Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 01.05.2015, Qupperneq 2
BARA KLASSÍK. STUNDUM VILL MAÐUR ÞÁ ER TÍMI FYRIR SÍGILT SÚKKULAÐI. TÍMI FYRIR Uppboð til styrktar börnum með sjaldgæfa sjúkdóma Listamenn gefa verk fyrir milljónir króna til styrktar börnum með sjaldgæfa, alvarlega sjúkdóma á uppboð Leiðarljóss sem fer fram í Gamla bíói næstkomandi sunnudag, 3. maí, klukkan 14. Um er að ræða 75 lista- verk eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar, sem allir hafa gefið verk sín til styrktar Leiðarljósi, stuðningsmiðstöð fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma. Landssöfnun fór fram á RÚV haustið 2012 á vegum samtakanna Á allra vörum og í kjölfarið var stuðnings- miðstöðin Leiðarljós opnuð. Forstöðukona er Bára Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í barnahjúkrun, en hjá stöðinni starfa 3 hjúkrunarfræðingar og einn þroskaþjálfi. Reiknað með 3,8% hagvexti í ár Hagstofa Íslands reiknar með því, sam- kvæmt nýrri þjóðhagsspá, að þjóðarfram- leiðsla aukist um 3,8% á yfirstandandi ári og 3,2% árið 2016. Reiknað er með að verðbólga verði 1,7% árið 2015 en aukist nokkuð á næstunni og hún verði um 3% árið 2016 en lækki í 2,5% í lok spátímans. Ættleiðingarsamningur við Búlgaríu Ólöf Nordal innanríkisráðherra veitti Íslenskri ættleiðingu fyrr í vikunni lög- gildingu til þess að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Búlgaríu, en löggildingin er veitt til þriggja ára, að því er fram kemur á síðu ráðuneytisins. Þá hafa innanríkisráðuneytið og Íslensk ætt- leiðing endurnýjað þjónustusamning sem gildir til ársloka 2017. Hann kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem því tengist. „Fyrstukaupendum“ fjölgar Hlutfall þeirra sem kaupa sér íbúðarhúsnæði í fyrsta sinn af heildarfjölda íbúðakaup- enda á landinu öllu hefur hækkað úr rúmum 7,5% árið 2009 í 17,8% árið 2014. Tölur það sem af er þessu ári benda til þess að hlutfall „fyrstukaupenda“ haldi áfram að hækka, að því er fram kemur á síðu velferðarráðuneytisins. „Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra óskaði eftir samantekt upplýsinga frá Þjóðskrá um kaupsamninga vegna íbúðakaupa á landinu öllu og hlutfall kaupsamninga þeirra sem voru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti af heildinni. Upplýsingarnar taka til áranna 2008 – 2015 og eru sundurgreindar eftir landsvæðum. Þróunin er alls staðar svipuð. Íbúðakaupendum fjölgar ár frá ári og jafnframt hækkar stöðugt hlutfall þeirra af hópnum sem eru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti,“ segir enn fremur. Árið 2009 voru kaupsamningar á landinu öllu tæplega 6.000 og hlutfall „fyrstukaupenda“ um 7,5%. Árið 2014 voru kaupsamningar samtals um 11.500 og þar af var hlutfall þeirra sem voru að kaupa sér íbúð í fyrsta skipti 17,8%.  Vinnudeilur Verkfall Bandalags háskólamenntaðra Krabbameinsdeild hangir á bláþræði l æknaverkfallið var slæmt en munurinn á því og þessu verkfalli er að þá voru verk- föllin tímabundin svo það var hægt að vinna í kringum þau,“ segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirmaður krabbameinslækninga Landspítalans, en nú hefur verkfall starfsmanna Bandalags háskóla- menntaðra staðið yfir frá 7. apríl og geislafræðingar, náttúrufræðingar og lífeindafræðingar Landspítalans því verið í verkfalli í 24 daga. „Þeg- ar á læknaverkfallinu stóð sóttum við hér á krabbameinsdeildinni um undanþágur til að tryggja að ekki yrðu rof á meðferð. Núna veit maður ekki neitt og það er erfitt að plana því það eru engin vopnahlé.“ Tafir og stöðvanir á krabba- meinsmeðferðum Gunnar Bjarni segir afköst í geisla- meðferðum hafa minnkað um 50% síðan verkfallið hófst svo nauð- synlegt sé að forgangsraða. Þeir sem séu í bráðri þörf gangi fyrir á meðan aðrir verði að bíða. „Í þess- ari viku voru um 30 einstaklingar þar sem meðferð hafði tafðist en nú er sem betur fer búið að sam- þykkja undanþágu svo hægt verði að vinna með þann biðlista. Þar að auki liggur mest allt eftirlit með krabbameinsgreindum sem hafa lokið meðferð niðri því þeir ein- staklingar eru ekki settir í forgang. Við reynum að tryggja að ekki verði rof í meðferð sjúklinganna en það hefur gerst núna nokkrum sinnum að myndgreining hafi ekki verið kláruð á réttum tíma sem veldur þá truflun á lyfjameðferð eða frestun á meðferð. Svo eru það áhrifin á legu- deildina þar sem veikustu krabba- meinssjúklingarnir liggja. Þar hafa orðið tafir á myndgreiningarann- sóknum og blóðrannsóknum og það sama gildir um sjúklinga á göngu- deildum þar sem eru tafir á blóð- rannsóknum. Það eru bara marg- þátta truflanir á öllum sviðum,“ segir Gunnar Bjarni. Óviðunandi og hættulegt ástand Gunnar Bjarni segir röskun á með- ferð og rannsóknum ekki einung- is hafa bein áhrif á meðferð sjúk- linganna heldur hafi hún líka mikil áhrif á sálarlíf fólks. „Stóra málið er það að fólk sem er viðkvæmt fyrir Verkfall geislafræðinga, náttúrufræðinga og lífeindafræðinga hefur nú staðið í 24 daga og áhrifin eru margvísleg á öllum deildum Landspítalans. Áhrifin eru einna mest á krabbameinsdeild þar sem meðferð sjúklinga raskast, auk þess sem mikilvægum myndatökum og blóðrannsóknum hefur verið frestað. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirmaður krabbameinslækninga á Landspítal- anum, segir að álagið sé ekki minna en í læknaverkfallinu, ástandið sé hættulegt og sjúklingar upplifi óvissu. Allt hangi á bláþræði. þarf að upplifa aukið álag, óvissu og streitu. Þetta er algjörlega óvið- unandi ástand sem hefur nú staðið yfir í heilar þrjár vikur. Þjónusta við sjúklinga hefur verið skorin niður og það er ekki eins og þetta sé óþarfa þjónusta. Við reynum að sinna þeim veikustu en það hangir hér allt á bláþræði, þetta er mjög hættulegt ástand.“ Upp hefur komið umræða innan Landspítalans um að haldi verkfall- ið mikið lengur áfram þurfi jafnvel að grípa til þess ráðs að senda sjúk- linga út í geislameðferðir. Gunnar Bjarni segir það vera allra síðustu úrræði. „Það kæmi til greina, en að senda sjúklinga út, annaðhvort til greiningar eða meðferðar, er mjög flókið. Það er heilmikið álag fyrir veikt fólk að þurfa að ferðast og vera fjarri sínum nánustu. Við vonum að ekki þurfi að koma til þess.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Verkfall geislafræðinga, lífeindafræðinga og náttúrufræðinga setur starfsemi krabbameinsdeildar úr skorðum. Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirmaður krabba- meinslækninga, segir ástandið orðið hættulegt. Áhrif þessa verkfalls séu ekki minni en af verkfalli lækna. Aðrir félagsmenn BHM í verkfalli: n Ljósmæðrafélag Íslands hjá Land- spítala. n Ljósmæðrafélag Íslands hjá Sjúkra- húsinu Akureyri. n Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslu- manninum á höfuðborgarsvæðinu. n Dýralæknafélag Íslands. n Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun. n Stéttarfélag háskólamanna á mat- væla- og næringarsviði á Matvæla- stofnun. n Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins.  starfsgreinasamBandið Verkfallsaðgerðir hófust í gær Samningafundur skilaði engu Verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambands Íslands hófust í gær, fimmtudag. Verkfallið stóð yfir í hálfan sólarhring, frá hádegi til miðnættis. Ekki náðist að semja á samningafundi SGS og Sam- taka atvinnulífsins í gærmorgun. „Fundurinn var mjög stuttur,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. „Það var verið að leggja línurnar og fólk að skýra hvað það væri að hugsa en fundurinn skilaði engu. Bilið er jafn breitt eftir fundinn eins og það var fyrir hann. Næsti fundur er á þriðjudaginn og maður vill alltaf vona þegar fólk sest niður og ræðir málin en ég hef ekki miklar væntingar. Þetta virðist vera mjög erfið staða.“ Náist ekki að semja munu taka við regluleg sólar- hringsverkföll þar til ótímabundið verkfall hefst 26. maí. Um 42% félaga í SGS starfa á matvælasviði en 32% eru í þjónustugreinum. Aðrir hópar eru í bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnaði og farar- tækja- og flutningsgreinum. Aðalkrafa félagsmanna er að laun taki krónutöluhækkunum og miðað sé við að lægsti taxti verði þrjú hundruð þúsund krónur innan þriggja ára en þeirri kröfu hafa Sam- tök atvinnulífsins hafnað. Aðrar kröfur sambands- ins eru að launataflan verði löguð þannig að fólk njóti þess að hafa unnið lengur eða sótt sér fræðslu og menntun, að laun hækki sérstaklega í útflutn- ingsgeiranum, að vaktaálög verði endurskoðuð og fyrirtæki þurfi að uppfylla kröfur til að mega greiða eftir vaktaálagi en ekki dagvinnu og yfirvinnu og að desember- og orlofsbætur hækki. -hh Um 42% félaga í SGS starfa á matvælasviði en 32% eru í þjónustugreinum. Aðrir hópar eru í byggingar- starfsemi og mannvirkjagerð, iðnaði og farartækja- og flutningsgreinum. Um 42% félaga í SGS starfa á matvælasviði en 32% eru í þjónustugreinum. Aðrir hópar eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, iðnaði og farartækja- og flutningsgrein- um. Aðalkrafa félagsmanna er að laun taki krónutöluhækk- unum og miðað sé við að lægsti taxti verði 300.000 krónur. 2 fréttir Helgin 1.-3. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.