Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 70

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 70
 öllu, en tengst frekar greftruninni og því sem henni fylgdi, s.s. blóti eða fórn? Vísbending um slíkt gæti verið hestkumlið í Hrífunesi í Skaftártungu, Vestur-Skaftafellssýslu (Kristján Eld- járn 1966, bls. 59-62). Þar var hest- kumlið, eða leiðið eins og það er kallað á prenti, afmarkað með steinlagningu og haugur orpinn yfir, líklega um 1 m á hæð ef marka má sniðteikningu. Var form leiðisins afar reglulegt en óvenju- lega langt. Ekki er alveg út í hött að líkja því við bát og þá er auðvelt að láta ímyndunaraflið fá útrás! Margur fékk lítilfjörlegri umbúnað yfir sig við ævi- lok en þetta hross. Þegar farið er í gegnum birtar grein- ar um kumlarannsóknir á Íslandi er slá- andi hve teikningar skipa þar lítinn sess. Það er alger undantekning ef þær eru til staðar og þá sjaldan slíkt hendir eru þær einfaldar og takmarkaðar. Sama má í raun einnig segja um ljósmyndir. Áður fyrr birtust nær allar kumlarannsóknir í Árbók Hins íslenska fornleifafélags en á allra síðustu árum hafa þær verið að birtast annars staðar. Þetta eru þó örfá tilfelli hingað til, en líklega mun þeim fjölga á næstu árum, því miður fyrir Árbókina. Nýjasta tilraun fræðinga til að nota kumlatalið til að varpa ljósi á félagsleg ferli eða aðstæður eru skrif Hildar Gestsdóttur (2002) í Árbók Hins íslenska fornleifafélags, skrif Söndru Sifjar Einarsdóttur (2006) og fleiri í Ólafíu (2006) og tilraun Adolfs Frið- rikssonar til að lesa út úr dreifingu kumla svokallaða staðfræði (2004a og 2004b) (7). Staðfræðin hefur við rann- sóknir þessar verið kynnt sem tæki það sem að líkum opnar mönnum sýn og skilning á því hvar kuml megi finna ósnert og óskemmd og hægt verði að ganga að þeim á vísum stað. Sé þetta rétt mun fjöldi kumla væntanlega aukast um allan helming næstu misserin. Lykillinn byggir væntanlega á því að ef kuml eru mæld frá bæjum, túngörðum, fornleiðum og landamerkjum muni ákveðið mynstur koma í ljós (Adolf Friðriksson 2004, bls. 15). Því miður kemur hvergi fram hver þessi lykill er nákvæmlega, sem hægt væri að nota til að beinlínis finna kuml, og ekkert annað komið fram en nokkuð glannalegar yfirlýsingar í fjölmiðlum, nú síðast í tengslum við kuml sem fannst í Hringsdal við Arnarfjörð í ágúst 2006. Hugmyndin er þó sú að skipa megi kumlum í eldri og yngri kuml og að annar flokkurinn hafi sterka til- hneigingu til að vera staðsettur á ákveðnum stað og hinn flokkurinn á öðrum. Annar flokkurinn, sá eldri, á að vera staðsettur við jarðamörk (þ.e. við landamerki) fjarri bæ en hinn heima við bæ. Með jafngóðum rökum má halda því fram að eldri kumlin hafi verið heima við bæi vegna þess að í strjálbýlu landinu var ekki þörf á því að merkja landamerki og að landnemar hafi haft meiri þörf á því að hafa ástvini sína nálægt heimilum, en við þéttingu byggðar hafi þörfin á því að merkja sér land sprottið upp. Ólíklegt er þó að íslensk kuml hafi þjónað sem landa- merki, þau skortir einfaldlega myndug- leika til slíks. Til að varpa ljósi á þetta álitamál þarf ýtarlegar rannsóknir. Vandinn er að jarðamörkin eru búin til af höfundi staðfræðikenningarinnar, stundum út frá seinni tíma landa- merkjum og allsendis er óvíst hvort svo hafi verið í öndverðu. Einnig eru kumlin, sem sögð eru heima við bæ, spyrt saman við núverandi bæi þó ekkert sé vitað um hve gamlir þeir bæir __________ 70 Kuml og samfélag (7) Fyrri greinin sem vísað er til hér byggir á fyrirlestri sem flutt- ur var haustið 2001. Sat höfundur þann fyrirlestur. Greinin er vart annað en kynning á einhverju sem koma skal með athyglis- verðri heimildaskrá! Seinni greinin er ítar- legri, en bætir engum nýjum atiðum við staðfræðina. Rann- sóknarverkefni þetta mun hafa byrjað árið 1997 (Adolf Friðriks- son 2004a, bls. 16 og 2004b, bls. 60-61).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.