Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 42
42 ferðalög Helgin 27.-29. mars 2015 KYNNIÐ YKKUR FJÖLBREYTTA DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR Á BIOPARADIS.IS Hin fullkomna brúðkaupsferð Margir láta sig dreyma um brúðkaupsferð á suðrænni strönd þar sem pálmar blakta í vindinum á meðan aðrir sækjast eftir iðandi stórborgarlífi eða sveita- sælunni í heimahögunum. Hér eru fimm góður staðir sem tilvalið er að heim- sækja að brúðkaupi loknu. Kauai, Hawaii Kauai eyja er ein af eyjum Hawaii sem stendur við Kyrrahafið og er fullkomin staður til að slaka á í hlýju loftslagi við mikla náttúrufeg- urð. Þar er hægt að sóla sig á ströndinni og synda í heitum sjó eða læra á brimbretti. Auk þess er hægt að fara í kajakferð niður Wailua á, skoða litríka og gróðurmikla garða, fara í fjallgöngur, skoða háa fossa og Waimea gljúfur sem hefur viðurnefnið Miklagljúfur Kyrrahafs- ins. Kauai þykir með fallegri stöðum á jörðinni og er þykir henta vel til brúðkaupsferða. Bali, Indónesía Þó að einstök náttúrufegurðin dragi fólk að Balí, þá er það fyrst og fremst einstök menning og hefðir sem fær fólk til að falla fyrir þessari paradís í Indó- nesíu. Sjórinn er tær og heitur, gróðurinn er litríkur, maturinn er góður og fólkið hlýlegt og gott. Þetta er fullkominn staður til að láta streituna líða úr sér, kveikja í rómantíkinni og kynnast nýjum menningarheimi. Dubrovnik, Króatía Dubrovnik er gömul hafnarborg sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Miðaldabagur borgarinnar gerir hana einstaklega rómantíska með steini lögðum strætum, dómkirkjum og hafnarlífi. Byron lávarður kallaði borgina perlu Adríahafsins sem segir allt til um hversu rómantísk hún er. Hægt er að gleyma sér í gönguferð um gamla miðbæinn eða flatmaga á ströndinni og njóta góðs matar á fjölskyldureknum veitingastöðum. Istanbúl, Tyrklandi Istanbúl er kjörinn áfanga- staður fyrir hjón sem sækjast eftir iðandi stór- borgarlífi og hefur áhuga á sögu og menningu. Fornar og fallegar byggingar, fallegt umhverfi, litríkir götumark- aðir og einstakur matur heilla þá sem heimsækja borgina. Meðal þess sem vert er að skoða í Istanbúl er moska Ahmed soldáns sem er betur þekkt sem Bláa moskan, Hagia Sophia sem hefur bæði verið dómkirkja og moska, en er núna safn og Grand Basar sem er einn stærsti og elsti götumark- aður í heimi. Hringvegurinn, Ísland Það er ekki að ástæðulausu að Ísland er vinsæll ferðamannastaður, því landið er ein- staklega fallegt. Það getur verið afar rómantískt að aka hringveginn á húsbíl, eða með tjald í skottinu, eða einfaldlega bóka næturgistinu á einhverjum af þeim fjölmörgu sveita- hótelum sem er að finna um allt land. Ótal áhugaverðir staðir eru á leið þeirra sem aka hingveginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.