Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 88

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 88
 fræðilegrar sögu þeirrar beinaveiki, hafa nýst við fornleifarannsóknirnar og hafa frá upphafi mótað þverfaglegar áherslur rannsóknanna (Þórður Harðarson 1984, bls. 245-8; Byock, J. 1993, bls. 23-50; 1994, bls. 73-109; 1995, bls. 82-7). Auk sagnanna um kirkjurnar og kirkjugarðana hefur ofangreind mið- aldafrásögn hjálpað til við að útskýra uppruna örnefnanna, Mosfells og Hrís- brúar. Bæði nöfnin tengjast býlum Mos- fellinga, eins og höfðingjaættin í Mos- fellsdal var nefnd. Á 12. öld var upp- runalegri jörð Mosfells skipt í tvennt, í tvær samliggjandi jarðir, og það virðist sem eldra bæjarstæðinu hafi verið gefið nafnið Hrísbrú. Skipting landsins skýrir notkun þessara tveggja nafna í mið- aldaheimildum þegar talað er um elsta bæinn. Árið 1995 grófum við niður á horn af byggingu sem gæti verið leifar af kirkjunni frá 12. öld og nefnd er í kaflanum hér að ofan. Kirkjuna sem byggð var á nýju bæjarstæði Mosfells þegar hætt var að nota upprunalega kirkju Gríms á Hrísbrú og hún færð. Þessir miðaldatextar gera það að verkum að minjastaðirnir í Mosfellsdal eru umluktir sögu, bæði sögu Íslands og Norðurlanda á víkingaöld. Til dæmis segir Hallfreðar saga frá Hallfreði, sem var bæði ljóðskáld og vígamaður, og endurkomu hans heim til Íslands. Eftirfarandi kafli greinir frá því að Önundur á Mosfelli/Hrísbrú hafi ráðið yfir höfninni við Leiruvog og að Mos- fellingar hafi verið tilbúnir að innheimta tolla af ferðamönnum með valdi ef nauðsyn krafði. „Ok at sumri fór Hallfreðr út til Íslands ok kom skipi sínu í Leiruvág fyrir sunnan land. Þá bjó Önundr at Mosfelli. Hallfeðr átti at (gjalda) hálfa mörk silfrs húskarli Önundar ok svaraði heldr harðliga. Kom húskarlinn heim ok sagði sín vandræði. Hrafn kvað slíks ván, at hann myndi lægra hlut bera í þeira skiptum. Ok um morguninn eptir reið Hrafn til skips ok ætlaði at höggva strengina ok stöðva brott- ferð þeira Hallfreðar. Síðan áttu menn hlut í at sætta þá, ok var goldit hálfu meira en húskarl átti, ok skildu at því“ (Vatnsdæla saga 1939, bls. 196). Aldrei mun fullvissa um það hvort þessi saga af Hallfreði sé sönn. Í fornleifa- fræðilegum skilningi eru upplýsingar- nar um Hallfreð áhugaverðar en ekkert aðalatriði. Sagan er sögð til að sýna að Hallfreður var ofbeldisfullur heigull, sem lét vel að kúga þjónustufólk en stóðst vígamanni eins og Hrafni engan veginn snúning. Það sem skiptir máli er að í þessum miðaldatexta (og reyndar í mörgum öðrum ritheimildum) er greint frá Leiruvogi sem hafskipahöfn og efnahagslegum tengslum milli þeirrar hafnar og höfðingjanna að Mosfelli. Við hefðum gefið okkur þessi tengsl út frá landslaginu einu saman, en það er betra að hafa miðaldalýsingar af Mos- fellingum sem voru reiðubúnir að berjast um yfirráð yfir strandsvæðinu við mynni dalsins (mynd 2). Mikinn fróðleik er hægt að fá með því að skoða þessa miðaldatexta um Mos- fellssveit í tengslum við þróun búsetu á Íslandi á víkingatímanum, sögulega, fornleifafræðilega og félagshagfræði- lega. Þessar heimildir segja ekki aðeins frá æviskeiðum og svæðatengslum ákveðinna persóna, svo sem Þórðar Skeggja, Ingólfs Arnarsonar, Gríms Svertingssonar, Egils Skallagrímssonar; frá Önundi frá Mosfelli og syni hans __________ 88 Valdamiðstöð í Mosfellsdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.