Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 36
þari, stálgrár himinn og stálgrátt haf. Þetta er alveg ótrúlega fallegt og tært. Svo minímalt en samt titr- ar hver taug þegar maður gefur sér tíma til að horfa og njóta. Að hlusta á dropa detta og falla í vatn er líka fallegt. Ein af fegurstu minningum mínum hljóðlega séð er lítil lækjarbuna í Mjóafirði. Að vakna við hljóðið í henni er eitt- hvert fegursta hljóð sem ég man eftir. Svo er fossinn mjög máttug birting vatnsins en ef við ætlum að fara út í táknfræði þá þurfum við tvö viðtöl í viðbót,“ segir Rúrí og hlær en minnist svo síðast en ekki síst á regnbogann sem hún hefur alla tíð verið mjög heilluð af. „Ég held að það sé enginn maður sem ekki gleðst þegar hann sér regnboga á himni. Það sem mér finnst svo stór- kostlegt við regnbogann er að þú veist aldrei hvort eða hvenær hann birtist. Og það skiptir engu máli þó hann standi bara í nokkrar sekúnd- ur í hvert sinn, hann veitir okkur alveg ómælda gleði. Regnboginn er ekki efnislegur, það getur enginn keypt regnbogann, það getur eng- inn átt hann og því getur enginn bannað öðrum að njóta hans. Svo er hann ekki varanlegur því þegar sól- in hættir að skína þá hverfur hann.“ Stjórnvöld ættu að fagna gagnrýni Rúrí tók þátt á Feneyjatvíæringn- um fyrir hönd Íslands árið 2003 þar sem hún sýndi verkið „Arc- hive-Endangered Waters“. Verkið er einskonar gagnvirkur gagnabanki með myndum og hljóðum af fossum í útrýmingarhættu og í verkinu end- urspeglast skýr afstaða Rúríar til umhverfisverndar. Sú afstaða birtist líka í „Eyjabakkagjörningnum“ sem hún framkvæmdi árið 1999. „Það er fyrsta verkið sem ég tek þátt í með fjölda annara listamanna og þar sem ég tek beinlínis þátt í hugmyndalegum átökum í nútímanum. Mér þykir afskap- lega vænt um þennan gjörning og ekki síst þykir mér vænt um hversu margir komu upp á hálendi og báru steina með orðum þjóðsöngsins. Margir töluðu um það eftir á hvað þetta hefði verið sterk upplifun og skynjun. Það voru búin að vera mótmæli utan við Alþingishúsið í heilan vetur en það var sáralítið sagt frá því í fréttum og fólk var farið að missa vonina um að það væri hægt að hafa áhrif á það hvernig væri verið að fara með landið okkar. Að landsmenn hefðu bara ekkert að segja. En gjörningurinn virkaði eins og lykill í skráargati því fólk fékk nýjan innblástur og næsta vetur voru dagleg mótmæli á Austurvelli,“ segir Rúrí og leggur áherslu hversu gott það hafi verið að finna svo bein áhrif af listinni. „Mér fannst vænt um það sem Angela Merkel sagði um daginn. Að það væri lán að Þýskaland hefði lista- menn sem gagnrýna og þora að gagnrýna stjórnvöld. Auðvitað ættu öll stjórnvöld að fagna því að íbúarnir hafi vilja og frelsi til að geta gagnrýnt. En umhverfismálin eru ekki einkamál þjóðarinnar eða stjórnmála- manna. Þau snerta alla jörðina því jörðin er ein heild. Það upplifði ég sterkt þegar ég bjó í Flatey því þar er sjóndeildarhringur- inn 360 gráður. Maður skynjar þar að við erum á hnetti.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Rainbow I. Stilla úr 20 mínútna gjörningi/ innsetningu sem var framkvæmdur við Korpúlfsstaðir árið 1983. Mynd af vef Rúríar: www.ruri.is Mér fannst vænt um það sem Angela Merkel sagði um daginn. Að það væri lán að Þýskaland hefði listamenn sem gagnrýna og þora að gagnrýna stjórnvöld. Ljósmynd/Hari Ég lít á listina sem heimspeki og hlutverk listamanns- ins er að túlka heim- spekina eða hugmyndina í efni. 36 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015 TRYGGVI ÓLAFSSON hefur starfað sem málari í yfir 40 ár, búandi í Danmörku. Hann hefur samhliða því að mála, unnið einar 50 grafíkmyndir í prentverki á Fjóni, offset-litografíur. Einnig hefur hann fengið prentaðar þrjár möppur með grafíkmyndum í Danmörku, að ótöldum myndum í danskar bækur. Eftir að Tryggva fannst hann hafa „málað sig útí horn“ í lok abstrakttímabils síns um 1967, fór hann að þreifa sig áfram með að mála fígúrat́v málverk. Þessar tilraunir veturinn 1968-69 opnuðu fyrir honum möguleika á að nota myndefni úr dagblöðum og öðrum fjölmiðlum í gerð mynda og það gerir hann enn. Myndmál sitt hefur hann haldið áfram að rækta æ síðan, eins og gróður í garði. Hann hefur orðið póetískari og jafnframt djarfari í myndmáli sínu með árunum. Ekki síst á allra síðustu tímum hefur mátt finna meiri skáldskap í verkunum, ásamt kímni og persónulegri litameðferð. Eftir slys 2007 flutti Tryggvi til Íslands og eftir það hefur hann ekki getað málað. Hann er þó ekki alveg af baki dottinn, því að með hjálp góðra aðstoðarmanna er hann enn kominn af stað í grafíkinni, nú á Íslandi. TRYGGVI ÓLAFSSON NÝ GRAFÍK Jarðnesk ljóð Þér er boðið á opnun sýningar Tryggva Ólafssonar á nýrri grafík í Gallerí Fold föstudaginn 1. maí kl. 15.00 –17.00. Léttar veitingar og músík. Allir velkomnir. B O Ð S K O R T Rauðarárstígur 12 - 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.isÞverholt 13 105 Reykjavík · Sími 511 1234 · www.gudjono.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.