Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 81

Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 81
brúðkaupHelgin 27.-29. mars 2015 9 Frábær vín í brúðkaupsgleðina Þegar kemur að því að velja vín fyrir brúðkaupsveisluna þarf að taka bæði tillit til verðs og gæða. Það er gott að velja vínin með það í huga að þau falli sem flestum í geð, séu mild og góð til að skála í en henti líka vel með alls konar mat. Hér eru gæðavín sem óhætt er að mæla með en öll eiga þau það sameiginlegt að hver flaska kostar undir tvö þúsund krónum. Barone Montalto Montalto vínin koma frá Sikiley og eru mest seldu lífrænt ræktuðu vínin hér á landi. Barone Montalto-fyrirtækið er ungt fyrirtæki sem stofnað var árið 2000 og hefur á þessum stuttu tíma náð að skapa sér sess sem virtur léttvínsframleiðandi. Montalto-vínin eru nú fáanleg um allan heim. Montalto Organic Nero d‘Avola rauðvín. Nero d‘Avola er ein mikilvægasta þrúga á Sikiley sem notuð er í framleiðslu á rauðvínum og kemur upprunalega frá litlum bæ á suður Sikiley sem heitir Avola. Rúbínrautt vín með léttri fyllingu, þurrt með ferskri sýru og litlu tannín, vín með angan af kirsuberjum og hindberjum. Vín sem passar með fugla- og svínakjöti, pastaréttum og smáréttum. Montalto Organic Cataratto hvítvín. Cataratto er þrúga sem nær eingöngu er ræktuð á Sikiley. Vínið er ljóssítrónu- gult, með meðalfyllingu, þurrt með milda sýru og angan af ljósum ávexti, sítrus- og kryddtónum. Montalto Organic Cataratto hvítvín. Verð í Vínbúðunum: 1.799 kr. Montalto Organic Nero d‘Avola rauðvín. Verð í Vínbúðunum: 1.699 kr. Mamma Piccini Þetta eru ein mest seldu léttvín hér á landi. Piccini er einn stærsti vínframleiðandi Toskana héraðsins á Ítalíu. Piccini er fjölskyldu- fyrirtæki sem framleitt hefur vín frá árinu 1882 og nú fjórða kyn- slóð fjölskyldunnar við stjórnvölinn. Mamma Piccini Rosso rauðvínið er kirsuberjarautt, vín með meðalfyllingu, þurrt en frísklegt, vín með anga af skógar- berjum, lyngi og vanillu. Vín sem passar með fuglakjöti, svínakjöti, pastaréttum sem og smáréttum. Mamma Piccini Bianco hvítvín er sítrónugult, þurrt en ferskt, með angan af ávöxtum og sítrus. Vín sem smellpassar sem fordrykkur, með fiskréttum, ostum og grænmetisréttum Mamma piccini Bianco hvítvín Verð í Vínbúðunum: 1.550 kr. Mamma piccini Bianco rauðvín Verð í Vínbúðunum: 1.590 kr. Piccini Memoro Þessi vín koma frá Ítalíu eru ein mest seldu vínin hér á landi. Það sem gerir þessi vín sérstök er að í þeim eru notaðar fjórar mismunandi þrúgur frá fjórum hornum Ítalíu. Þrúgurnar koma frá Puglia, Abruzzo, Sikiley og Veneto. Piccini Memoro rauðvínið er dökkrúbínrautt, þétt vín með góðri fyllingu. Það er þurrt, með ferskri sýru, þroskuðu tanníni, sælgætiskenndum berjabláma með snertingu af vanillu og eik. Vín sem passar með nautakjöti, lambakjöti og svínakjöti sem og ostum, pottréttum og grillmat. Piccini Memoro hvítvínið er sítrónugult með meðalfyllingu, þurrt með angan af peru, hunangi og eik. Vín sem passar með fiskréttum, fuglakjöti, grænmetisréttum sem og smáréttum. Piccini Memoro hvítvínið Verð í Vínbúðunum: 1.980 kr. Piccini Memoro rauðvínið Verð í Vínbúðunum: 1.970 kr. Masi Modello Þessi vín koma frá Verona á Norður-Ítalíu. Masi er einn virtasti vínframleiðandi Ítalíu og brautryðjandi í mörgum vínaðferðum á Ítalíu. Hann er hvað þekktastur fyrir Amarone vínin sín sem eru með betri vínum Ítalíu. Modello vínin eru ung vín gerð úr þrúgum frá Veneto svæðinu. Masi Modello rauðvínið er kirsuberjarautt, vín með meðal- fyllingu, ósætt, með mildu tanníni, með keim af lyngtónum, kryddi og vanillu. Vín sem passar með fugla- kjöti, grillmat, pastaréttum sem og smáréttum. Masi Modello hvítvínið er fölgrænt, með létta fyllingu, þurrt vín með milda sýru, vín með keim af epli og melónu. Báðar tegundir kosta 1.870 kr. í Vínbúðunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.