Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 40

Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 40
Annars kemur löggan E Ef þú setur ekki á þig beltið kemur löggan og tekur þig. Þessi setning hljómar stundum innan úr lúinni Ford station bifreið í Hlíðunum. Þetta er ekki illa meint. Ekki beinlínis verið að ala á hræðslu við lögregluna. Ég hef enda persónulega hef aldrei þurft að óttast laganna verði sérstaklega. Alinn upp í rólegu hverfi í Kópavoginum. Þangað kom lögreglan afar sjaldan tilbúin í aksjón. Afbrotaferillinn fór heldur aldrei á almennilegt flug. Helst að Hómblest kexpakki eða svo hafi ratað í innanávasa í hverfisbúðinni, Grundarkjöri, seint á níunda áratugn- um. Þessi lögregluríkisáróður er því meira almenn leti og einkar ófullkomið uppeldi af minni hálfu. Helstu samskipti mín við lögregl- una hafa því verið í gegnum starfið mitt sem blaðaljósmyndari. Þau hafa yfirleitt verið á ljúfu nótunum. Ef frá eru talin einstök atvik eins og þegar danska óeirðalögreglan ætlaði að berja mig með kylfu ef ég hypjaði mig ekki af vettvangi mótmæla. Vandamálið sem ég reyndi, á vondri skóladönsku, að tjá þeim var að þar væru þeir nýbúnir að sprengja táragas. Engu tauti var þó við þann danska komið, enda sjálfsagt þreyttur og yfirstressaður svo ég rölti snöktandi með sviðin augu heim á leið. Svipaðar sögur er hægt að segja frá búsáhaldabyltingunni og fleiri at- burðum síðusta ára þar sem lögreglan, öll hengd upp á þráð, reyndi eftir bestu getu að halda friðinn. Í einni eftir- hrunsbyltingunni var Geir Jón, þá yfir- lögregluþjónn, að skrúbba tómata og egg framan úr sínum mönnum þegar einhver gerði sér lítið fyrir og þrykkti í hann eggi. Geir Jón er ekki lítill maður og sem betur fer rólegur að eðlisfari. En þarna öskraði hann svo undirtók í húsum við Austurvöll: „Hver vogar sér að kasta í mig!“ Það mátti heyra saumnál detta og fátt var um eggjakast næstu mínúturnar. Þannig á þetta líka að vera. Ein- kennisklædd lögregla á skilið virðingu. Þetta er lýjandi og taugatrekkjandi starf og yfirleitt á að vera nóg að hún mæti á svæðið til að skakka leikinn. Það á ekki að þurfa byssur og táragas til. Það þýðir þó ekki að lögreglan hafi óskorað vald til að svínbeygja þá sem fyrir lenda. Enda laganna verðir hvorki alvitrir né óskeikulir. Það sannaðist þegar Ómar Ragnarsson og fleiri eldri borgarar voru járnaðir og bornir af vettvangi umhverfisspjallanna sem Vegagerðin stóð að í Gálgahrauni fyrir nokkrum misserum. Þessir sömu borgarar mega því vel sýna ákveðna en þó kurteisa borgara- lega óhlýðni þegar lögreglan fer fram úr sér. Rétt eins og þá gerðist. En löggunni er oft ákveðin vor- kunn. Sem fulltrúar ríkisvaldsins er þeim skipað í margar ólukkuaðgerðir sem fæstir hafa gleði af, hvoru megin borðsins sem þeir sitja. Þess vegna er svo mikilvægt að lögreglan sé gegnsæ í öllum sínum aðgerðum. Verði ekki leynilegur refsivöndur ríkisins eins og stundum hefur borið við. Lögreglan skapi sér frekar orðspor sem sanngjörn og skynsöm stofnun sem hefur heill borgaranna að leiðarljósi. Einkenni- sorðin; með lögum skal land byggja enda nokkuð góð . Þetta með sýnileikann á sérstaklega vel við í umferðinni. Umferðarlögregl- an getur með því einu að láta sjá sig dregið úr umferðarhraða sem eykur umferðaröryggi. En öryggi og lítil slysatíðni virðist ekki skila sér nógu hratt í hagkerfið. Þar koma sektirnar sterkar inn. Sektir í umferðinni eru óþrjótandi tekjulind og með hraða- og gatna- mótamyndavélum tikkar stanslaust inn. Mikill vill þó meira. Því er lög- reglan auk þess að sinna hraðaeftirliti á merktum bílum og mótorhjólum búin að fjárfesta í felubíl. Einhver hugmyndaríkur starfskraftur í innan- ríkisráðuneytinu hefur fengið þessa líka gæðahugmynd; hví ekki að troða myndavél inn í skottið á stationbíl, leggja honum í vegkanta hér og þar og taka hraðamyndir. Brilliant leið til að fá helling af peningum! Ekki hefur það þó skilað alveg nógu miklu því ökumenn hægja gjarnan á sér þegar þeir sjá bilaða bíla úti í vegkanti. Svona upp á öryggið. Tengdamömmubox! Fólk lítur alltaf undan þegar það sér bíl með tengda- mömmubox á toppnum, hefur sá hug- myndaríki þá sagt. Leggja svo bara lengst upp á umferðareyju á stað rétt áður en umferðarhraðinn fer úr 60 í 80 og þá – þá er hægt að horfa á pen- ingana streyma inn í ríkiskassann. Ég grét söltum reiðitárum þegar þetta plott virkaði fullkomlega á mig. Rauður blossinn úr radarmyndavélinni bergmálar enn í augntóftunum. Þeir náðu mér á Kringlumýrarbrautinni. Ekki þar sem börn og gangandi veg- farendur eru á stjái. Nei, þar sem um- ferðareyjan er breið og tæplega tveggja metra há girðing skilur akreinarnar svo endanlega að. Sjálfsagt hafa þeir nartað í góðan kleinuhring, bölvaðir kettirnir – súp- andi kaffi af brúsa. Þetta er sjálfsagt draumavaktin, afslöppun uppi á um- ferðareyju í leynibíll með tengda- mömmubox fullu af Ömmukleinu- hringjum. Ég er svolítið bitur, ég viðurkenni það. Sektin kom inn um lúguna nokkrum dögum síðar. Augljóslega smurt og skilvirkt kerfi. Mér var boðið að ljúka málinu strax – og þá með afslætti. Ég ætla að þiggja það enda stenst ég ekki tilboð. Svo til að taka steininn úr fékk ég ekki einu sinni myndina. Er það nú ekki það minnsta, að fá alla vega fal- lega litmynd til að hengja upp á vegg. En, jæja, eitt gott kom þó út úr þessu öllu saman. Uppeldi mitt á börnunum getur haldið sínu striki. Klárið af disk- unum ykkar krakkaskammir – annars kemur löggan og sektar pabba gamla. Te ik ni ng /H ar i Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Skemmtilegar sögur af skelfilegum dreng! Metsölulisti Eymundsson Barnabækur Vika 17 1. www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 40 viðhorf Helgin 1.-3. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.