Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 40
40 ferðalög Helgin 27.-29. mars 2015 Nú er Noregur líka fyrir íslenska túrista F lugmiðar til Noregs eru alla jafna þeir ódýrustu sem í boði eru hér á landi en þrátt fyrir það fækkaði íslenskum ferða- mönnum í Noregi umtalsvert í fyrra. Lækkandi gengi norsku krónunnar gæti snúið þeirri þróun við. Fjöldi íslenskra innflytjenda í Noregi hefur tvöfaldast síðustu ár og eru þeir í dag ríflega átta þúsund talsins. Af blaðaskrifum að dæma eru launin hjá frændþjóðinni eitt aðal aðdráttaraflið en í íslenskum krónum eru þau mun hærri en ger- ist og gengur hér á landi. Bilið hef- ur þó minnkað síðustu misseri því norska krónan hefur misst flugið og lækkað um átta prósent í saman- burði við þá íslensku í ár. Sú breyt- ing kemur íslenskum ferðamönn- um til góða þó auðvitað sé Noregur ennþá dýr áfangastaður. Miklu færri íslenskir hótelgestir Á síðasta ári keyptu Íslendingar ríf- lega fimmtungi færri gistinætur á norskum gististöðum en árið 2013 samkvæmt tölum frá hagstofunni þar í landi. Á sama tíma fjölgaði hins vegar utanlandsferðum Íslendinga um nærri tíund. Vægi Noregs hjá íslenskum túristum dróst þar af leiðandi verulega saman í fyrra. Reyndar gæti ein ástæða þess að ís- lenskum hótelgestum fækki í Nor- egi verið sú að sífellt fleiri eiga þar í hús að venda og borgi fyrir gist- ingu með flatkökum, hangikjöti og nammi. Farið til Óslóar oftast ódýrast Mánaðarlega ber Túristi saman far- gjöld til höfuðborga Bretlands, Dan- merkur og Noregs. Trekk í trekk er farið til þeirrar norsku það lægsta en þangað fljúga Icelandair, Nor- wegian og SAS allt árið um kring. Oft bjóða félögin ferðir á vel innan við þrjátíu þúsund sem er stundum miklu minna en ódýrustu fargjöldin til London og Kaupmannahafnar. Til Bergen má einnig reglulega finna ódýra flugmiða og samkvæmt nýlegri athugun var töluvert úrval af farmiðum til þessara næstfjöl- mennstu borgar Noregs á innan við tuttugu þúsund krónur næstu vikur og fram á sumarið. Icelandair og Norwegian bjóða upp á reglu- legt flug til Bergen. Auk þess flýg- ur íslenska félagið til Stavanger og Þrándheims. Ef gengið heldur áfram að vænk- ast íslenskum ferðamönnum í hag, og fargjöld til Noregs haldast lág, gæti farið svo að Íslendingar verði í ár mun fjölmennari á þilfarinu hjá Hurtigruten, milli Hansahúsanna í Bergen og við nýja óperuhúsið í Ósló. Það eru líka teikn á lofti um að verðskrár norskra hótela eigi eftir að vera í lægri kantinum því það mun hafa dregið verulega úr heimsóknum viðskiptaferðalanga þangað það sem af er ári. Ef hugur- inn stefnir á Noreg þá lítur út fyrir að nú sé rétti tíminn til að skella sér. Á sama tíma og þúsundir Íslendinga flytja til Noregs þá fækkar íslenskum ferðamönnum þar í landi. Mynd: Terje Rakke/Nordic Life AS - Visitnorway.com Það er alla jafna mun ódýrara að fljúga til Óslóar en London og Kaupmannahafnar. Mynd: Nancy Bundt - Visitnorway.com LONDON flug f rá 9.999 kr. BERLÍN flug f rá 13.999 kr. ALICANTE, BENIDORM flug f rá 18.999 kr. KÖBEN flug f rá 9.999 kr. PARÍS flug f rá 12.999 kr. ÞÚ GETUR FLOGIÐ! KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! apr í l - jún í 2015 apr í l - jún í 2015 apr í l - maí 2015 apr í l - jún í 2015 apr í l - jún í 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.