Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Side 12

Fréttatíminn - 01.05.2015, Side 12
-Leiðarljós að réttlátu samfélagi Frelsi! Jafnrétti! Systralag! Sýnum stuðning við kröfur verkalýðshreyfingarinnar. Mætum á opinn fund í iðnó þann 1. maí milli 15 og 18. dagur. Þarna lést fjöldi fólks sem hafði vonir og framtíðarplön. Fyrir mig var þetta djúpstæð vakning. Ég var fastur í sama farinu og fann að ég yrði að gera breytingar á lífi mínu. Daginn eftir mætti ég í vinn- una og teiknaði nánast alla bókina um svarta hundinn á einu síðdegi. Það leið hins vegar langur tími þangað til ég sýndi fólki það sem ég hafði verið að gera,“ segir Jo- hnstone. Margfaldur metsöluhöfundur Hann notaði reynslu sína af auglýs- ingastofunni til að koma skilaboð- unum um þunglyndi til skila á sem áhrifaríkastan hátt og gerði það meðvitað að láta myndirnar tala sínu máli frekar en að hafa mikinn texta. „Fyrst þegar ég sýndi fólki þetta sögðu sumir vin- ir mínir jafnvel að ég ætti alls ekki að gefa þetta út því það gæti skemmt ímynd mína. Lengi vel hélt ég það sama, ég hélt í ein- hverja karlmennskuímynd og stolt. Seinna þegar ég kom aftur til Ástralíu benti félagi minn mér á að tala við stofnanda The Black Dog Institute og honum leist mjög v e l á bókina,“ segir hann. Bókin kom fyrst út í Ástralíu árið 2005 en hefur síðan komið út í yfir 20 lönd- um og notið mikilla vinsælda. Joh- stone hefur síðan gefið út fjölda bóka, meðal annars „Living with a black dog“ sem er ætluð aðstand- endum þeirra sem þjást af þung- lyndi, „Capturing mindfulness“ sem fjallar um núvitund og nýjust er bók um þrautseigju – „The little big book of resilience“ – en í heim- sókn sinni til Íslands verður hann einnig með fyrirlestur um seiglu á Kex Hostel kl. 11 þann 9. maí. Johnstone hefur haldið fyrirlestra víða um heim og segir það hafa gef- ið sér mikið að heyra hversu sterkt bókin talar til fólks og hefur hann oft fengið að heyra að bókin lýsi ná- kvæmlega reynslu fólks með þung- lyndi. „Og eins mikið og það gleð- ur mig þá hryggir það mig líka að heyra hversu gríðarlega margir það eru sem eru óhamingju- samir og líður illa. Ég vona að þessi bók verði fólki hvatning til að fá aðstoð. Ég veit að mitt líf er mun betra eftir að ég talaði opinskátt um mitt þung- lyndi. Sannleikurinn frelsar okkur,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is „Svarti hundurinn er raunveru- legur“ er yfirskrift málþings um þunglyndi sem Geðhjálp stendur fyrir í tilefni af útkomu bókar- innar „Ég átti svartan hund“ í ís- lenskri þýðingu. Þetta er í fyrsta skipti sem Geðhjálp gefur út bók og er það mögulegt vegna frum- kvæðis og fjárhagslegs stuðnings íslensks athafnamanns og áhuga- manns um geðheilbrigði. Fundarstjóri verður Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hún leggur áherslu á nauðsyn þess að vinna gegn þunglyndi en Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin (WHO) hefur gefið út að 1 af hverjum 15 Evr- ópubúum þjáist af þunglyndi og hlutfallið fari upp í 4 af hverjum 15 þegar allar gerðir þunglyndis og kvíða séu taldar með. Að jafn- aði þjást 350 milljónir manna af þunglyndi í heiminum öllum. Ein milljón manna er talin taka líf sitt í tengslum við þunglyndi á hverju einasta ári. Þunglyndi fer sífellt vaxandi og stefnir í að verða ann- ar útbreiddasti heilsufarsvandi í heiminum árið 2020. Málþingið verður haldið á Hótel Reykjavík Natura miðvikudaginn 6. maí frá klukkan 14-17 og er að- gangur ókeypis en tilkynna þarf fyrirfram um þátttöku þátttöku í gegnum netfangið verkefnis- stjori@gedhjalp.is. Auk Johnstone verða með erindi Hrannar Jóns- son, formaður Geðhjálpar og Kara Ásdís Kristinsdóttir, verkefnis- stjóri hjá Geðhjálp, sem segja frá persónulegri reynslu af þunglyndi en Kara fæddist í karlkyns líkama og hefur gengið í gegn um kyn- leiðréttingarferli. Þá áritar Jo- hnstone bækur í lokin, auk þess sem Magga Stína flytur lög eftir Megas. - eh Alvarleg heilsufarsógn É g vann nánast alla bókina á einu síðdegi en hélt henni síðan fyrir mig í rúm fjögur ár því ég þorði ekki að láta gefa hana út. Ég var hræddur við viðbrögð annarra við því að ég glímdi við þunglyndi,“ segir rithöfundurinn og teiknarinn Michael Johnstone, höfundur alþjóðlegrar metsölu- bókar um þunglyndi sem er vænt- anleg í íslenskri þýðingu: „Ég átti svartan hund“. Bókin samanstendur að mestu af teikningum Johnstone og er hún afar ólík öðrum bókum um þunglyndi. Raunar segir Óttar Guðmundsson geðlæknir um hana: „Venjulega fyllist maður þunglyndi við að lesa bækur um efnið. Þessi bók stekkur þunglyndinu á brott með skemmtilegri framsetningu. Hún fræðir og læknar.“ Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, háði erfiða glímu við þunglyndi og er líkingin við svartan hund rakin til hans. Johnstone er væntanlegur til landsins í næstu viku og heldur hann erindi á ráðstefnu Geðhjálp- ar sem haldin er í tilefni af útkomu bókarinnar, þann 6. maí. „Ég er mjög spenntur og þetta verður í fyrsta skipti sem ég kem til Ís- lands,“ segir Johnstone í símavið- tali við blaðamann Fréttatímans, eldsnemma að morgni sem þó er að kvöldi hjá Johnstone sem er ástr- alskur og búsettur í Ástralíu þar sem hann starfar hjá The Black Dog Institute sem sérhæfir sig í rann- sóknum og meðferð vegna þung- lyndis. Faldi vanlíðanina Þegar hann var yngri bjó hann hins vegar í New York í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði sem skapandi stjórnandi á auglýsingastofu. „Ég var satt að segja mjög óhamingju- samur. Ég einhvern veginn tróð marvaðann og lokaði tilfinningar mínar af. Ég hugsaði illa um sjálf- an mig, neytti áfengis og fíkniefna. Svarti hundur- inn þunglyndi Alþjóðlega metsölubókin „Ég átti svartan hund“ er væntanleg í íslenskri þýðingu og stendur Geðhjálp fyrir sérstöku mál- þingi í tilefni af útkomu hennar. Höfundurinn, Michael Jo- hnstone, þjáðist lengi af þunglyndi en óttaðist að tala um það af hræðslu við fordæmingu annarra. Hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 í Bandaríkjunum breyttu viðhorfi hans til lífsins og ákvað hann þá að vinna í sínum málum. Þunglyndi fer sífellt vaxandi og stefnir í að verða annar útbreiddasti heilsufarsvandi í heiminum árið 2020. Sama hvað ástandið verður slæmt er langmikilvægast að gleyma því aldrei … Mynd eftir Michael Johnstone úr bókinni „Ég átti svartan hund” sem fjallar á áhrifaríkan hátt um þunglyndi. Michael Jo- hnstone hefur haldið fyrir- lestra víða um heim og segir það hafa gefið sér mikið að heyra hversu sterkt bókin talar til fólks. Neyslan var aldrei mikil en þetta var mín flóttaleið. Ég var þrjóskur, hrokafullur og fannst ég ekki þurfa neina hjálp. Daginn sem árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana, 11. september 2001, breyttist allt og ég fór að líta lífið öðrum augum. Kvöldið áður höfðum við nokkrir Ástralir kynnst stelpu frá Ástralíu í partíi. Okkur kom vel saman, hún sagði okkur frá því að hún væri að fara að gifta sig og var mjög spennt fyrir framtíðinni. Hún var á fundi á efstu hæðinni í öðrum turninum þegar árásirnar voru og hún lést. Allir þekktu einhvern sem dó í árásunum. Þetta var hræðilegur 12 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.