Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 36
Fortíðarþrá miðaldra manns É Ég átti samtal við æskuvini mína um daginn um uppeldi barnanna okkar. Við vorum ekki að tala um einhverja þjóðfélagslega ábyrgð eða fordómalausa hugsun. Við vorum að tala um kvikmyndir og sjón­ varpsþætti sem við ólumst upp við að horfa á, og erum með miklum sannfæringarkrafti að láta okkar börn horfa á. Svona til þess að upp­ hefja okkar eigin æsku um leið og við neitum að viðurkenna það fyrir sjálfum okkur að flestar þessar myndir standast ekki tímans tönn. Margt er skemmtilegt, annað alls ekki. Sem eru meiri vonbrigði en fólk gerir sér grein fyrir. Mín kyn­ slóð ólst upp með hetjum á borð við Michael J.Fox, Eddie Murphy, Rob Lowe og Emilio Estevez. Ég er ennþá á því að Rob Lowe beri höfuð og herðar yfir Brad Pitt í kynþokka, og Demi Moore sé sú allra flottasta. Sem segir hvað mest um hvað ég er fastur í fortíðinni. Undanfarin ár höfum við vinirnir verið að sýna börnunum okkar klassíkera eins og Back to the future trílógíuna, sem er enn skemmtileg. Star Wars, gömlu myndirnar sem hafa vakið ótrúlegustu spurningar barnanna okkar (spurningar, sem við allir höfðum ekki vitsmuni til þess að spyrja um fyrir 30 árum), og ýmsar aðrar myndir. Það sem er verst í þessu ferli er uppgötvunin að myndir, sem hafa verið sveipaðar dýrðarljóma í áranna rás og maður man hvað maður fékk sér í Stjörnu­ bíó þegar maður sá myndirnar, eru í raun drepleiðinlegar. Um daginn horfði ég á kvikmyndina Beetlejuice með syni mínum sem er á tólfta ári. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og var farinn að rifja upp allskonar móment sem ég mundi eftir áður en veislan hófst, og talaði sigur­ reifur um Michael Keaton sem fékk næstum því Óskar um daginn. Með snakk og sódavatn og óraunhæfar væntingar föðursins settumst við í sófann og komum okkur vel fyrir, og myndin hófst. Eftir 25 mínútur var hausinn á mér á einhverjum stað sem ég þekkti ekki. Allskonar endurminningar og nostalgíur voru farnar að birtast og nú voru þær í meiri móðu en áður. Var æska mín ekki eins frábær og ég hef haldið? Var Rob Lowe ekki flottur í Young­ blood? Er Duran Duran ekki besta hljómsveit allra tíma? Ég var efins, og um leið hræddur. Sonurinn horfði á Beetlejuice og stökk ekki bros, og mér fannst hún svo leiðinleg að það var eins og hún gerðist í rauntíma. Eins og Spaug­ stofan með Randveri hefði tekið Michael Keaton yfir! Við horfðum á myndina og eina sem sonurinn sagði var: „Góða nótt“. Skildi mig eftir án nokkurra spurninga, eins og ég hefði neytt hann til þess að gera ein­ hvern hræðilegan hlut. Sem betur fer því ég hafði engin svör. Bara spurningar, og nóg af þeim. Hvað er að gerast? Getur verið að ég sé að verða foreldrar mínir? Einhver miðaldra maður sem segir; „Svona var þetta nú ekki í gamla daga,“ eða „Þetta hefur aldrei verið gert svona.“ Ég trúi þessu ekki. Stuttu seinna tók ég upp þráðinn og vildi horfa á aðra mynd. Ég ætlaði ekki að gefast upp. Three Amigos var á RÚV. Ég herti upp hugann og hugsaði með mér að þessi mynd væri ein af bestu grínmyndum sem gerðar hafa verið. Ég mun endur­ heimta stoltið, og það svo um munar. Myndin hófst, og 36 klukkutím­ um síðar, að mér fannst, kláraðist hún. Vissulega var hún fyndnari en Bjöllusafinn en ekki í líkingu við vonir mínar, sem lágu mölbrotnar á stofugólfinu. Sonurinn hló að vísu aðeins meira í þetta skiptið, en ég var ekki að átta mig á því hvort það væri af góðmennsku svo niðurlæg­ ing mín væri ekki alger, eða honum hafi myndin bara verið ágæt. Þetta hefur kennt mér að það var ekki allt svona frábært á níunda áratugnum. Fyrir utan Star Wars og tónlistina. Þessi áratugur var lang­ bestur hvað það varðar. Ég ætla ekki að horfa á fleiri myndir úr æsku minni, án þess að slá stóran var­ nagla við. Nú mun ég alltaf segja við soninn: „Það getur vel verið að þér finnist þetta ekkert skemmtilegt“, og ég mun taka því með miklum fyrirvara ef hann segist finnast þessar myndir skemmtilegar. Með­ virkni með foreldrum er nefnilega mjög algeng meðal barna. Lærdómurinn er sá að hlutirnir þróast. Maður á ekki að vera með fordóma gagnvart nýjum hlutum. Nýjum kvikmyndum, nýrri tónlist eða nýjum græjum. Maður á ekki að vera fastur í einhverju sem var, því í rauninni var það ekkert eins geggjað og maður hélt. Það væri samt mjög gaman að verða vitni að því þegar sonur minn fær vonandi tækifæri til þess að upp­ lifa það sama, með sínum börnum. Ég mundi gefa mikið fyrir það að sjá svipinn á barnabörnum mínum þegar hann horfir á Hot Tub Time Machine eða 22 Jump Street með þeim. Hugsanlega endar hann kvöldið á því að skríða um stofugólf­ ið að safna saman sínum mölbrotnu minningarbrotum og segir, „Svona var þetta nú ekki á tólfta áratugn­ um.“ Ég ætla samt að halda áfram að hlusta á Duran Duran og Nik Kers­ haw. Það er allavega ekki verið að svíkja mig í þeim efnum. Ennþá. Te ik ni ng /H ar i Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Meiri sól www.gaman.is / gaman@gaman.is / Gaman Ferðir fljúga með WOW air með Gaman Ferðum! Verð á mann í tvíbýli. Tímabil: Valdar dagsetningar í apríl og maí. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir. 109.900 kr. Tenerife Costa Adeje Palace **** Frá: Verð á mann í tvíbýli. Tímabil: Valdar dagsetningar í apríl og maí. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 3 nætur með hálfu fæði og 12 kg handfarangur báðar leiðir. Alicante Hotel Kaktus Albir **** 59.900 kr.Frá: Verð á mann í tvíbýli. Tímabil: Valdar dagsetningar í maí. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir. Tenerife Las Palmeras **** 99.900 kr.Frá: Verð á mann í tvíbýli. Tímabil: Valdar dagsetningar í apríl og maí. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska báðar leiðir. Alicante / Albir Albir Playa Hotel **** 89.900 kr.Frá: 36 viðhorf Helgin 27.-29. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.