Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 56

Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 56
Snúran opnar fallega verslun í Síðumúla M arkmið Snúrunnar er að bjóða viðskiptavinum sín-um ávallt upp á hágæða- vörur, sem eru einstakar og standa upp úr. Við leggjum áherslu á vörur frá ungum og ferskum hönnuðum og er skandinavísk hönnun áber- andi,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttur, eigandi Snúrunnar. Draumur að opna eigin verslun Rakel er v iðskipta fræðingur frá Háskóla Íslands og fjögurra barna móðir. „Ég tók við Snúrunni snemma árs 2014 og hélt mig við netverslunarformið þar sem mig langaði að gera eitthvað sem ég gat sinnt heiman frá.“ Segja má að verslunarrekstur sé henni í blóð borinn en báðir foreldrar hennar hafa verið viðriðnir rekstur um langan tíma. Það hefur því lengi blundað í henni að opna sína eigin búð. „Þegar það var orðin full vinna að sjá um netverslunina heiman frá ákvað ég að opna verslun, en það var einnig mikill áhugi meðal við- skiptavina að fá að skoða vörurnar,“ segir Rakel. Dönsk hönnun áberandi Þann 19. mars síðastliðinn opnaði Snúran við Síðumúla 21. „Hér er mjög notalegt að vera og mikil upp- bygging í gangi. Auk þess er nóg af bílastæðum og þegar sólin skín er yndislegt að njóta hennar hér,“ segir Rakel. Úrvalið í Snúrunni endurspeglar stíl Rakelar. „Þegar ég kaupi inn fyrir Snúruna fæ ég innblástur í mörgum hönnunartíma- ritum og bloggum. Svo virðist sem danskar vörur heilli mig mest og því er ríkulegt úrval af fallegri danskri hönnun í Snúrunni.“ Netverslunin enn öflug Þó svo að Snúran hafi opnað dyr sínar fyrir viðskiptavinum er net- verslunin enn öflug sem fyrr. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á persónulega þjónustu, hvort sem verslað er á netinu eða í búðinni,“ segir Rakel. Snúran er opin virka daga frá klukkan 11-18 og frá 12-16 alla laugardaga. Á www.snuran.is má nálgast frekari upplýsingar um vöruúrvalið og fyrirkomulag net- verslunarinnar. Unnið í samstarfi við Snúruna Rakel Hlín Bergsdóttir hefur haldið úti netversluninni snuran.is í tvö ár. Nú hefur hún einnig opnað glæsilega versl- un í Síðumúla 21 undir merkjum Snúrunnar. Þar eru fáanlegar fallegar vörur fyrir heimilið. Mynd/Hari. Snúran er verslun og net- verslun í Síðumúla 21 sem kappkostar að bjóða upp á spennandi og fallegar vörur sem prýða heimilið. Stílhreinn og klassískur borðbúnaður Fallegur og stílhreinn borðbúnaður frá LSA. Frábært úrval af alls kyns diskum, fötum og skálum. Hágæða postulín. Heimahúsið, Ármúla 8 S. 568-4242 Innblástur frá náttúrunni Hágæða franskt postulín í miklu úrvali. Samhljómur náttúr- unnar, fegurð, litir og lögun er innblástur RE- VOL í hönnun á Nature postulíninu. Rekstrarvörur, Réttar- hálsi 2 S. 520-6666 Matardiskar í miklu úrvali Mikið úrval af fallegum diskum frá LSA. Matardiskurinn er 27 cm í þvermál. Verð: 4 stk í pakka 5.900 kr. Heimahúsið, Ármúla 8 S. 568-4242 Fallegur borðbúnaður SRI LANKA PARADÍSAREYJAN 3.-16. NÓVEMBER Verð kr. 549.900.- Innifalið: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, íslenskur fararstjóri og allar ferðir. 588-8900 Transatlantic.is Hrífandi náttúra, einstök menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn líkan, ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Við kynnumst framandi og heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum. 56 heimili og hönnun Helgin 1.-3. maí 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.