Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 2
Þú finnur stjörnuspána þína
í Spádómsegginu frá Góu.
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
•
1
5
0
8
6
8
Valhúsaskóli bestur
Nemendur í 10. bekk Valhúsaskóla,
grunnskóla Seltjarnarness, voru með
hæstu meðaleinkunn í öllum samræmdu
prófunum, þ.e. íslensku, stærðfræði og
ensku. Í samanburðinum setja nemendur
skólans Seltjarnarnesbæ í fyrsta sæti 39
sveitarfélaga með skóla fyrir aldurshópinn
1.-10. bekk og skólastærð yfir 320 nemen-
dum. Útkoma nemenda skólans er talsvert
fyrir ofan meðaltalsútkomu nemenda
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í
öllum greinum. Fjórðubekkingar náðu
besta árangri sem skólinn hefur mælst
með í nokkurn tíma og nemendur í 7. bekk
sýndu umtalsverðar framfarir á milli prófa.
Fyrir utan góðan árangur í prófum hefur
líðan nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness
einnig mælst vel í mælingum Skólapúlsins
auk þess sem ánægja af lestri og hreyfingu
er meðal þess sem best gerist.
16 ára kosningaaldur
Kosningaraldurinn verður færður niður
í 16 ár nái frumvarp fjögurra þingmanna
Vinstri grænna og Samfylkingarinnar fram
að ganga.
Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Árni
Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar
ásamt þingmönnunum Kristjáni Möller
og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur lögðu
frumvarpið fram fyrir Alþingi í lok þing-
fundar þann 25. mars en markmið þess er
að styðja við lýðræðislega þátttöku ungs
fólks í kosningum og stjórnmálastarfi.
Austurríki hefur eitt Evrópuríkja stígið
það skref til fulls að færa kosningaaldur
niður í 16 ár en allnokkur ríki Suður- og
Mið-Ameríku hafa einnig er gert það. Í
greinagerð sem fylgir frumvarpinu segir
m.a.: „Með því að veita ungu fólki á
aldrinum 16–18 ára kosningarétt fær það
tækifæri til að móta líf sitt og framtíð á
sama hátt og aðrir borgarar og verður að
fullu gjaldgengt í umræðu um stjórnmál
og samfélagsmálefni.“
Útgáfa Fréttatímans
Páskablað Fréttatímans kemur út á skír-
dag, 2. apríl næstkomandi. Aukin dreifing
verður á Akureyri og á Ísafirði. Skil á
auglýsingum eru á miðvikudaginn, 1. apríl.
Fyrsta tölublað eftir páska kemur að vanda
út á föstudegi, þann 10. apríl.
Hættir sem ríkissáttasemjari
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari mun láta af stör-
fum innan tíðar. Hann sagði upp í lok síðasta mánaðar
og mun því hætta hjá embættinu í lok maí að óbreyttu.
Magnús er 67 ára og kveðst ekki hafa ákveðið hvað
hann taki sér fyrir hendur eftir starfslokin.
Bylting Allt vArð vitlAust á twitter í BrjóstAByltingunni
K onur eru einfaldlega að segja: „Hingað og ekki lengra“. Brjóst og geir-
vörtur eru líkamspartur rétt eins
og hendur eða fætur eða brjóst á
karlmönnum,“ segir Helgi Gunn-
laugsson, prófessor í félagsfræði
við Háskóla Íslands. Helgi segir afar
áhugavert að fylgjast með bylting-
unni sem kennd er við frelsun geir-
vörtunnar, #FreeTheNipple, meðal
íslenskra kvenna í gær.
Byltingin hófst í raun í umræðum
á Twitter um frelsi kvenna til að
leyfa brjóstum sínum að sjást án
þess að þau séu sett í kynferðislegt
samhengi. Verzlunaskólaneminn
Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir
birti mynd af brjóstunum sínum á
Twitter í þessu samhengi á miðviku-
dag en tók myndina út stuttu seinna
eftir að ungur karlmaður gerði lít-
ið úr henni vegna myndbirtingar-
innar. Í kjölfarið tóku skólasystur
Öddu sig til og lýstu yfir stuðningi
við hana með því að birta myndir af
sér berbrjósta. Allt þetta var gert
með tilvísuninni #FreeTheNipple
sem raunar er alþjóðlegt átak sem
hefur verið í gangi í nokkurn tíma
og meðal annarra stórstjarnan Mi-
ley Cyrus sem hefur birt myndir
af brjóstunum á sér í nafni frelsis
kvenna. Sífellt fleiri íslenskar kon-
ur og stúlkur birtu myndir af brjóst-
unum á sér á Twitter á miðvikudag
og á fimmtudag var hvatt til þess í
fjölda menntaskóla og háskóla að
frelsa geirvörtuna og stúlkur til að
mæta brjóstahaldaralausar í skól-
ann.
Bára Bryndís Viggósdótt ir
kvennaskólanemi er ein þeirra sem
tóku þátt og gekk raunar skref-
inu lengra með því að ganga ber-
brjósta niður Laugaveginn og niður
í miðbæ ásamt nokkrum skólasystr-
um sínum. „Ég er að taka þátt því
ég vil fá jafnrétti. Ég lít líka á þetta
sem baráttu gegn hefndarklámi
Konur vilja frelsi og hafa
fengið nóg að því að þær
eigi að vera í feluleik með
brjóstin á sér. Þetta segir
Helgi Gunnlaugsson, prófessor
í félagsfræði, vegna brjósta-
byltingarinnar svokölluðu sem
kennd er við #FreeTheNipple.
Nokkrar stúlkur úr Kvenna-
skólanum gengu berbrjósta
niður Laugaveginn í gær og
segir ein þeirra að þetta hafi
verið gríðarleg frelsun.
Íslenskar konur
frelsa „nippluna”
Ég er búin að
skemma það
fyrir öðrum
að þeir geti
notað myndir
af brjóstunum á
mér gegn mér
Bára Bryndís Viggósdóttir
og skólasystur hennar í
Kvennaskólanum í Reykja-
vík gengu berbrjósta niður
Laugaveginn og var þessi
mynd sem birtist á Twitter
tekin við Alþingishúsið.
Helgi Gunnlaugsson.
og ákvað líka að taka mynd af mér og setja á
Twitter. Ég er þannig búin að skemma það fyr-
ir öðrum að þeir geti notað myndir af brjóst-
unum á mér gegn mér og ég get verið frjáls
með mín brjóst,“ segir hún. Bára viðurkennir
að hún hafi í fyrstu verið eilítið stressuð, sér í
lagi þegar þær fóru berbrjósta á Laugaveginn
en það hafi sannarlega verið þess virði. „Þetta
var virkilega frelsandi og okkur leið öllum
ótrúlega vel með sjálfar okkur. Ein konan
kom meira að segja berbrjósta út í glugga og
kom svo út á götu til okkar. Það var bara ein
gömul kona sem púaði á okkur,“ segir hún.
Helgi telur að aðrar stúlkur hafi upplifað
gagnrýnina á Öddu sem gagnrýni á þær sjálf-
ar og það hafi því verið neistinn sem kveikti
bálið. „Þeim hefur eflaust fundist vegið að
þeim líka sem konum. Konur eru í samfé-
laginu settar í aðra stöðu en karlar, og þær
þurfa að passa sig að ekki sjáist í brjóstin á
þeim. Konur upplifa sig því aðþrengdari en
karlar sem mega vera berir að ofan og sýna
sín brjóst eða geirvörtur hvar sem er. Mér
finnst líka áhugavert að skoða þessa byltingu
í sögulegu samhengi því fyrir 10-20 árum var
algengt að konur væru berbrjósta í sólbaði í
sundi en það sést varla lengur. Það er því eins
og þetta frelsi þeirra hafi minnkað af einhverj-
um ástæðum,“ segir hann.
Bára segist sannfærð um að aðgerðir ís-
lenskra kvenna eigi eftir að skila árangri og
hún hlakkar til að fara á Austurvöll í sumar
„og tana brjóstin.“ Hún kveður blaðamann
síðan með orðunum: „Gleðilegan nippludag.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Stuðningur við stofnun þjóðgarðs
á miðhálendi Íslands er 61,4% sam-
kvæmt nýrri könnun sem Gallup
vann fyrir Landvernd og Náttúru-
verndarsamtök Íslands. Stuðning-
urinn hefur aukist um 5 prósentu-
stig frá sambærilegri könnun í
október 2011.
„Mér finnst þetta vera til marks
um aukinn áhuga og vilja almenn-
ings til þess að vernda hálendið,“
segir Árni Finnsson, formaður
Náttúruverndarsamtaka Íslands.
„Fólk lítur í auknum mæli á miðhá-
lendið sem auðlind sem dregur að
ferðamenn og sem við verðum að
passa mjög vel upp á, rétt eins og
við þurfum að passa upp á fiski-
miðin.“
Samkvæmt könnuninni hefur
stuðningurinn við stofnun þjóð-
garðs aukist um 5% frá sambæri-
legri könnun í október 2011. Árni
telur að aukninguna megi að ein-
hverju leiti rekja til umræðu um
ferðaþjónustuna. „Aukin umræða
um aukningu ferðamanna og um
náttúrupassa er í raun umræða um
það hvernig við ætlum að fara að
því að skipuleggja ferðaiðnaðinn
og ásókn í landið en stjórnmála-
menn virðast ekki almennilega vita
hvernig þeir ætla að gera það.“
Þeim sem eru andvígir stofnun
þjóðgarðs hefur fækkað frá því í
síðustu könnun og eru nú 12,4%
aðspurðra. Stuðningur við stofnun
þjóðgarðs á miðhálendinu er þvert
á stjórnmálaflokka. Á meðal stuðn-
ingsmanna allra stjórnamálaflokka
eru mun fleiri aðspurðra fylgjandi
stofnun þjóðgarðs en andvíg. 51% af
þeim er styðja ríkisstjórnina styðja
stofnun þjóðgarðs en 19% eru and-
víg. Stuðningur þeirra sem ekki
styðja ríkisstjórnina er 72% og 9%
eru andvíg þjóðgarði. Stærð úrtaks
var 1.418 manns og þátttökuhlutfall
var 61,8%. -hh
náttúruvernd ný Könnun sem unnin vAr fyrir lAndvernd og ní
60% vilja þjóðgarð á hálendið
Stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er þvert á stjórnmálaflokka. Á
meðal stuðningsmanna allra stjórnamálaflokka eru mun fleiri aðspurðra fylgjandi
stofnun þjóðgarðs en andvíg. Mynd/NordicPhotos/GettyImages
2 fréttir Helgin 27.-29. mars 2015