Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 27.03.2015, Blaðsíða 33
smáum borgum og stórum og smátt og smátt varð til það sem kalla má nútíma-ítalskt-veitingaeldhús - sem er það veitingaeldhús sem hefur breiðst hraðast út um heiminn og má finna víðast. En veitingaeldhús er ekki það sama og heimaeldhús. Réttir sem heima eru unnir úr afgöngum verða sjálfstæðari á veitingastaðnum; það sem var látið malla í potti heilan dag á hlóðunum í sveitinni þarf að útbúa eftir pöntun á fáeinum mínútum á veitingastaðnum. Það sem er flókið er einfaldað á veitingahúsum; það sem er mismunandi er staðlað; það sem er spilað eftir hendinni er form- að og fastmótað svo það megi ganga að því sem vísu. Margbreytilegur smekkur verður staðlaður; það rísa upp skólar sem segja hvernig rétt sé að sjóða pasta, hversu þykkt á að sneiða skinku og á hverskonar pasta sé rétt að raspa Parmigiano og hvert ekki. Svona umbreyting úr heimaeld- húsi yfir í opinbert eldhús hefur reyndar gengið hljóðlausar fyrir sig í flestum löndum öðrum en Ít- alíu. Þar er það jafn ómissandi hluti máltíðarinnar og brauð eða salt; að rífast um hvaða olívuolía sé best, hvort raspa eigi ost ofan á sjávar- réttapasta eða hvort bestu þurrk- uðu hrognin séu frá Sardiníu eða Sikiley. En þótt Ítalir rífist enn um þetta yfir borðum var það engu að síður svo þegar Gualtiero Marc- hesi snéri aftur heim eftir langdvöl í Frakklandi að ítalska veitingaeld- húsið var tekið að staðna; sat fast í sömu réttunum. Fátækramaturinn kringdur Komandi frá Frakklandi - landi bylt- ingarinnar - vissi Marchesi lausn- ina á þessum vanda. Hann tók því einfaldasta rétt sinna heimahaga; einskonar naglasúpu þeirra Milanó- manna; rétt sem búinn til úr því sem finna má í flestum eldhúsum - og hann eldaði hann eins vel og hann gat; af eins mikilli ástúð og hann fann hjá sér og af allri þeiri færni sem hann bjó yfir. Hann bræddi smjör á pönnu og steikti í því lauk við vægan hita. Bætti síðan við arborio-hrísgrjón- um og velti þeim uppúr smjörinu um stund. Þegar hrísgrjónin höfðu drukkið í sig smjörið hellti hann einu hvítvínsglasi á pönnuna og lét það sjóða niður. Síðan hellti hann ausu af heitu grænmetissoði á pönn- una og leyfði hrísgrjónunum að drekka það í sig áður en hann bætti við nýrri ausu - en þá af grænmetis- soði sem nokkrir þræðir af saffrani höfðu verið leystir upp í. Og svo koll af kolli; alltaf til skiptis; ein ausa af soði og önnur af soði með saffrani. Þegar hrísgrjónin voru við það að verða soðin tók Marchesi pönn- una af hellunni, kryddaði rísottó- ið til með salti og pipar og leyfði því að jafna sig aðeins undir loki. Síðan raspaði hann Grana-ost út á og blandaði saman við rísottóið og skammtaði svo á diskana. En áður en þjónarnir komu og báru þennan einfalda rétt á borð lagði Marchesi eina gullþynnu yfir risottóið á hverj- um diski. Það þarf ekki djúpt menningar- læsi til að skilja hvað Marchesi var að segja; skilaboðin voru skýr; ein- faldleikinn sigrar allt. Arfur okkar er fátækraeldhúsið. Við megum aldrei gleyma sögunni eða rótun- um. Þaðan komum við og þangað munum við aftur hverfa. Við erum ræturnar Á sama tíma og Marchesi var að senda frá sér menningarpólitísk skilaboð með rísottói stóð annar Ítali fyrir utan McDonalds-stað sem átti að opna við endann á spönsku tröppunum í Róm. Þetta var Carlo Petrini. Hann stóð þarna í hópi ítölsku intellígensíunnar að mótmæla amerískum imperíalisma sem birtist ekki bara í ofbeldi gagn- vart smærri þjóðum; heldur ekki siður í fjöldaframleiddri menningu eða ómenningu sem var steypt yfir heimsbyggðina í krafti auðs og áhrifa. Petrini og félagar suðu spag- hetti fyrir utan McDonalds og buðu fólki. Ekki svíkja okkar eigin menn- ingu fyrir bragðlausan hamborgara, sögðu þau við þá sem stöldruðu við. En því miður voru flest þeirra sem þáðu ókeypis spaghetti túristar sem skyldu ekki orð í ítölsku og höfðu enga innsýn inn í þessi menning- arlegu meginlönd sem þarna laust saman. En þar sem Petrini stóð og starði á McDonsalds-skilti laust niður í honum hugsun: Hvað í veröldinni er ég að gera? hugsaði hann. Hér stend ég, gamli kommúnistinn og gáfumaðurinn og skilgreini mig sem EKKI-McDonalds? Hvað er aumara en það? Það er þó skárra að vera McDonalds sjálfur en ekki- McDonalds! Petrini lagði því frá sér ausuna og fór heim. McDonalds-staðurinn við spönsku tröppurnar opnaði og var sá fyrsti í heiminum sem bauð upp á spaghetti auk hamborgara. En Petr- ini skrifaði útlistun á því hver hann var án þess að nota orðið EKKI. Hann var ekki EKKI-fast food held- ur var hann slow food; og í því fólst að borða mat sem var árstíðarbund- inn og svæðisbundinn; tengdur sögu menningar okkar og fjölskyldu; mat sem var búinn til með aðferðum sem við lærðum af foreldrum okkar og ömmum og öfum og kenndum börn- um okkar og barnabörnum. Matur sem er ekki fóður fyrir líkamann heldur andagift og menningarleg geymd; sögur, ljóð, glens og gaman, sorg og svekkelsi - hvaðeina sem kemur til okkar úr sögunni og við berum áfram inn í framtíðina. Mislesin skilaboð Þessi voru skilaboðin sem gullið á diskum gesta Landsbankamanna í Mílanó haustið 2007 vildu koma áfram. Verið trú hinu einfalda og hljóðláta. Haldið ykkur við hefðirn- ar. Ekki gleyma upprunanum. Því miður misfórust þessi skila- boð á leiðinni til Íslands. Í stað þess að segja sögu af nauðsyn þess að hlúa að rótunum urðu þau að tákn- mynd rótleysis, kúltúrleysis og heimsku hinna nýríku. Sorglegt. Það er síðan mikill misskilningur að risotto zafferano e foglia d’oro sé dýr réttur. Það má kaupa 25 þynnur á 43 dollara a Amazon eða um 230 krónur stykkið. Þegar Landsbanka- menn borðuðu risottóið sitt í Mílanó var krónan miklu sterkari svo gull- þynnan hefur vart kostað meira en 100 krónur á þáverandi gengi. Það eru mörg hráefni dýrari en þetta; það er meira að segja hugsanlegt að saffranið sem fór í réttinn hafi kostað meira en gullið. Það er heldur ekki svo óalgengt að gull sé notað í mat. Það er út- breiddur siður á Indlandi að skreyta mat með gulli og alsiða í konfekt- gerð. Það er meira að segja hægt að kaupa vodka með gullþynnum út í. HÆG UPPÁHELLING BÝR TIL GÓÐAR STUNDIR – svona gerirðu betra kaffi 1 3Settu kaffipoka í trektina. 2 Mældu sléttfulla matskeið í pokann fyrir hvern bolla eða 6-7 g á 1,5 dl. Örlítið meira ef þú vilt hafa kaffið sterkt. Bíddu augnablik eftir að vatnið er búið að sjóða – best er að hitastigið sé u.þ.b. 93°C. Helltu dálitlu vatni yfir kaffið, rétt til að bleyta upp í því. 4 Haltu áfram að hella vatninu smám saman þar til kaffið er tilbúið. Rautt Merrild er miðlungsbrennt sígillt kaffi, fullkomið og bragðmikið. Miðlungs- brennsla þýðir að baunir eru ristaðar þar til þær fá ljósbrúnana lit, ljúfan og jafnan keim og notalegan ilm. Miðlungsbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum E N N E M M / S IA • N M 6 72 54 matartíminn 33 Helgin 27.-29. mars 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.