Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 12
Ó Ófremdarástand er á götum Reykjavíkur og raunar víðar á höfuðborgarsvæðinu. Sama á við um þjóðvegi víða. Djúp hjólför hafa myndast og holur eru í slitlagi sem eykur hættu á slysum og skemmir ökutæki. Tilkynningar um óhöpp hrannast upp hjá tryggingarfélögum. Félag íslenskra bif- reiðaeigenda skoraði á nýliðnu landsþingi á stjórnvöld að bregðast við með þjóðará- taki gegn niðurbroti vega. Í ályktun félagsins kom fram að sparnaður og niðurskurð- ur í viðhaldi og nýbyggingum vega væri farinn að kosta bíleigendur, fyrirtæki og samfélagið í heild verulega fjármuni. Ástandið yki mjög á hættu á slysum, meiðslum og manntjóni. „Um land allt hefur verið sparað svo í við- haldi gatna hjá ríki og sveitar- félögum undanfarin ár að stórsér á vegakerfinu. Ef fram heldur sem horfir brotna þjóðvegir niður. Kostnaðurinn við endurnýjun margfaldast ef viðhalds- leysið leiðir af sér það alvarlegt niðurbrot á yfirborðsslitlaginu að það brotnar niður og rofnar þannig að niðurbrotið nær einnig að skemma undirlagið,“ segir enn fremur. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur sam- taka iðnaðarins, talar á svipuðum nótum þar sem hann segir íbúa höfuðborgarsvæðisins séu um þessar mundir óþægilega minntir á einn helsta veikleika íslenska hagkerfisins síðustu árin, að of lítið hafi verið um fjárfest- ingar. Götur borgarinnar liggi því víða undir skemmdum enda hefði gatnakerfið illa þol- að ágang veðurs undanfarið. Ástæðan fyrir ástandinu sé öðru fremur sú að fjárfestingar hafi verið afar litlar, sérstaklega opinberar fjárfestingar í margvíslegum innviðum. Sem dæmi nefndi Bjarni að á föstu verðlagi hefðu fjárfestingar í vegum og brúm dregist saman um 65% á milli áranna 2008 og 2013 og í heild hefði opinber fjárfesting minnkað um 47% á sama tíma. Afleiðing þessa birtist nú skýrt á götum borgarinnar. Ástæðan er auðvitað, segir Bjarni, bágborinn fjárhagur opinberra aðila í kjölfar efnahagskreppunnar. Þegar skera þurfti niður hjá hinu opinbera var einkum skorið niður í framkvæmdum og viðhaldi en minni áhersla var lögð á að skera niður í margvíslegum rekstri. Þetta þýðir það, að því er fram kemur hjá hagfræð- ingnum, að hlutfall fjárfestinga sem hlutfall af landsframleiðslu er orðið hættulega lítið. Frá árinu 1990 hefur opinber fjárfesting að jafnaði verið um 4%, að undanskildum þenslu- árunum 2006-2008, en hefur hrunið síðustu ár og er nú aðeins um 2,5%. „Það hlutfall,“ segir Bjarni, „er einfaldlega hættulega lágt og veldur því að eignir okkar rýrna saman- ber ástandið á götum borgarinnar.“ Miðað við tölurnar má segja að árlega vanti 1,5% af landsframleiðslu í opinberar framkvæmdir til að sinna eðlilegri fjárfestingaþörf í inn- viðum samfélagsins. Það jafngildir um 30 milljörðum króna og er þá ekki tekið tillit til þeirrar uppsöfnuðu þarfar sem myndast hef- ur síðustu ár. „Ef ekki fer úr að rætast munu margvíslegir aðrir innviðir fara að taka á sig sömu mynd og götur Reykjavíkur,“ segir Bjarni Már Gylfason í varnaðarorðum sínum. Það er vissulega jákvætt að í borgarráði Reykjavíkur hafi verið samþykkt 250 millj- óna króna aukafjárveiting til malbikunar í borginni þannig að alls verði malbikað fyrir 690 milljónir króna – en miðað við útreikn- inga hagfræðings Samtaka iðnaðarins vegur það því miður ekki þungt. Sveitarfélögin og ríkið standa frammi fyrir rýrnandi eignum almennings, verði ekki við brugðist. Skipting vegafjár, sem til nýframkvæmda og viðhalds fer, er svo annar handleggur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vakti at- hygli á því, vegna þeirrar miklu viðhalds- þarfar sem við blasir eftir veturinn á höfuð- borgarsvæðinu öllu, að ríkið fær allar tekjur af bensín- og olíugjaldi en sveitarfélögin ekki krónu. Ríkið kemur að sönnu að gerð og við- haldi þjóðvega í þéttbýli, eins og annarra þjóðvega, en sveitarfélög eru að öðru leyti veghaldarar sveitarfélagsvega, eins og segir í vegalögum og bera af þeim kostnað. Eðlilegt er því að skoðun fari fram á rétt- látri skiptingu vegafjár. Ófremdarástand gatna- og vegakerfis Sameiginlegar eignir rýrna Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LÓABORATORíUM LÓA hjáLMTýsdÓTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Hobby sameinar nútímalegt útlit ásamt miklu notagildi. Niðurstaðan er falleg hjólhýsi að innan sem utan þar sem þér og fjölskyldu þinni líður vel. Opið um helgar frá klukkan 12 til 16 De Luxe 400 SFe 3.975.000 Prestige 560 UKF 4.995.000 Prestige 495 UL 4.595.000 Excellent 460 UFe 4.295.000 Prestige 720 UKFe 5.995.000 Excellent 560 CFe 4.995.000 12 viðhorf Helgin 27.-29. mars 2015 Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.