Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 74
brúðkaup Helgin 27.-29. mars 20152 Við viljum gefa 2015 brúðum tækifæri á að fá brúðarkjólinn sinn endurgreiddan! Nánari upplýsingar um þátttöku má nna efst á facebook síðu okkar. Í byrjun maí verður ein heppin dregin út af þeim sem taka þátt. Hvetjum stelpur til þess að koma tímanlega í mátun. Tímabókanir eru í síma 557-6020 eða með því að senda mail á katrin@brudhjon.is. 30 ára afmælisleikur Mjóddin • S. 557-6020 • katrin@brudhjon.is. Allt sem þarf að muna Það er í ótal horn að líta þeg- ar brúðkaup er skipulagt og mikilvægt að huga að hverju smáatriði. Hér er ítarlegur gátlisti fyrir brúðhjónin. Fyrstu skrefin Búa til safnmöppu Útbúið möppu þar sem þið haldið utan um myndir og hugmyndir sem veita ykkur innblástur. Þetta er hægt að gera gera rafrænt eða notast við úrklippubók. Á netinu er til- valið að nota Pinterest, en þar er hægt að búa til möppu sem enginn sér nema notandinn. Gera kostnaðaráætlun Ágætt er að gera sér grein fyrir í upphafi hversu mikill peningur er til umráða og gera allar áætlanir út frá því. Velja dagsetningu Í upphafi getur verið gott að velja tvær dagsetningar sem koma til greina því það er margt sem þarf að bóka og þá þarf stundum að færa dagsetninguna til svo að allt gangi upp. Boðskort: Gestalisti Útbúa þarf gestalistann sem allra fyrst og gera þeim gestum viðvart tímanlega sem þurfa að ferðast langa leið. Boðskort Veljið og prentið boðs- kort með nokkurra mán- aða fyrirvara og sendið af stað ekki seinna en tveimur mánuðum fyrir brúðkaupsdaginn. Gjafir: Útbúa óskalista Flestar verslanir halda utan um óskalista fyrir brúðhjónin. Gjafaborð Taka frá borð í veislunni undir gjafir. Blóm og skreytingar: Brúðarvöndur Hann þarf að velja og panta með 2 til 4 mánaða fyrirvara. Blóm Hægt er að panta blóm í blómaversl- unum eða beint frá bónda. Skreytingar Velja þarf dúka, kerti, ljós, blóm og annað sem nota á til skreytingar á veisluborðið og í kirkjuna. Minningar: Ljósmyndari/tökumaður Bóka þarf ljósmyndara og jafnvel tökumann vilji brúðhjónin eiga upptöku af brúðkaupinu. Gestabók Gömul og góð íslensk hefð er að hafa gestabók fyrir gesti að skrifa í. Athöfnin: Finna staðsetningu Athöfnin getur farið fram í kirkju, hjá sýslumanni, í heimahúsi eða undir berum himni. Mikilvægt er þó að bóka staðinn sem fyrst og fá tilskilin leyfi ef athöfnin fer fram undir berum himni, t.d. í skrúðgarði eða í þjóðgarði. Bóka prest/sýslumann Bókið prest/sýslumann/alsherja- goða með góðum fyrirvara. Ágætt er að ræða um staðsetningu við þann sem mun gefa ykkur saman. Velja tónlist Velja þarf tónlist fyrir athöfnina og bóka tónlistarmenn. Brúðhjónin: Hringir Veljið og kaupið giftingarhringi. Hafið í huga að það getur tekið nokkra daga að sníða þá í rétta stærð. Brúðarkjóll Kjólinn er hægt að sérsauma, leigja eða kaupa. Ágætt er að byrja sem fyrst að leita að rétta kjólnum. Jakkaföt á brúðgumann Fallegt er að brúðarkjólinn og föt brúðgumans séu í sömu litapallettu. Klipping og greiðsla Bóka þarf klippingu fyrir brúð- gumann og tíma í greiðslu fyrir brúðina. Brúðurin þarf jafnframt að bóka tíma í prufugreiðslu. Förðun Bóka þarf tíma í förðun, hand- snyrtingu og annað í þeim dúr. Skór og fylgihlutir Velja og kaupa skó og fylgihluti fyrir brúðguma og brúði, t.d. skartgripi, bindi, ermahnappa o.fl. Nærföt Mikilvægt er að velja réttu nær- fötin undir brúðarkjólinn svo hann fari brúðinni sem best. Veislan: Veislusalur Gefið ykkur tíma til að kíkja á nokkra sali áður en þið bókið. Ef veislan er úti undir berum himni þarf líklega að panta veislutjald og allt tilheyrandi. Veislustjóri Góður veislustjóri sér um að skipulag veislunnar gangi vel og skipuleggur skemmtiatriði og ræðuhöld. Tónlist og skemmtiatriði Hægt er að bóka tónlistarmenn eða hljómsveitir til að halda uppi fjörinu í veislunni, eða fá plötusnúð. Gott er að byrja sem allra fyrst að setja saman lagalista fyrir veisluna. Matur Ágætt er að fara í veisluþjónustur og fá að smakka matinn áður en hann er pantaður. Ef maturinn er heimatilbúinn þarf að ákveða matseðilinn sem fyrst og gefa einhverjum það hlutverk að hafa yfirumsjón með matnum. Drykkir Ef boðið er upp á áfengi þarf að muna að bjóða upp á góða drykki handa þeim sem neyta ekki áfengis. Brúðarterta Velja þarf tertu og panta hjá bakara með a.m.k. tveggja mánaða fyrir- vara. Skipulagður og skemmtilegur veislustjóri M ikilvægt er að hafa það í huga að þegar veislu-stjórinn er valinn að hans stærsta hlutverk er að sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Margir falla í þá gryfju að velja veislustjóra bara af því að hann er fyndinn og skemmtilegur en það er ekki hans hlutverk, þó það skemmi auðvitað aldrei fyrir að hafa skemmtilegan veislustjóra. Margir velja veislustjóra sem er vinur eða í fjölskyldunni, ef sá sem er valinn hefur litla eða enga reynslu er ágæt- is hugmynd að velja tvo svo þeir geti skipt með sér verkum. Veislustjóri býður gesti velkomna og heldur þá jafnvel litla tölu, því næst kynnir hann dagskrána og sér til þess að góðu tempói sé haldið í veislunni. Hann skipuleggur ræðu- höldin og skemmtiatriðin og þurfa þeir sem hafa hug á að stíga á svið að láta hann vita við upphaf veisl- unnar. Hann raðar þá öllu þannig að það sé gott flæði á ræðuhöld- um, borðhaldi og skemmtiatriðum og sér til þess að það sé tími fyrir veislugesti að sitja saman og spjalla. Það er ágætt fyrir veislustjóra að undirbúa sig með því að kíkja á staðinn þar sem veislan er haldin og sjá til þess að þar séu allar þær græjur sem þarf að notast við, til dæmis tengingar fyrir tölvur fyr- ir myndasýningar, gott hljóðkerfi og annað í þeim dúr. Upplýsingar sem hann þar að hafa er matseð- illinn, hversu margir eru að koma og nöfn brúðhjónanna og jafnvel þeirra nánustu. Ef brúðkaupið er óvenju rólegt og nauðsynlegt að rífa upp stemmn- inguna er gott fyrir veislustjóra að hafa nokkra brandara eða skemmti- sögur á takteinunum. Hann getur grafið upp gamlar myndir af brúð- hjónunum, jafnvel fermingarmynd- ir þeirra og allra þeirra nánustu. Það er eitthvað sem mun vekja tals- verða lukku. Hann getur líka verið reiðubúinn með nokkra partíleiki sem brjóta ísinn ef á þarf að halda. Veislustjóri þarf að sjá til þess að veislan gangi snurðulaust og skipuleggja ræðu- höld og skemmtiatriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.