Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Page 61

Fréttatíminn - 01.05.2015, Page 61
 tíska 61Helgin 1.-3. maí 2015 „Við höfum horft á þá þróun að meirihluti fatakaupa Íslendinga fer nú fram erlendis og við vildum geta sýnt fram á að svo þarf ekki að vera,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Zara á Íslandi. „Við fórum því í viðræður við Inditex, eiganda Zara, og niðurstaðan er sú að 11% - 25% verðlækkun er komin til að vera,“ segir hún. Með þessari verðlækkun hefur verð á fatnaði færst mun nær því sem gerist í nágrannalöndum okkar en meðaltalslækkun í Zara er 14% og hefur hún þegar tekið gildi. „Þrátt fyrir nánast óbreytt rekstr- arumhverfi hvað varðar álögur, skatta og gjöld ríkisins, lækkar verð- ið og það er hrein kjarabót fyrir Ís- lendinga. Vöruúrvalið hefur sjaldan verið meira og við teljum mikilvægt að stíga þetta skref til að hvetja til þess að efla verslun hérlendis,“ segir Ingibjörg ennfremur. - eh  Tíska Zara bregsT við faTakaupum erlendis Varanleg verðlækkun hjá Zöru Ingibjörg Sverrisdóttir rekstrarstjóri segir að Zara hafi tekið frumkvæði í því að færa íslenskum neytendum kjarabót með þessari verðstefnu.  Tíska sporTleg, glæsileg og sexý með hjálp michael kors

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.