Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 6

Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 6
Ég leitaði mér sálfræði- aðstoðar eftir að vera lagður í ein- elti af bæjar- stjóranum. Forsvarsmenn Fossavatnsgöng- unnar á Ísafirði eru með í skoðun að leigja skemmtiferðaskip á næsta ári til að auka gistirými í bænum vegna hinnar árlegu skíðagöngu, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. „Ef áætlanir ganga eftir verða enn fleiri þátttakendur á næsta ári en fjöldinn í ár tvöfald- aðist frá því fyrra og í dag eru 640 keppendur skráðir til leiks og mik- il þörf á auknu gistiplássi, stækki gangan enn frekar,” segir á vefnum. Fossavatnsgangan í ár verður hald- in á morgun, laugardag, en keppt er í 10, 25 og 50 kílómetra göngu. „Við erum með klærnar úti og viljum skoða nánar að leigja skip en við höfum ekki haft erindi sem erf- iði ennþá, enda nóg að við að vera þegar nokkrir dagar eru í gönguna,“ segir Daníel Jakobsson, formaður Fossavatnsgöngunnar, enn fremur. Daníel er hótelstjóri á Hótel Ísa- firði. Fram kom hjá honum að í mörg horn væri að líta, ekki síst vegna verkfalls Verkalýðsfélags Vestfirðinga í gær, fimmtudag, þeg- ar hvað flestir gesta voru að skrá sig inn á hótel. „Við fjölskyldan megum standa vaktina,“ sagði hann í viðtali við vefmiðilinn, „og kokkarnir eru ekki að fara í verkfall svo þetta mun bjargast.“  Fossavatnsgangan vinsæl skíðaganga á ísaFirði Skemmtiferðaskip fyrir skíðagöngumenn? Fossavatnsgangan í fyrra. Þátttakendur í ár eru 640. Mynd/Fossavatn.com  Uppsögn ÓlaFUr Melsted segir bæjarstjÓra haFa lagt sig í einelti Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu Seltjarnarnesbæjar Yfirmatsmenn sem fulltrúar Seltjarnarnesbæjar kölluðu til í dómsmáli gegn bæjarfélaginu komust að því að Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri hafi ekki brugðist með viðeigandi hætti við vanlíðan Ólafs Melsted, fyrr- verandi framkvæmdastjóra, hjá bæjarfélaginu. Undirmatsmenn höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að Ásgerður hafi lagt Ólaf í einelti. Að mati innanríkisráðuneytisins var uppsögn Ólafs hjá Seltjarnarnesbæ ólög- mæt en hún kom til eftir að hann kvartaði undan einelti bæjarstjóra. h éraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfu Seltjarn-arnesbæjar í skaðabótamáli Ólafs Melsted, fyrrverandi framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnes- bæjar, gegn bæjarfélaginu. Í fyrirtöku sem fram fer þann 20. maí verður farið yfir vitna- lista beggja málsaðila en aðalmeðferð fer væntanlega fram í desember. „Ég leitaði mér sálfræðiaðstoðar árið 2009 eftir að vera lagður í einelti á vinnustað af bæjar- stjóra Seltjarnarnesbæjar og ég fer enn í viðtöl. Það er ótrúlegt hvað svona mál taka af manni mikinn toll,“ segir Ólafur. Staða Ólafs hjá Seltjarnarnesbæ var lögð niður og honum sagt upp árið 2010 en hann hafði áður kvartað undan einelti af hálfu bæjarstjóra. Innanríkisráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2012 að uppsögn- in hafi verið ólögmæt en meirihluti bæjar- stjórnar neitaði að bregðast við og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að hann telji sig hafa fylgt lögum og reglum. Ólafur ákvað í framhaldi af þessu að höfða skaðabótamál. Í dómsmáli sem Ólafur höfðaði gegn Seltjarnarnesbæ árið 2012 voru kallaðir til matsmenn sem komust að þeirri niður- stöðu að bæjarstjórinn, Ásgerður Halldórs- dóttur, hafi lagt Ólaf í einelti á vinnustað. Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar kölluðu síðan til yfirmatsmenn, þrjá sálfræðinga og einn geðlækni, sem skiluðu áliti sínu á síðasta ári sem ekki var kveðið jafn skýrt að orði en þó svo að Ásgerður hafi ekki brugðist við vanlíðan Ólafs á vinnustað með viðeigandi hætti. Við aðalmeðferð þurfa þeir að skýra þetta nánar en alls hafa komið tíu læknar og sálfræðingar að málinu. Mikil fjölmiðlaumfjöllun um málið á ár- unum 2012 og 2013 en Ólafur segist síðan hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að tala ekki við fjölmiðla. „Þetta mál hefur reynt mikið á mig og umfjöllunin varð til þess að ég átti erfitt með að fá vinnu. Ég er nú loks kominn í góða vinnu þar sem vel var tekið á móti mér og ég fæst við spennandi verk- efni á hverjum degi með góðu samstarfs- fólki,“ segir hann. „Ég hef notað þessi ár í að byggja mig upp og sækja mér enn meiri menntun. Það er ákveðinn áfanga- sigur að vera kominn í vinnu á ný þó það hafi vissulega verið erfitt fyrstu mánuðina. Þegar ég starfaði hjá Seltjarnarnesbæ var ég farinn að vakna upp um miðjar nætur af kvíða fyrir vinnudeginum. Þetta er í fyrsta sinn í lengri tíma sem ég tala við blaðamann og ég er bjartsýnn á framhaldið. Ef ég hefði vitað í upphafi hvað þetta yrði umfangs- mikið mál er ég ekki viss um að ég hefði lagt í þetta en nú þegar ég er langt kom- inn þýðir ekkert annað en að halda áfram. Réttlætiskennd minni var einfaldlega mis- boðið,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ás- gerð- ur Halldórs- dóttir tók við sem bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar sumarið 2009. Ólafur Melsted hefur í á þriðja ár staðið í málarekstri gegn Sel- tjarnarnesbæ vegna þess sem hann, og innanríkisráðuneytið, telja ólögmæta uppsögn. Mynd/Hari 6 fréttir Helgin 1.-3. maí 2015 – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM* OPIÐ Í DAG 1. MAÍ FRÁ KL. 1000 TIL 2000 *Nema af vörum frá IITTALA og SKOVBY sem eru með 15% afslætti.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.