Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 54
54 matur & vín Helgin 27.-29. mars 2015 H allgrímur Friðrik Sigurðarson hefur starfað við nánast allt sem við kemur veitingabrans-anum, allt frá uppvaski og skúringum að rekstri og starfi yfirmat- reiðslumeistara. Eftir sveinspróf hélt hann í víking til Noregs og starfaði fyrir heimsmeistarann í matreiðslu á nýjum Michelin veitings- tað hans, Oro í Osló. Við heimkomu ári seinna starfaði hann á veitingastaðnum Vox á Hilton í tæp fimm ár áður en hann hélt aftur „norður í paradís“, eins og hann kallar það, þar sem hann var yfirkokkur á Friðriki V áður en hann opnaði 1862 Nordic Bistró í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Eftir alvarlegt vélsleðaslys 2013 og langa endurhæfingu kallaði sjónvarps- stöðin N4 eftir starfskröftum hans í þáttinn Mat og menningu. Nú hefur Hall- grímur framleitt um 35 þætti alls staðar af landinu og er meira efni að vænta á næstunni. Halli kokkur situr ekki auðum höndum á milli sjónvarpsþáttagerðar- innar en með vorinu ætlar hann að opna hvorki meira né minna en þrjá nýja veitingastaði á Akureyri. Það er sem sagt nóg að gera hjá meistarakokkinum fyrir norðan. Frábært úrval 20% afsláttur af öllum kæli- og frystiskápum!!  Páskar Hallgrímur sigurðarson með leggur okkur til girnilega uPPskrift Páskalambið að norðlenskum sið Páskalambahryggur að norðan, rósamarinbakaðar kartöflur, sultað grænmeti, bakaðir konfekttómatar og villisveppasósa að hætti Hallgríms Friðriks Sigurðarsonar matreiðslu- meistara, veitingamanns og ritstjóra þáttarins Matar og menningar á sjón- varpsstöðinni N4 á Akureyri. Hallgrímur Friðrik Sigurðarson, matreiðslumeistari og sjónvarpsmaður á Akureyri, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir þætti sína á N4. Hann leggur okkur hér til girnilega uppskrift að páskalambi.  Dragið grillið út úr geymslunni og þrífið vel á laugardegi fyrir páska, farið inn og hellið öllum Páska Kalda yfir þurrkuðu sveppina og látið standa út á bekk yfir nótt. Snyrtið hrygginn vel og skerið vel af fitunni í burtu. Einnig er gaman að skera lundirnar af, úrbeina hrygginn í heilu lagi, setja lundirnar inní miðju, rúlla upp og binda eða festa með grillpinnum. Þannig fær hryggurinn og lund- irnar, besti bitinn, jafna og góða eldun. En hvort sem hryggurinn er eldaður í heilu eða úrbeinaður og uppbundinn er gott að láta hann standa úti á bekk yfir nótt áður en grillað er.  Á Páskasunnudag kveikjum við á grillinu og þegar hryggurinn er grillaður er gott að byrja með mikinn hita í ca. 10-15 mín. og minnka hann svo í u.þ.b 30 mín. Ef það er kjöthitamælir á svæðinu er æskilegur kjarnhiti á milli 50-60 gráður þegar hann er borinn fram. Passið bara að það kvikni ekki í fitunni og þakskeggi nágrannans.  Við hendum kartöflum í suðu og byrjum að dunda í villisveppasós- unni með því að sjóða sveppina í Páska Kalda vel niður. Bætum síðan rjóma út í, smá sítrónusafa og smökkum til með örlitlum sveppakrafti, hunangi, salti og pipar. Að lokum, rétt áður en sósan er borin fram er kalt smjör þeytt út í sósuna.  Á sama tíma skerum við þurrkuðu apríkósurnar í litla bita og setjum í annan pott með frosnu rabar- barabitunum (eða berjunum) frá síðasta sumri. Þegar „sultan“ okkar fer að þykkna bætum við afskornu maískorninu (ekki stöngl- inum) í pottinn ásamt salthnet- unum. Sultan er síðan smökkuð til með salti, pipar og hunangi. Ekki sakar að missa smjörklípu útí í restina.  Vatninu er hellt af kartöflunum þegar það er örlítið bit eftir í þeim og þær settar í eldfast mót. Bræddu smjöri, bragðbættu söxuðum hvítlauk, rósmarín, reyksaltinu og pipar, er síðan hellt yfir og kartöflurnar þær bakaðar í 180° heitum ofni í u.þ.b. 10 mín. áður en þær eru bornar fram.  Með kartöflum er tilvalið að setja konfekttómata í eldfast form, baða þá í repjuolíu, góðu salti, pipar og hunangi og baka í ofninum á sama tíma, eða skella á grillið. Einfalt en frábært meðlæti á diskinn. Góða skemmtun og gleðilega páska. Innkaupalistinn Páskalambahryggur fyrir 4-6  Vænn og feitur lamba- hryggur. Passið vel að hryggurinn, eins og allt annað kjöt, sé vel meyrn- aður. Fínt að geyma hann í kæli í a.m.k. eina til tvær vikur áður en á að elda.  50 g þurrkaðir villisveppir frá tínslu fjölskyldunnar síðasta haust. Einnig er að hægt að fá fyrirtaks þurrkaða sveppi í betri verslunum.  1 flaska Páska Kaldi frá Árskógssandi. Hér er einnig hægt að nota góðan kjötkraft og vatn eða jafnvel maltöl.  Hnífsoddur sveppa- kraftur. Hér má líka nota grænmetis- eða kjötkraft.  1 dl rjómi  50 g kalt smjör  Dass sítrónusafi  250 g bestu kartöflurnar frá síðustu uppskeru. Best er að geyma kartöflur með moldinni á köldum stað á milli uppskera.  100 g bráðið smjör  Handfylli ferskt saxað rósmarín  2 klípur birkireyksalt frá Saltverki, Reykjanesi. Hér má líka nota gott flögusalt.  1 hvítlauksgeiri  6-8 stk. þurrkaðar apríkósur  2 handfylli af rabar- baranum í frystinum frá síðasta sumri. Hér má líka nota hverskyns ber.  1 stk. ferskur maísstöngull  2 msk fíflahunang. Það er langbest frá vini mínum Guðmundi Helga Helgasyni, vert á Núpi í Dýrafirði og Edinborg Ísafirði. En gott hunang er einnig að finna í betri verslunum.  Handfylli af söxuðum salt- hnetum.  12 stk konfekttómatar  3 msk repjuolía. Hér má að sjálfsögðu nota hvaða bragðgóðu olíu sem er.  1 tsk Blóðbergssalt frá Saltverki, Reykjanesi. Hér má líka nota gott flögusalt.  Nokkrir hnífsoddar ný- malaður pipar  Dass þolinmæði og slatti af nennu. Aðferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.