Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 27.03.2015, Qupperneq 38
38 ferðalög Helgin 27.-29. mars 2015 Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Verð í tveggja manna herbergi kr. 98.900,- Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli. Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda. Upplýsingar í síma 588 8900 Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M) og kafhúsa. Næturlíf eins og það gerist best. Riga Lettlandi Stórfengleg borg Beint ug frá Keflavík og Akureyri 14.-17. maí Fáðu meira út úr Fríinu gerðu verðsamanburð á hótelum og bílaleigubílum á túristi.is B esta flugleiðin frá Íslandi til Kaliforníu er í gegnum Seattle eða Denver og þaðan er rúmlega tveggja tíma flug til Los Angeles. Tímamismunurinn er 8 tímar á eftir íslenskum tíma á veturna og 7 á sumrin. Það tekur því alltaf nokkra daga að jafna sig og það þarf mun meira en eina helgi til að njóta borgarinnar. Almenningssam- göngur eru ekki upp á það besta í borginni, þótt verið sé að vinna að því hörðum höndum um þessar mundir að bæta úr því og vonir standa til að á næstu árum batni þær til muna. Því er nauðsynlegt að leigja sér bíl til að ferðast um og þá skapast mögu- leiki á að keyra upp með ströndinni eftir þjóðvegi númer eitt eða fara í vínsmökkun. Hér er lítið brot af því sem hægt er að sjá og gera í borginni. Ströndin Strendurnar eru hvítar, hreinar og fallegar og sjór- inn er heitastur seinni part sumars og langt fram á haustið. Þekktustu strendurnar eru Santa Monica, Venice og Malibu og eru þetta frábærir staðir til að fara á brimbretti en það er hægt að leigja þau niður við strönd og fá kennslu. Skemmtilegt er að keyra upp með strandlengjunni og það eru miklar líkur á að höfrungar séu að leika sér í sjónum, sérstaklega á haustin. Það er líka gaman að leigja sér hjól og hjóla meðfram Venice og Santa Monica. Borg englanna Los Angeles í Kaliforníu er önnur fjölmennasta borg Banda- ríkjanna og hún er þekktust fyrir Hollywood og kvikmynda- stjörnur. Þetta er sólrík og heit borg sem stendur við ströndina og er umvafin löngum og fallegum fjallgarði og hefur upp á heilmikið að bjóða. Venice og Santa Monica Litríkt götulíf, vaxtarræktartröll, hjólabrettakúnstir, hippar og tónlist einkenna strandlífið í Venice. Þar er aldrei nein lognmolla og hefur staðurinn mikið að- dráttarafl fyrir ferðamenn. En Venice er einnig þekkt fyrir verslunargötuna Abbot Kinney og kanalana. Ab- bot Kinney þykir ein svalasta verslunargatan í Banda- ríkjunum og þar er mikið af flottum litlum verslunum og kaffihúsum og góðum veitingastöðum. Kanalarnir liggja neðan við Abbot Kinney en þeir eru vel geymt leyndarmál sem ferðamenn vita margir hverjir ekki af. Santa Monica er við hlið Venice og er þekktust fyr- ir The Pier en það er skemmtigarður með rússíbana og risastóru parísarhjóli á bryggjunni. Í Santa Monica er jafnframt að finna einu verslunargötuna í borginni sem er göngugata. Downtown Lengi vel var Downtown líflaus staður og það var helst á vinnutíma sem fólk var þar á ferðinni, en þar standa helstu háhýsi borgarinnar sem flest eru bankar og fjármálastofnanir. Það er hinsvegar að breytast og ýmislegt að gerjast á svæðinu og spennandi veitinga- staðir að opna þar og flottar verslanir. Fyrir nokkrum árum reis þar tónlistarhúsið Walt Disney Concert Hall sem Frank Gehry arktitekt hannaði og er núna heim- ili Fílharmóníusveitar L.A. Hollywood og Disneyland Helsti ferðamannastraumurinn liggur um Hollywood Boulevard framhjá Chinese Theatre þar sem handa- og fótaför frægra leikrara eru greipt í jörðina og nöfn stjarnanna er að finna á gangstéttinni. Disneyland hefur einnig mikið aðdráttarafl en þetta er fyrsti Dis- neyland skemmtigarðurinn sem Disney opnaði. Highland Park Þetta er svalasta hverfið í L.A. um þessar mundir. Hipsteranir flykkjast í hverfið og hefur húsnæðisverð hækkað. En það þýðir líka að hellingur af flottum veit- ingastöðum, verslunum og listagalleríum hafa opnað þar. Annan hvern laugardag er svokallað „art-walk“ eftir York stræti þar sem fjöldi listamanna kemur saman og selja verkin sín, setur upp danssýningar og tónleika og ýmislegt fleira sem hleypir skemmtilegu lífi í Highland Park.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.