Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 94

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 94
 en áin Varmá rennur þar til sjávar, þá er þessi aldur almennt í góðu samræmi við vitneskju okkar um hvenær búið var að Hrísbrú frá víkingatíma að kristnitöku. Verslun, ferðir og aðflutningur fólks skiptu miklu máli fyrir íbúa Mosfells- sveitar á víkingatímum og á miðöldum. Mosfellsdalur var efnahagslegur og menningarlegur tengiliður á Norður- löndum og í Evrópu vegna hafnarinnar í Leiruvogi. Margar spurningar vakna um uppruna íbúanna á Mosfelli vegna hafnarinnar í Leiruvogi og einnig vegna lýsinga úr Íslendingasögunum. Mikið er deilt um uppruna landnámsmanna Íslands og greiningar okkar á beina- grindum frá 10. og 11. öld gætu varpað ljósi á ýmislegt hvað þetta varðar. MAP er meðal fyrstu rannsókna þar sem notast er við greiningu ísótópa á glerungi í tönnum manna til að finna fæðingarstað eða æskustöðvar þeirra einstaklinga sem grafnir hafa verið upp. Magn stöðugra strontium ísótópa í grunnvatni er mismunandi eftir land- svæðum, og eldfjallabergtegundir Ís- lands eru mjög frábrugðnar bergi annars staðar á Norðurlöndum. Munurinn á gömlum berggrunni Noregs og ungu eldfjallaumhverfi Íslands gerir okkur kleift að greina hvort tennur einstak- lingsins mynduðust á meðan við- komandi bjó á Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er hægt því mis- munandi er eftir svæðum hvernig ísótópísk gildi yfirfærast í kalkvefi í tönnum viðkomandi. McMaster háskóli hefur rannsakað ísótópa í beinagrindum þriggja ein- staklinga sem grafnir voru að Mosfelli og virðast allir hafa verið fæddir og uppaldir á Íslandi (Schwarcz, H. og A. Dickin handrit, bls. 84-85). Kirkjuhóll Mannvistarleifarnar á Kirkjuhóli eru fjölbreyttar en kolefnisgreiningar, jarð- fræði, gjóskulagafræði og umbúnaður við greftrun virðast benda til almennrar þróunar frá víkingatíma og fram yfir kristnitöku. Niðurstöður fornleifarann- sóknanna gefa vísbendingar um fjöl- breytta greftrunarsiði á Hrísbrú, einkum í kringum árið 1000. Þrjú mismunandi byggingaskeið hafa verið skilgreind á Kirkjuhóli. Fyrsta tímabilið einkennist af sorphaug og löskuðum torfveggjum. Ofan á þessum sorphaugum eru óskadd- aðar byggingaleifar kirkju sem er um- kringd af gröfum frá sama tíma og hafa þær verið kolefnisgreindar til 10. og 11. aldar (myndir 3-4). Í efsta laginu fund- ust leifar af byggingu sem notuð hefur verið til landbúnaðar, hugsanlega hrunið fjárhús. Jarðlagagreining og leir- kerabrot frá síðari tímum í þessari litlu byggingu sýna að hún er mörgum öldum yngri en landnámsöld. Efna- fræðileg og jarðfræðileg greining á gjóskulögum og kolefnisgreiningar sem gerðar voru árið 2002 staðfesta að leifar elsta torfhússins og sorphaugsins þar hjá, ásamt grafreit og undirstöðum kirkjunnar, eru frá 10. og 11. öld. Elstu mannvistarlögin á Hrísbrú, gætu verið frá því um 900 og eru greinilega eldri en kirkjan. Það er tilgáta sem við munum kanna við rannsóknir í fram- tíðinni. Landnáma segir einmitt að Þórður Skeggi hafi sest að í Mosfells- sveit um árið 900. Meðal byggingarleifa kirkjunnar sem grafnar voru upp á Kirkjuhóli árið 2002, fannst vel varðveittur steinhlaðinn grunnur suðurveggs kirkjukórsins (mynd 5). Árið 2003 var haldið áfram þar sem frá var horfið árin 2001 og 2002 og þá komu í ljós austur- og __________ 94 Valdamiðstöð í Mosfellsdal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.