum á stað- bundnum félagslegum tilbrigðum. Eins og áður hefur komið fram finnst venjulega aðeins hluti þegnanna í viðkomandi samfélagi við fornleifa- rannsóknir í kumlum og kristnum gröfum. Ekki er útilokað að öðruvísi tegundir kumla kunni að finnast hér á landi með bættum leitaraðferðum, s.s. loftmyndatökum, viðnámsmælingum eða ýmsum greiningum á yfirborði. Ef slíkar aðferðir gæfu jákvæðar niðurstöður myndi það setja hinar nú þekktu tegundir kumla í nýtt ljós. Einnig hefur komið fram áður að gripir bera ekki í sér stöðuga tákn- merkingu. Hún getur breyst eftir aldri, kyni eða mismunandi þjóðfélagshópum í tíma og rúmi. Táknmerkingin getur einnig verið mismunandi eftir því hvort átt sé við lifandi eða dauða. Hnífur í kumli hefur aðra merkingu en hnífur í húsi á bæjarstæði. Rauð okra í kumli hefur einnig öðruvísi táknmerkingu en rautt okkur á járngerðarstað. Að sama skapi hafa dýrabein í kumli allt öðruvísi táknmerkingu en dýrabein á bæjarstæði. Þannig mætti lengi telja. Þess vegna gæti verið frjótt að rannsaka bæði kuml og bæjarstæði (og öðru vísi minjar) sam- hliða og þangað stefnir fornleifafræðin (5). Kumlarannsóknir á Íslandi Kuml eru lang algengasta tegund mannvirkja sem við þekkjum í dag frá norrænni járnöld, bæði á Íslandi og á Norðurlöndunum öllum, nema Fær- eyjum og Grænlandi. Á vissum svæðum í Skandinavíu eru þau einu fornleifarnar sem þekkt eru frá víkingaöld (Bjarni F. Einarsson 1995, bls. 61). Á öðrum svæðum, þar sem norrænir menn numdu land eru mjög fá eða engin kuml þekkt svo sem á Bretaníuskaga og víða á Bretlandseyjum. Í Svíþjóð mun t.d. vera um hálf milljón kumla skráð frá járnöld sem varði um 10 sinnum lengur þar en á Íslandi, þ.e. frá 500 f. Kr. - 1050 e. Kr. Engin mannvirki frá víkingaöld á Íslandi komast með tærnar þar sem kumlin hafa hælana hvað fjölda varðar. Þó eru þau __________ 65 Bjarni F. Einarsson (5) Höfundur hefur sinnt slíkri rannsókn síðan 1996 í Hólmi í Nesjum, A-Skafta- fellssýslu (sjá Bjarni F. Einarsson 1998). Af ýmsum ástæðum hefur frekari birting niðurstaðna tafist en úrbótar er von á næsta ári ef allt gengur eftir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.