Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 16
„Ég var oft mikið í niðurrifinu,“ segir Gussi, „en ég hef lært að hrósa sjálf- um mér.“ Fúsi, fraktskip, pólitík og fóbíur Kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára Péturssonar verður frumsýnd um helgina. Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Gunnar Jónsson og Ilmur Kristjánsdóttir sem segja vinnuna við Fúsa mjög skemmtilega. Þau ræddu við blaðamann um pólitík og fraktskip. G unnar Jónsson, eða Gussi eins og hann er kallaður segir tómt vesen að vera í aðalhlutverki, en hann hefur leik- ið í fjölmörgum myndum og sjón- varpsþáttum í gegnum tíðina. Fúsi er hans stærsta hlutverk til þessa. „Þetta er bara tómt vesen,“ segir Gussi þegar hann mætir á stað- inn. „Fólk er endalaust að hringja. Þá er nú skárra að vera statisti,“ segir hann með glotti. Gunnar er nýkominn frá Berlín þar sem hann var ásamt aðstandendum Fúsa að frumsýna myndina á kvik- myndahátíð. Hann segir viðtökurn- ar hafa verið hreint frábærar. „Það gekk alveg glimrandi og maður var klappaður upp á svið,“ segir Gussi. „Ég fékk gæsahúð á táneglurnar. Þetta er fyrsta hlutverkið mitt og vinnan var mikil. Ég var í karakter í þrjá mánuði,“ segir Gussi. „Ég var farinn að tala upp úr svefni og við mömmu sem Fúsi.“ Varstu lengi að finna Fúsann í þér? „Ég hafði góð- an tíma til þess að undirbúa mig,“ segir Gussi. „Dagur Kári hringdi í mig og sagðist vera búinn að skrifa handrit fyrir mig, og ef ég væri ekki til í að leika það, þá nennti hann ekki að gera myndina,“ segir Gussi. „Ég sagði bara já, ókei. Ég var kokkur á fraktara og var stadd- ur í Eystrasaltinu einhversstaðar og lét hann senda mér handritið. Ég las það yfir og fannst þetta nú ekki mikil saga, fannst ekkert vera að gerast og svoleiðis. Var svo með hugann smá við þetta og las það aftur og þá fór ég að sjá ýmislegt í þessu og fór svona að finna Fúsann í mér,“ segir Gussi. „Ég þurfti bara aðeins að traðka á egóinu mínu og finna þennan gaur.“ Ertu með stórt egó? „Ég er bara svona týpa sem þarf að öskra og springa út, svo ég þurfti aðeins að halda aftur af mér fyrir Fúsa.“ Um leið og Gussi sleppir orðinu kemur Ilmur Krist- jánsdóttir inn og þá getum við hafið viðtalið af alvöru. Ilmur leikur Sjöfn, vinkonu Fúsa í kvikmyndinni. „Ég er ekki búin að sjá myndina,“ segir Ilmur en um kvöldið stendur til að fara á viðhafn- arsýningu á myndinni. „Ég er smá smeyk. Ég var að horfa á „treiler- inn“ og ég á oft erfitt með að horfa á mig,“ segir Ilmur. „Ég er ekkert smeyk við myndina, bara mig. Ég þoli ekki hvernig ég tala og allskon- ar fóbíur- það fylgir. Það er örugg- lega enginn að spá í þetta nema ég,“ segir Ilmur. „Ég var oft mikið í niðurrifinu,“ segir Gussi, „en ég hef lært að hrósa sjálfum mér.“ „Maður er líka búin að læra það að vera kaldur gagnvart áliti ann- arra,“ segir Ilmur. „Skiptir mestu að vera sáttur í hjartanu og njóta þess að vinna hlutina, njóta þess að leika.“ Frábært að vinna með Degi Fúsi er tragikómísk saga og eru Ilmur og Gussi bæði þekktari fyrir að vera í gríninu en drama- tíkinni, sér í lagi þegar kemur að kvikmyndum og sjónvarpi. Ilmur hefur þó leikið allan skalann á leik- sviðinu. Þau segja samleikinn hafa verið mjög einfaldan. „Þetta var al- gerlega áreynslulaust hjá okkur,“ segir Ilmur. „Hvað grínið varðar þá er yfirleitt háalvarlegt fólk sem er að leika í gríni. Það er enginn sem er svona fyndinn heima hjá sér,“ segir Ilmur. Persónan sem Ilmur leikur, Sjöfn, er flókinn karakter að því leytinu til að hún er að glíma við andlega erfiðleika en reynir að láta lítið á þeim bera til að byrja með. Ilmur segir undirbúninginn hafa verið ákveðna leit. „Ég man þegar við vorum að leika fyrstu senurnar vorum við að leita svolítið að þess- um karakter,“ segir Ilmur. „Dagur er mjög nákvæmur leikstjóri og var mjög ákveðinn í því sem hann vildi og hætti ekki fyrr en hann varð ánægður. Mér fannst æðislegt að vinna með honum, ég hafði ekki gert það áður. Karakterarnir hans eru oft sérstakir og hann vill hafa hárréttan tón í þeim, og það er gam- an fyrir leikara,“ segir Ilmur. „Kar- akterarnir liggja í handritunum,“ segir Gussi. „Það er mjög auðvelt að sjá þessa karaktera fyrir sér í hand- ritinu.“ Tilbúinn með tösku Gussi segist ekki þekkja neinn sem er eins og Fúsi og þurfti að finna hann frá grunni, en karkter Ilmar er þó aðeins algengari. „Ég þekki alveg fólk sem er svona upp og niður,“ segir Ilmur. „Ég var þó ekki með neina sérstaka fyrirmynd, þetta er algengt vandamál. Það er mjög gaman að finna áþreifanlega hvað leikstjóri vill, eins og er í til- viki Dags Kára. Það er gott að finna fyrir því trausti sem manni er sýnt og Dagur er mjög ákveðinn en líka rosalega rólegur,“ segir Ilmur. „Átökin eru innra með karakter- unum og það er kúnst fyrir leikara að láta karakterinn húkkast á áhorf- andann.“ Ilmur er að leika í sjónvarpsþátt- unum Ófærð sem verið er að taka upp á Siglufirði, en Gunnar býst fastlega við því að fara á fleiri staði til þess að kynna Fúsa fyrir kvik- myndahúsagestum í Evrópu. „Við erum að fara í apríl til New York og svo förum við til Kaupmannahafn- ar,“ segir Gussi. „Ég á alveg eins von á því að fara á fleiri staði. Mér var bara sagt að vera tilbúinn með tösku. Annars fer ég bara á frakt- arann aftur ef mér býðst. Sjórinn kallar alltaf,“ segir Gussi. „Grunn- krafturinn í mér er sjórinn og nátt- úran, ég má ekki tapa grunnkraft- inum.“ Bundin trúnaði Ilmur tekur sæti varaborgarfull- trúa þegar tökum á Ófærð lýkur, og sest í velferðarráð Reykjavíkur- borgar fyrir Bjarta framtíð, næstu þrjú árin. Hún ætlar að prufa póli- tíkina og segir hana alltaf hafa togað aðeins í sig. „Mig langaði að prófa þetta, ég hef alltaf haft áhuga á pólitík og lengi viljað fara meira inn í hana,“ segir Ilmur. „Ég er ekk- ert viss um að þetta eigi við mig. Ég ætla að sannreyna það svo ég geti þá bara lagt pólitíkina til hlið- ar. Kannski verður þetta ógeðslega skemmtilegt og ég verð pólitíkus það sem eftir er - engin veit sína æv- ina fyrr en öll er.“ „Kannski nærðu að hafa einhver áhrif,“ segir Gussi. „Ég hef séð ágætis fólk fara þarna inn en lenda svo bara í sama drullumallinu.“ „Já, flokkshollusta flokksholl- ustunnar vegna er eitthvað sem ég forðast eins og heitan eldinn,“ segir Ilmur. „Maður þarf bara að passa sig á því að segja bara það sem manni finnst og vera heiðar- legur gagnvart sjálfum sér. Sem betur fer er það viðhorf hávært í Bjartri framtíð. En ég er allavega full af eldmóði eins og er, og von- andi næ ég að halda honum. Ég er samt oft svo utan við mig að ég mun pottþétt sóna út mörgum sinnum á löngum fundum,“ segir Ilmur. „Þá getur maður bara sagt að maður sé bundinn trúnaði,“ og þá hlær Gussi. „Ég ætla að hvíla mig aðeins á leikhúsinu í bili,“ seg- ir Ilmur. „En ég fer aftur svið ein- hverntímann.“ Kvikmyndin Fúsi verður frum- sýnd um helgina í kvikmyndahús- um. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Þetta var algerlega áreynslulaust hjá okkur, segir Ilmur um samstarfið við Gussa. Ljósmynd/Hari Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Aðalfundur BÍ 2015 BÍ-félagar eru hvattir til að mæta. Aðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 22. apríl 2015 að Síðumúla 23 kl. 20.00. Dagskrá: n Venjuleg aðalfundarstörf n Skýrslur frá starfsnefndum n Kosningar n Önnur mál 16 fréttir Helgin 27.-29. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.