Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 68
Þetta er búið að vera erfið fæðing en platan mun koma út á þessu ári, þótt það verði okkar síðasta verk.  Í takt við tÍmann Íris tanja Flygenring Syng svo hátt í bílnum að fólk horfir á mig á ljósum Íris Tanja Flygenring er 25 ára leiklistarnemi í Listaháskóla Íslands. Hún vinnur líka við að talsetja teiknimyndir og hefur ljáð rödd sína í Barbie-myndir, Monster High og Póstinn Pál svo fátt eitt sé nefnt. Íris Tanja stundar jóga og á það til að detta inn í samtöl ókunnugs fólks á kaffihúsum. Staðalbúnaður Ég er mjög hrifin af skandinavískri hönnun og fata- smekkurinn mótast af því. Ætli stíllinn minn sé ekki einhvers konar blanda af „minimal chic“ og töffara. Ég leita mér innblásturs hjá fólki eins og Maju Wyh og Olsen-tvíburunum og stel líka rosalega mikið af fötum frá kærastanum mínum. Ég væri líka að ljúga ef ég segðist ekki leita innblásturs á Pinterest. Fötin versla ég úti um allt; í Kolaportinu, á fatamörkuðum og búðum eins og Zöru, Vila, Monki og & Other Stories. Ég er sjúk í yfirhafnir og kósí peysur. Oft þegar kaupi mér föt enda á ég til að koma heim með alveg eins yfirhöfn og ég átti fyrir. Ég er búin að gefast upp á hælum en geng mikið í lágbotnaskóm eins og Dr. Martens eða íþróttaskóm eins og New Balance og Nike. Þegar maður er alltaf að hlaupa á eftir fjögurra ára strák er það mjög þægilegt. Hugbúnaður Ég get setið tímunum saman að fylgjast með fólki og dett oft inn í samtöl fólks á kaffihúsum. Það getur skapað vandræðaleg móment þegar ég hlæ óvart upphátt með fólkinu á næsta borði. Vinir mínir eru alltaf að segja mér að hætta að stara en mér finnst fólk bara áhugavert, kannski er þetta partur af leik- listinni. Ég drekk ekki áfengi og fer þess vegna ekki oft út að skemmta mér. Mér finnst samt rosa gaman að dansa og fer því stundum út með bekkn- um mínum. Það er mjög gaman að dansa í góðra vina hópi en stundum upplifi ég mig sem risaeðlu á þessum skemmtistöðum. Það leiðinlegasta sem ég geri er að hlaupa en ég fer svolítið í sund. Svo stunda ég jóga í Yoga shala. Ég horfi á sjónvarpsþætti og er aðeins farin að horfa meira á kvikmyndir. Yfirleitt hef ég ekki nógu mikið þol í heila mynd en eftir að ég fór í kvikmyndakúrs hjá Ragga Braga er ég farin að finna myndir sem ég get horft á. Vélbúnaður Ég fer aldrei út úr húsi án símans og týni honum örugglega svona sex sinnum á dag, í vösunum á öllum þessum fötum sem ég klæðist. Ég fer mikið á Pinterest, Facebook og Instagram og get gleymt mér klukktímum saman á hönn- unar- og lífsstílsbloggum. Aukabúnaður Þegar mikið er að gera í skólanum er ég ekki eins dugleg við að elda og ég vildi. Ég þarf líka að vera duglegri við að prófa nýja rétti, ég á það til að festast bara í því sem ég kann. Ég elska hins vegar að baka kökur og skreyta þær. Ég fékk einmitt Kitchen Aid hrærivél í jólagjöf og hún hefur að mestu verið í notkun síðan. Ég er dugleg við að breyta heima hjá mér, að færa til hluti og raða upp á nýtt, og elska að leita mér innblásturs í blöðum. Ég les líka mikið af bókum en það er dýrt sport í dag svo ég sæki mér bækur á iPadinn. Þegar ég keyri um borgina syng ég rosa hátt í bílnum svo fólk horfir á mig á ljósum. Í morgun var ég líka að gera raddæfingar á leiðinni upp í hljóðver, að purra munninn og teygja andlitið. Það getur eflaust verið fyndin sjón. Ljósmynd/Hari Þungarokksveitin Brain Police hefur um árabil verið ein þeirra sveita sem leitt hafa hina ís- lensku þungarokksenu af miklum móð. Þrátt fyrir að það séu 9 ár síðan platan Beyond The Wasteland kom út hefur sveitin spilað reglulega að undanförnu og er um þessar mundir að vinna að nýrri plötu. „Við erum að vinna og semja,“ segir Jón Björn Ríharðsson trommari Brain Police. „Þetta er búið að vera erfið fæðing en platan mun koma út á þessu ári, þótt það verði okkar síðasta verk. Við tókum pásu í tvö ár frá 2009 því við fengum nóg af hver öðrum, en það var tilboð um að fara á túr um Þýskaland sem kveikti áhugann að nýju, sem við fórum í 2012,“ segir Jón Björn. „Síðan þá höfum við komið fram reglulega.“ Brain Police heldur tónleika í kvöld, föstu- dagskvöld, á skemmtistaðnum Dillon. „Við ætlum svo bara að spila sem minnst þangað til platan kemur út,“ segir Jón. „Við tökum Eistnaflug og það er eiginlega það eina. Þessi plata skal koma út fyrir jólin,“ segir Jón Björn trommuleikari Dillon. Tónleikarnir í kvöld hefj- ast klukkan 22.30. -hf  tónleikar Brain Police á Dillon Munum klára þessa plötu fyrir rest lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8 // 108 Reykjavík Sími 534 2727 // www.alparnir.is www.alparnir.is Góð gæði Betra verð ✓ ✓ 25 - 50% afsl. af skíðavörum til páska. Skíðahjálmar og bakhlífar 30 - 50% afsl. Gönguskíðabúnaður 30% afsl. Svigskíðabúnaður 30 - 40% afsl. Fjallaskíðabúnaður 25% afsl. PÁSKASPRENGJA 68 dægurmál Helgin 27.-29. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.