Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Side 18

Fréttatíminn - 01.05.2015, Side 18
www.n1.is facebook.com/enneinn ÍSLE N SK A /SIA .IS E N N 73994 04/15 Hjólbarðaþjónusta N1: Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægissíðu 440-1320 Langatanga, Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi, Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut, Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut, Akranesi 440-1394 Opið mánudaga-föstudaga kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is/dekk Bíleigendur vita að gott jarðsamband er lykillinn að góðu ferðalagi. Aktu inn í sumarið á nýjum dekkjum frá Hjólbarðaþjónustu N1. Þú færð réttu sumardekkin hjá okkur hjá Jóni Atla. Þegar hann var drengur var pabbi hans á sjónum á sumrin. Fjölskyld- an hlustaði á alla óska- og dægurlaga- þætti sem þá voru á dagskrá og sendi honum gjarnan kveðju með óskalögum í útvarpinu. „Við áttum ekki plötuspil- ara heldur hlustaði ég Ríkisútvarpið og Kanann. Bítlarnir voru í sérstöku upp- áhaldi hjá mér þá. Sem unglingur bar ég út Morgunblaðið alla morgna og fékk alltaf nokkur aukablöð sem ég seldi í Stýrimannaskólanum. Loks náði ég að kaupa mér plötuspilara og byrjaði fljótt að safna plötum. Seinna hlustaði ég mikið á útvarpsþáttinn Áfanga sem var í umsjón Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. Ásmundur var mikill plötu- safnari og var hann ein af mínum fyrir- myndum í þessu. Ég er aðallega áhugamaður um rokk- tónlist, nýbylgju og pönk en hlusta á flest, meira að segja teknó,“ segir hann en að- spurður um hvaða teknóbönd hann hlusti nefnir hann Aphex Twin sem dæmi. „Mér finnst teknó skemmtilegt.“ Þó Jón Atli hafi verið byrjaður að safna plötum áður en hjónin héldu til náms í Bandaríkjunum þá voru það heilu kassarnir sem hann kom með aftur heim vegna þess hve plöt- ur voru ódýrar úti samanborið við hér. „Ég hlusta helst á tónlist þegar ég er að vinna. Ef ég sest niður til að skrifa er ég með tónlist í tölvunni. Ég held mikið upp á Bob Dylan, Neil Young, Joni Mitchell og ýmsar pönksveitir, en í sérstöku upp- áhaldi er hljómsveitin The Fall sem hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands og haldið tónleika. Síðustu vikur hef ég hlustað mikið á The Fall, og svo Frank Zappa – sérstaklega eftir að nafnið hans kom upp í kosningabaráttunni.“ Höfundur þriggja einkaleyfa Jón Atli er einn afkastamesti vísindamað- ur háskólans. Hann er höfundur meira en 300 fræðigreina og bókarkafla. Rann- sóknir hans hafa vakið athygli sem til að mynda sést á því hversu mikið er vitnað til verka hans og hann er eftirsóttur fyrir- lesari á alþjóðavettvangi. Hann er leið- andi á heimsvísu í rannsóknum og þróun aðferða til að greina fjarkönnunarmyndir. Það má lýsa þessu þannig að til séu margs konar stafrænar myndir af sama svæðinu sem hægt er að greina saman. Með þeim aðferðum sem við höfum þróað er hægt að draga fram nákvæmari upplýsingar af myndunum. Jón Atli er meðhöfundur að þremur einkaleyfum sem öll tengjast stafrænni myndgreiningu. „Eitt af þessum einka- leyfum á ég með NASA, geimvísinda- stofnun Bandaríkjanna, sem ég hef átt í samstarfi við um árabil. Um er að ræða einkaleyfi á ákveðinni úrvinnsluaðferð fyrir gervitunglamyndir.“ Hin einkaleyfin tengjast annars vegar sprotafyritækinu Oxymap sem Jón Atli stofnaði ásamt prófessorunum Einari Stefánssyni og Þór Eysteinssyni og fleirum eftir að þeir þróuðu aðferðir til að vinna með myndir sem sýna súrefnis- mettun í augnbotnum og er tæknin notuð í augnlækningum, og svo einkaleyfi með fyrirtækinu Bergspá sem er í eigu Þor- geirs Helgasonar og fleiri. Ég spyr Jón Atla hvort hann græði ekki á tá og fingri þegar hann er höfundur þriggja einka- leyfa. „Nei, aldeilis ekki. Í það minnsta ekki hingað til.“ Þó Jón Atli hafi sannarlega nóg fyrir stafni við að undirbúa komandi skólaár hefur hann eilítið minna að gera en í kosningabaráttunni. „Það kom mér satt að segja á óvart hvað þetta var mikil vinna en þetta var afskaplega skemmti- legt. Mér fannst gaman að tala við fólk innan skólans, kynnast nýju fólki og starfa með því góða fólki sem vann að mér í framboðinu. En ég fæ kannski smá andrými núna og get leyft mér að horfa á alla leikina með Manchester City. Þeim veitir ekki af stuðningnum.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ég er aðallega áhugamaður um rokktónlist, nýbylgju og pönk en hlusta á flest, meira að segja teknó. Hérna er Jón Atli með veglega 45 ára afmælisútgáfu af bananaplötu Velvet Undergro- und og Nico. 18 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.