Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 76
brúðkaup Helgin 27.-29. mars 20154 Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum se rv ét tú r ke rt i dú ka r Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmis servéttubrot Sjá hér! Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16 Rekstrarvörur - vinna með þér Náttúruleg fegurð B rúðurin er oftast förðuð þannig að náttúruleg feg-urð hennar fái að njóta sín, en til þess að ná fram því útliti þarf að vanda til verks. Margar hverjar láta farða sig fyrir brúðkaupsdag- inn en suma brúðir kjósa að farða sig sjálfar. Markmiðið er að kalla fram náttúrulega fegurð en ekki að sýna hæfileika sína til að setja á sig farða, þannig að oft er minna meira. Hér eru nokkur góð ráð: Notaðu vatnsheldan maskara: Förðunin þarf að endast allan daginn og má búast við að tár verði felld. Þess vegna er gott að velja vatnsheldan maskara. Farði sem þolir myndatökur: Farði og/eða púður getur litið öðruvísi út á myndum en í raunveruleikanum, þannig að best er að prófa að farða þig og taka svo nokkrar myndir af þér með flassi til að finna rétta farðann. Auk þess sem gott er að muna að setja smá farða á hálsinn svo andlitið sé ekki öðruvísi á litinn. Andlitsbað nokkrum dögum áður: Ef þú ætlar að fara í andlitsmeðferð skaltu gera það með góðum fyrirvara því húðin getur verið rauð í nokkra daga á eftir. Plokkaðu augabrúnir nokkrum dögum áður. Láttu lita og plokka augabrúnir nokkrum dögum fyrir brúðkaupið því húðin getur verið rauð og upphleypt á eftir og liturinn er stundum of dökkur fyrstu tvo dagana á eftir. Slakaðu á: Streita getur valdið útbrotum á húðinni því er mikilvægt að slaka vel á. Ef það koma bólur á húðina þá er mikilvæg að láta þær eiga sig svo þær versni ekki. Auk þess er gott að sofa á hreinu koddaveri á hverri nóttu og drekka nóg af vatni og borða hollan mat svo húðin verði hrein og hraust. Brúðurinn er oftast förðuð þannig að náttúruleg fegurð hennar fái að njóta sín. Systur hönnuðu draumakjólinn Elísabet Birgisdóttir og Hilmar Ingimundarson gengu í það heilaga þann 14. mars síðastliðinn í Hafnarfjarðarkirkju. Þau létu veðrið svo sannarlega ekki stoppa sig, en kraftmesta lægð vetrarins gekk yfir landið á meðan athöfninni stóð. Þegar þau stigu út úr kirkjunni tók sólin hins vegar á móti þeim. Elísabet klæddist glæsilegum brúðarkjól sem hún hannaði ásamt systur sinni, Aðalheiði Birgisdóttur. E lísabet og Hilmar hafa ver-ið saman í 16 ár og Elísabet hefur því haft nægan tíma til að hugsa um kjólinn. „Ég hef alltaf verið svolítil laumuprinsessa í mér og hef spáð í því frá því ég var lítil hvernig brúðarkjóllinn minn ætti að vera.“ Elísabet hefur alltaf haft gam- an af flottum kjólum og þegar hún var yngri var hún staðráðin í því að klæðast kjól eins og Lea prinsessa í Star Wars á brúðkaupsdaginn. Brúðarkjóllinn styrkti systra- sambandið Systir Elísabetar er Heiða, gjarn- an kennd við Nikita, en hún hefur hannað undir því merki um árabil. „Eftir að systir mín fór að hanna föt og sauma varð það draumur minn að hún myndi einn daginn hanna á mig brúðarkjól og sauma. Þegar búið var að ákveða brúðkaupsdaginn með átta mánaða fyrirvara var það nánast þegjandi samkomulag milli okkar systra að hún myndi sauma kjólinn,“ segir Elísabet. Kjóllinn er stórglæsi- legur úr þremur mismunandi efn- um; blúndu, siffon og tjulli. Fallegt v-hálsmál er að framan og aftan og neðri parturinn er samsettur úr sjö lögum af tjulli og siffon. „Þetta er fyrsti brúðarkjóllinn sem ég geri og það var einstaklega gaman að takast á við annars konar hönnunarverk- efni en ég er vön,“ segir Heiða. Syst- urnar hönnuðu kjólinn saman en Heiða sá alfarið um saumaskapinn. „Við höfum örugglega aldrei hist svona mikið á stuttum tíma og það var gaman að taka svona stóran þátt í undirbúningnum fyrir brúðkaup- ið. Nú sakna ég þess að þurfa ekki að vera að vinna í kjólnum,“ segir Heiða. Elísabet tekur í sama streng. „Já, það var mjög skrýtin tilfinning strax daginn eftir brúðkaupið að þurfa ekki að fara í mátun til Heiðu. Ég fann fyrir ákveðnum tómleika því þetta hafði verið ansi stór hluti af undirbúningnum síðustu vikurnar.“ Aldrei lognmolla í kringum brúðhjónin Allt gekk að óskum á brúðkaups- daginn, þó svo að vangaveltur um veðrið hefðu vissulega truflað, en mesta óveðurslægð vetrarins gekk einmitt yfir landið fyrri part dags. „Við vorum búin að láta okkur dreyma um útimyndatöku í snjó, en svo skall þessi blessaða lægð á og þegar við vorum að skreyta salinn á föstudeginum var allt á floti á plan- inu fyrir framan, en Maggi og Rak- el sem sjá um salinn stóðu sig með stakri prýði og voru búin að gera ráðstafanir um að láta flytja vatnið í burtu,“ segir Elísabet, en veislan var haldin í veislusal Spretts í Kórahverf- inu í Kópavogi. „Þegar ég vaknaði svo á brúðkaupsdaginn sjálfan leist mér ekki á blikuna og hugsaði með mér hvað yrði um kjólinn, hárið og myndatökuna?“ Þegar Elísabet og Hilmar gengu hins vegar út úr kirkj- unni eftir athöfnina blasti sólin við þeim. „Þetta var í raun töfrum lík- ast. Fólk gerði nú líka grín að því að það væri aldrei lognmolla i kringum okkur og því væri þetta veður bara vel við hæfi,“ segir Elísabet og hlær. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Elísabet Birgisdóttir og Hilmar Ingi- mundarson gengu í það heilaga þann 14. mars síðastliðinn. Elísabet hannaði brúðarkjólinn ásamt Heiðu systur sinni, en hún hefur hannað undir merki Nikita um árabil. Það blés hressilega á brúð- kaupsdaginn en það kom ekki að sök, dagurinn var fullkominn í alla staði. Ljósmynd / Íris Dögg Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.