Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 8
Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Kaprun er fallegur bær við Zell am See í Salzburgar- landi, umlukinn tignarlegum fjöllum á alla vegu. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að anda að sér fersku fjallalofti, njóta útiveru í stórbrotnu landslagi og hreyfa sig í skemmtilegum félagsskap. Verð: 184.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir 23. - 30. maí Trítlað við Zell am See Sumar 3 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is AlvoGenius DHA DHA er ein af Omega 3 fitusýrunum. Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif DHA á vitsmunaþroska og athyglisgáfu barna ásamt bættri andlegri líðan mæðra. Fæst fyrir óléttar konur, konur sem stefna á þungun og börn frá þeim tíma sem þau fá fasta fæðu. Gefðu barninu forskot - DHA fitusýrur fyrir barnsheilann. E ins og fram kom í Fréttatímanum í síðustu viku þá eru barnafjölskyldur á Íslandi undir mun meira álagi en á hinum Norðurlöndunum. Þóra Kristín Þórsdóttir félagsfræðingur sagði ýmsa samverkandi þætti valda þessu mikla álagi en nefndi lág laun, vetrarfrí barna, starfs- daga leikskóla og styttra fæðingarorlof sem dæmi, en Ísland er eina Norðurlandið þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ný fjölskyldustefna Velferðarráðuneytið miðar nú að því að setja í framkvæmd aðgerðir til næstu fimm ára í samræmi við tillögur verkefnisstjórnar sem Eygló Harðardóttir velferðarráðherra skipaði til að vinna að mótun fjölskyldu- stefnu. „Grunnurinn á bak við vinnuna var setningin í stjórnarsáttmálanum um að Ísland eigi að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem börnin okkar eigi að búa við bestu mögulegu lífskjör,“ segir Eygló Harðardótt- ir. „Ég skipaði því verkefnastjórn og henni til aðstoðar var samráðshópur þar sem voru fulltrúar frá menntamálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu. Útkoman eru 32 tillögur sem ég er núna að fara yfir áður en endanleg þingsályktunartillaga verður kynnt,“ segir Eygló, en í tillögunni er sett fram stefna í málefnum fjölskyldufólks sem miðar að því að tryggja velferð, afkomu og hagsmuni barna, efla for- varnir og fræðslu, tryggja aðgengi allra barna að frístundum auk þess að tryggja stuðning við umönnun og síðast en ekki síst, að því að sam- þætta fjölskyldu-og atvinnulíf. Húsnæðiskostnaður íþyngir fátækum fjölskyldum „Ég hef hingað til lagt megin- áherslu á að við hugum að þeim fjölskyldum sem hafa minnst á milli handanna og mun halda áfram að gera það. Það endur- speglast í því að ég bað Velferð- arvaktina um að koma að mótun stefnunnar og að koma með sérstakar tillögur varðandi þær fjölskyldur sem búa við mesta fátækt. Þar kemur mjög skýrt fram að það er hús- næðiskostnaður sem íþyngir þessum fjöl- skyldum mest,“ segir Eygló. Samfella milli orlofs og leikskóla er framtíðin Eygló skipaði einnig sérstakan starfshóp til að skoða breytingar á fæðingarorlofinu. „Framtíðarsýnin er að tryggja samfellu á milli fæðingarorlofs og leikskóla, sem ég tel vera mjög mikilvægt, hins vegar þarf fyrst að bæta þær skerðingar sem gerðar voru á fæðingarorlofskerfinu eftir hrun. Mín til- finning er sú að í samfélaginu sé almennt aukin áhersla á að taka skerðinguna til baka áður en farið verður í lengingu, en að sjálfsögðu er það starfshópsins að meta það og koma með tillögur. Samfelluna þarf auk þess að vinna í samstarfi við sveitarfélögin því það eru þau sem bjóða upp á og halda utan um leikskólana og daggæsluna og stærsti hluti kostnaðar við að tryggja sam- fellu þarna á milli er á þeirra borði. Þess vegna skiptir þeirra þátttaka svo miklu máli í að móta stefnu til framtíðar.“ Samræming milli skóla og atvinnurek- enda mikilvæg Eygló telur einnig mjög mikilvægt að horfa til vinnutíma fólks. „Fólk verður að geta lifað af dagvinnulaunum og það held ég að sé í samræmi við þær áherslur sem við höfum verið að heyra, frá til dæmis BSRB. Það er mikilvægt að fólk þurfi ekki að vera frá fjölskyldunni sinni um kvöld og helgar. Eins er samræming milli skóla og atvinnu- rekenda mjög mikilvæg. Það skiptir að sjálfsögðu miklu máli að atvinnurekendur gefi frí á sama tíma og það eru frí í skólum en þetta líkt og annað veltur auðvitað líka á samstarfi margra aðila.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Mikilvægt að tryggja samfellu milli orlofs og leikskóla Eygló Harðardóttir velferðarráðherra, vinnur nú að mótun nýrrar fjöl- skyldustefnu og býst við að kynna þingsályktunartillögu von bráðar í þinginu. Hún segir mikilvægt að tryggja samfellu milli fæðingarorlofs og leikskóla, hinsvegar þurfi fyrst að bæta þær skerðingar sem urðu á kerfinu fyrir hrun. Til að bæta líf barnafjölskyldna þurfi líka að huga að vinnustundum, húsnæðis- kostnaði og samræmis milli skóla og atvinnurekenda. Eins og fram kom í Fréttatím- anum í síðustu viku eru for- eldrar á Íslandi undir mun meira álagi en á hinum Norðurlönd- unum. Ísland er eina Norður- landið þar sem foreldrar þurfa sjálfir að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.  Færa greiðslur í fæðingarorlofi til fyrra horfs.  Lengja fæðingaror- lof í áföngum þannig að hvort foreldri eigi fimm mánaða orlof og að sameiginlegur réttur verði tveir mánuðir.  Tryggja samfellu í umönnun barna eftir að fæðingarorlofi lýkur og hvernig megi lögleiða rétt barna til leikskóla- dvalar.  Samræma vetrarfrí og starfsdaga milli skólastiga og innan sveitarfélaga.  Auka rétt veikra barna til að njóta umönnunar foreldra og forsjáraðila. Meðal annars verði skoðað hvort veikindaréttur fylgi barni en ekki foreldri og hvort almannatryggingar eigi að tryggja fram- færslu fjölskyldna í veikindum barna fari fjöldi veikindadaga barna yfir skilgreint hámark.  Stytting vinnuvik- unnar. Tillögur verkefnisstjórnar Velferðarráðuneytisins sem miða að samþættingu fjölskyldu-og atvinnulífs Eygló Harðar- dóttir velferðar- ráðherra. 8 fréttaskýring Helgin 27.-29. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.