Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 66
TENERIFE flug f rá 19.999 kr. BARCELONA flug f rá 19.999 kr. RÓM flug f rá 18.999 kr. MÍL ANÓ flug f rá 18.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! ÚLLEN, DÚLLEN DOFF! AMSTERDAM flug f rá 12.999 kr. maí 2015 apr í l - maí 2015 maí - jú l í 2015 jún í - jú l í 2015 jún í 2015 Laufey Jónsdóttir fatahönnuður. Ljósmynd/Laura McLean  Myndlist laufey Jónsdóttir sýnir í norræna húsinu Spurningum um mannveruna velt upp Hönnuðurinn Laufey Jónsdóttir tekur á móti gestum í Norræna húsinu í tengslum við sýninguna PERSONA, í dag föstudag, en sýningunni lýkur á sunnudag. Á sýningunni kannar Laufey nýjar slóðir og teflir saman miðlum í tilraunakenndum þrívíðum klippimyndaverkum sem sýna ólíkar persónur á áhugaverðan hátt. Verkin eru byggð á persónulegum viðtölum Laufeyjar við við- fangsefni sín um ævi og minningar. l aufey Jónsdóttir sem er formaður Fatahönnunarfélags Íslands, opnaði á dögunum einkasýningu á til- raunakenndum portrettverkum í Norræna Húsinu, en sýningin stendur til 29. mars. Í verkunum gefur að líta ólíka einstaklinga út frá einstöku sjónarhorni í þrívíðum klippiverkum unnum úr mörgum lögum af ljósmyndum. Laufey er útskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og starfaði m.a. sem hönnuður hjá tísku- fyrirtækinu STEiN- UNN og yfirhönnuður fatamerkisins Blik. Hún hefur einnig gert myndskreytingar fyrir bækur, tímarit og sýningar og opnaði sína fyrstu einkasýningu á teikningum 2012. Á undanförnum árum hefur Laufey sinnt formennsku Fatahönnunarfélags Íslands og í tengslum við það tekið að sér hin ýmsu verkefni, meðal annars stjórnar- setu í Hönnunarmiðstöð Íslands og Nor- dic Fashion Association. Verkin vinnur hún úr áferðum sem sóttar eru í innri og ytri heim viðfangs- efnisins í gegnum ljósmyndun og sker út í mörgum lögum eftir teikningum. „Í gegn- um viðtölin mála viðfangsefnin í raun sína eigin mynd. Ég nýti þannig samtölin sem innblástur að áferðunum í verkunum,“ segir Laufey um sýninguna. „Mér fannst mikilvægt að hafa verkin þrívídd og í mörgum lögum til að leggja áherslu á margskiptingu persónuleik- ans og einstakar minningar sem skapa sjálfið.“ Sýningunni er ætlað að velta upp spurn- ingum um mannveruna og ímyndir í víðu samhengi með áleitnum hætti og afger- andi stílfærslu. Hún skoðar sjálfið, mann- legt eðli og minningar, hvernig sjálfið beygir og brýtur upp veruleikann. Ein- staklingarnir sem Laufey tekur fyrir sem viðfangsefni í sýningu sinni eru ólíkir innbyrðis og skapa áhugaverða heild en á sýningunni verður leitast við að skapa upplifun af því margþætta ferli að baki verkunum. Meðal viðfangsefna Laufeyjar á sýningunni eru leikstjóri, strætóbíl- stjóri, tónlistarmaður, ráðuneytisstjóri og sérfræðingur á sviði þróunarmála. Móttakan verður milli 17 og 19 í dag, föstudag í Norræna húsinu. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Sýningunni er ætlað að velta upp spurningum um mann- veruna og ímyndir í víðu sam- hengi með áleitnum hætti og afgerandi stílfærslu. Þór Tulinius og Þorsteinn Bachmann undirbúa sig fyrir frumsýningu á Endatafli eftir Samuel Beckett. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson  leiklist Verk saMuels Beckett í tJarnarBíói Safna fyrir Endataflinu Leikhópurinn Svipir frumsýnir Endatafl eftir írska Nóbelsverðlaunahafann Samuel Beckett í Tjarnarbíói hinn 1. maí næstkom- andi. Um er að ræða metnaðarfulla sýningu með flottum leikhópi sem skipaður er þeim Þorsteini Bachmann Edduverðlaunahafa, Þór Tulinius, Hörpu Arnardóttur og Stefáni Jóns- syni. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Hópurinn hefur hrint af stað söfnun á Kar- olina Fund til að fjármagna uppsetninguna. Markmiðið er að safna sex hundruð þúsund krónum og hefur ríflega hálf sú upphæð safn- ast þegar vika er til stefnu. Nánari upplýsingar um sýninguna má fá á Facebooksíðu Endatafls og á Karolina Fund. 66 menning Helgin 27.-29. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.