Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 100

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 100
 fornu Íslendinga benda til þess að þeir hafi lifað við mjög erfiðar aðstæður. Sumt af því sem fundist hefur í gröfum á Kirkjuhóli má bera saman við athafnir sem lýst er í Íslendingasögum og öðrum forníslenskum ritheimildum. Sem dæmi má nefna endurgrafna beina- grind sem lögð hafði verið alveg upp við suðurvegg kirkjunnar á Kirkjuhóli (mynd 6; sjá einnig mynd 5, snið 4, og endurgreftrun á mynd 3). Með þessari endurgröfnu beinagrind af ungum manni á þrítugsaldri, fannst einnig fallega útskorið men úr hvalbeini, sem lýst er í sögunum sem verndargrip gegn sjúkdómum. Þessi ungi maður þjáðist reyndar af banvænum sjúkdómi. Í höfuðkúpu hans má greina meinafræði- legan kvilla, meðal annars í hægra gagnaugabeini, sem breiðst hefur út til nærliggjandi beina. Þetta bendir til berklaveiki og þess vegna er þessi höfuðkúpa einn elsti vitnisburður um berklaveiki á Íslandi. Beinaleifarnar segja ýmislegt fleira um þennan unga mann, sem hefur að öllum líkindum verið óvenjulegur útlits. Hann var með auka framtönn í efra tanngarði, fjóra jaxla vinstra megin í neðra tanngarði og æxli í nefinu. Skemmdir voru í hryggjarliðum og á mjaðmakúlu sem bendir til þess að hann hafi hlotið meiðsl á mjöðmum og hryggjasúlu við fall eða annað óhapp. Breytingar á handleggjum og öxlum benda til þess að hann hafi unnið mikla erfiðisvinnu, og þurft að draga þunga hluti (Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson 2005, bls. 32-33). Ofbeldi kom einnig við sögu að Hrísbrú. Ein beinagrindin virðist hafa verið fórnarlamb morðs (mynd 7, sjá einnig snið 2 á mynd 5). Hún er af manni á fimmtudagsaldri sem var jarðsettur austan við grunn kirkju- kórsins. Hann hefur hlotið mikið höfuð- högg og er gapandi sár vinstra megin á hvirflinum sýnilegt. Í hnakkann vantar hluta af höfuðkúpunni. Þessi sár hafa valdið skjótum dauðdaga. Sárin sýna að __________ 100 Valdamiðstöð í Mosfellsdal Mynd 8. Brunnin höfuðkúpubrot sem fundust í Hulduhóli, skurði EH 2001-2002. Fjögur höfuð- kúpubein sennilega úr sama einstaklingi, konu eða karlmanni á fertugsaldri, fundust við upp- gröftinn árin 2001-2003.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.