Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 58

Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 58
58 matur & vín Helgin 27.-29. mars 2015 Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita. BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins  Matur Einfalt Er að gEra sitt Eigið páskaEgg án sykurs Heimagert sykurlaust páskaegg É g fór í smá herferð á sínum tíma í að finna uppskrift góðu páskaeggi án sykurs og gerði margar tilraunir sem enduðu flestar í ruslatunnunni. Það var ekki fyrr en eftir hátt í 10 tilraunir og þegar eldhúsið var allt úti í súkku­ laði að ég fann loksins uppskrift að góðu páskaeggi sem ég deili hér í dag,“ segir Júlía Magnúsdóttir, nær­ ingar­ og lífsstílsráðgjafi Lifðu til fulls­heilsumarkþjálfunnar. Hér áður fyrr borðaði Júlía alltaf venju­ leg páskaegg með bestu lyst en fór að finna fyrir vanlíðan eftir sykur­ átið og sá hvað það gerði heilsu hennar þegar kom að þyngd, orku og jafnvægi, og fór að leita annara valkosta. „Þú græðir betri heilsu með því að búa til þitt eigið páskaegg. Þú lendir líka ekki í því eftir páskana að líða eins og þú þurfir að „byrja upp á nýtt” vegna ofáts á sykri og hátíðarmat heldur getur þú upplifað sátt, orku og vellíðan,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Græna dúndurduftið Rannsóknir hafa sýnt að neysla á Matcha grænu tei getur komið í veg fyrir ýmis algeng krabbamein, hægt á öldrun og hjálpað fólki að léttast svo fátt eitt sé nefnt. M atcha er grænt duft sem búið er til úr þurrkuðum grænum telaufum og þessvegna þykir það hollara en að drekka te sem er soð af telaufum. Til að drekka matcha er það þeytt út í heitt vatn þar til froða myndast og það getur verið gott að hella yfir það heitri froðumjólk. Önnur góð leið til að neyta Matcha er að blanda duftinu saman við hristing. Hér eru nokkar uppskriftir: Matcha og grænkál: 1 frosinn banani blanda af ananas og mangóbitum, frosnum 1 tsk Matcha duft lúka af grænkáli chia-fræ Öllu blandað saman í blandara og hellt í glas. Sáldraðu chia-fræjum yfir. Einfaldur Matcha hristingur ½ bolli hrein jógúrt 2 tsk hunang ½ bolli ísmolar 1 tsk Matcha duft Öllu blandað saman í blandara og hellt í glas. Berjamatcha: ¼ bolli af berjum af eigin vali (bláber, jarðarber, brómber) ½ bolli af hreinni jógúrt ½ bolli af ísmolum 1 tsk Matcha dufti Öllu blandað saman í blandara og hellt í glas. Drekkið strax. Sykurlaust páskaegg 60gr lífrænt ósætt kakó duft 1 bolli kakósmjör 2 msk kókosolía 4 msk stevia/etrytol duft blanda 2 tsk steviadropar 1 1/2 tsk vanilludropar 1/4 tsk salt 1. Setjið öll innihaldsefni í pott við lágan hita nema kakó duftið. Sigtið kakóduftið útí og hrærið saman með sleif. Gætið þess að brenna ekki og hrærið vel til að fá fallega súkku- laðiáferð. 2. Taktu því næst eggjaformin og settu nokkrar skeiðar af súkkulaði í formin. Þú hallar þeim til að fylla alveg útí allar hliðar með súkkulað- inu. Settu þá næst í frysti í nokkrar mínútur og endurtaktu með því að fylla í formin minnst 2-5 sinnum eftir því hvort þú vilt fá gegnheil egg eða ekki. 3. Þegar þetta er þá tilbúið getur þú bætt við málshætti inní og hollustu- fæðu af eigin vali eins og goji-berjum eða kakónibbum eins og myndin sýnir. Þá næst máttu líma eggið saman með því að nota setja súkku laði í sprautupoka og límir allan hringinn. (Ath: einnig getur þú sett eggin saman með því að skeyta formunum saman áður en þú setur í frystinn.) n Ef þú vilt að eggið bragðist meira eins og mjólkursúkkulaði getur þú bætt við nokkrum matskeiðum af rís- mjólk, möndlumjólk eða kókosmjólk. Uppskriftin inniheldur sætuefni sem hækka ekki blóðsykur og styðja við heilsu og þyngdartap. Ef þú vilt eggið sætara geturðu prófað þig áfram og bætt þá við dropa af steviu eða örlítið af kókospálmasykri eða hunangi. Júlía Magnúsdóttir, stofnandi Lifðu til fulls, segir margar konur sem hún vinnur með sem heilsumark- þjálfi tali um að þeim finnist erfitt að halda sig frá sykri. Formin fékk Júlía í versluninni Pipar og Salt í Reykjavík og eru þau til í ýmsum stærðum og gerðum. Uppskriftin dugar í annað hvort 12 lítil egg, 1 stórt páskaegg eða 2 meðalstór kanínuegg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.