Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 103

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 103
 þar á meðal járnflögur úr stærri járn- hlutum. Eins og bent hefur verið á, þá minnir Hulduhóll á skip og við álítum að sú staðreynd hafi átt þátt í því að hóllinn var valinn sem líkbrennslu- staður. Fundist hafa fimm litlar báts- grafir á Íslandi (Þór Magnússon 1966, Byock, J. 2001, bls. 294-296) en engin þeirra virðist hafa verið notuð til lík- brennslu, þó svo að heimildir um slíkar greftranir á víkingatímanum séu vel þekktar (Müller-Wille, M. 1995, bls. 101-110). Með fornleifarannsóknum MAP á Hulduhól á árunum 2001 til 2003 er í fyrsta sinn fundin vísindaleg sönnun fyrir líkbrennslu á Íslandi. Höfuðkúpubrotin sem fundust á Hulduhól sýna öll merki þess að hafa verið brennd. Við líkbrennslu myndast það hátt hitastig að þrýstingur innan í höfuðkúpunni sprengir hana í lítil brot (Holck, P. 1987). Það er dæmigert að fjögur brot úr höfuðkúpunni skyldu finnast dreifð yfir 2,5 metra svæði því brotin sundrast fyrst við hitann og síðan aftur ef hrært er í öskunni. Höfuðkúpu- brotin frá Hulduhól eru öll ummynduð í kalk, það er að segja, hár hiti, um 800 ° C, í alllangan tíma, hefur eytt öllu úr þeim nema steinefnunum. Þetta bendir til þess að eldurinn hafi ekki verið til- viljanakenndur. Læknaháskólinn í Osló greindi höfuðkúpubrotin fjögur frá Hulduhól og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru öll úr sama einstaklingi. Af samskeytum höfuðkúpunnar að dæma er líklegt að þessi einstaklingur hafi verið á fertugsaldri. Ekki var unnt að ákvarða kyn. Ekki var heldur unnt að ákvarða hvort hinar fjölmörgu beinflísar __________ 103 Mynd 10. Hulduhóll er eins og skip í laginu og að hluta til manngerður. Þar virðast hafa farið fram líkbrennslur. Rannsóknarsvæðin á hólnum sýna hvar grafið var á árunum 1999-2003. Á svæðinu fannst mikið af viðarkolum og ösku með leifum af brunnum manna- og dýrabeinum, auk leifa af járn-, kopar- og bronshlutum. Línurnar sýna 20 sm millibil (Trench= Skurður; Excava- tion= Uppgröftur). Jesse Byock et.al.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.