Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 96

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 96
 kolefnisgreiningar af svipuðum koluð- um og ókoluðum viðarbitum sem fundust í malarbornu gólflagi kórsins). Láréttu stafirnir í austurveggnum hvíldu á stórum, flötum steinum (Byock, J. et al. handrit, b). Við lok uppgraftar árið 2003 gátum við greint á milli laskaðra leifa fjárhússins í efri lögunum og miklu eldra vel varðveitts kirkjuskips sem lá þar undir. Markmið komandi rannsókna verður að skrásetja og fjarlægja efstu bygg- ingarleifarnar og að komast að kirkju- skipinu. Ekki hafa fundist heilir burðar- bitar úr grunni elstu íslensku kirknanna eða hornstoðir úr elstu þeim (og mjög fáir burðarbitar hafa fundist úr elstu kirkjum Noregs). Því er mörgum spurningum enn ósvarað um hvernig kirkjurnar voru byggðar, og ekki síst hvernig hlutarnir voru tengdir saman. Vegna þess að hægt var að sjá nákvæma staðsetningu hins vel varðveitta fót- stykkis úr grunni kirkjunnar, þá er hér möguleiki fyrir hendi að næsta rann- sóknatímabil geti varpað nýju ljósi á húsagerðarlist og byggingafræðilegar aðferðir elstu íslensku kirknanna. Kolefnisgreiningar frá þessum stað styðja þá kenningu að „byggingin“, sem virðist hafa gengið í gegnum nokkur byggingaskeið, sé kirkjan frá siða- skiptum sem minnst er á í Egils sögu. Ef svo er, þá er þetta kirkjan sem sagan segir okkur að líkamsleifar Egils hafi verið fluttar í um 1000 þegar þær voru teknar úr heiðnu kumli hans í Tjalda- nesi. Auk Egils sögu er í Gunnlaugs sögu ormstungu einnig sagt frá kirkju á þessum stað um 1020 (sjá tilvitnun ofan). Samkvæmt Egils sögu var upp- haflega kirkjan að Hrísbrú rifin um miðbik 12. aldar og þá var reist ný kirkja og kirkjugarður nokkur hundruð metrum austar. Við höfum ekki enn komist að endanlegri niðurstöðu en skoðum þessa tilgátu við áframhaldandi rannsóknir. Við fundum nokkrar tómar grafir í gamla kirkjugarðinum að Hrísbrú en þær styðja frásagnir úr sögunum um að bein hafi verið flutt í nýja kirkju- garðinn. Í gröfunum hafa fundist leifar af mannabeinum, sem líklega hafa gleymst við flutninginn. Flutningur á beinum er í samræmi við lýsingar í fornsögum og Grágás, og einkum Egils sögu þar sem sagt er frá endurgreftri heiðinna forfeðra að Mosfelli/Hrísbrú. Níu grafir voru rannsakaðar í kirkju- görðunum að Hrísbrú árin 2001 og 2002. Þessar grafir voru við suður- og vesturvegg kirkjunnar. Í gröfunum fundust átta fullorðnir (sex karlar, ein kona og einn sem ekki var unnt að kyngreina) og ein illa varðveitt barns- beinagrind. Grafirnar eru mjög mis- munandi hvað snertir varðveislu beina, umbúnað og legu. Að minnsta kosti sjö af gröfunum lágu í norðaustur, með höfuð til vesturs. Við rannsóknina árið 2003 fundust fimm grafir í viðbót norðan við kirkjuna (allt karlar) ásamt nokkrum tómum gröfum að sunnan- verðu. Flest líkin virðast hafa verið jarðsett í kistu, því í gröfunum fundust kistuleifar og líkkistunaglar. Í gröfunum fannst einnig útskorið hvalbein og stafur sem ein beinagrindin hélt um. Loks fundust brot úr járnpotti og viðar- leifar. Í könnunarskurðum sem grafnir voru 2001, um 10 metra austur af kirkjunni, fundust þrjú þunn lög með viðarkolum og brenndum beinum (CK-2001-2, sjá mynd 5), en þau virðast vera leifar af sorpi og sóti úr eldstó. Hluti þessara laga eru hugsanlega leifar af stórri __________ 96 Valdamiðstöð í Mosfellsdal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.