Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 64

Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 64
64 matur & vín Helgin 1.-3. maí 2015 Rúnar Gunn- laugsson, verslunar- stjóri í BYKO Breidd. Napo- leon grillin eru einungis fáanleg í BYKO. Mynd/ Hari Hágæða grill frá Napoleon Napoleon grillin urðu til undir merkjum fjölskyldufyrirtækisins Wolf Steel, en fyrirtækið hóf feril sinn í stálframleiðslu fyrir 30 árum, en hafa í seinni tíð sérhæft sig í framleiðslu á hágæða grillum og eldstæðum. Grillin frá Napoleon eru nú fáanleg í verslunum BYKO. B ragi Jónsson, vöruflokka-stjóri gasgrilla í BYKO, segir að um sé að ræða gæðagrill með ýmsum nýjum eiginleikum. „Tilteknar tegundir Napoleon grill- anna hafa svokallað „Sizzle-Zone“ sem er eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður. Þá er innrauður brennari í hliðarborði sem getur náð 980°C á 30 sekúndum sem býð- ur því upp á mikla möguleika við grillun. Einnig eru þessi tilteknu grill með innrauðum bakbrennara, auk þess sem takkarnir eru bak- lýstir með díóðuljósi.“ Gasgrill og ferðagrill Gasgrillin frá Napoleon koma í mörgum útfærslum, allt frá léttum og meðfærilegum ferðagrillum sem henta í ferðalagið og á svalirnar upp í stærri og fyrirferðarmeiri grill sem búa yfir meiri möguleikum við grill- un. Grillin frá Napoleon eru nú fáan- leg í yfir 20 löndum og leggja fram- leiðendurnir áherslu á að bjóða upp á nýjungar sem glöggir neytendur óska eftir. Þar ber hæst innrauðir brennarar sem gefa gasgrillunum einstakan gæðastimpil. Napoleon hefur unnið til verðlauna fyrir ferða- grillin sín en þau eru einstaklega flott og einkennast af fallegri hönnun í bland við góða eiginleika. Mikið úrval fylgihluta Napoleon býður upp á mikið úrval fylgihluta. „Meðal þess sem stærri gasgrillin bjóða upp á er tvískipt grill. Hægt er að taka grindina úr grillinu og setja sérstakan pott- járnsbakka ofan í það og breyta þannig í kolagrill. Þannig er hægt að hafa kolagrill öðrum megin og gasgrill hinum megin. Grillin eru vel framstillt í verslunum okkar og hvet ég fólk til að koma og skoða og gera samanburð, sjón er sögu ríkari,“ segir Rúnar Gunnlaugsson, verslunarstjóri í BYKO Breidd. Í BYKO er einnig að finna fjölbreytt úrval af grillfylgihlutum, svo sem yfirbreiðslum, grilltöngum, grill- burstum, hreinsiefnum og fleira. Unnið í samstarfi við BYKO Hráefni 12-16 lambakótilettur 1 msk karríduft 3 msk olía 3 msk vínedik 2 msk hunang 3-4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 0.5 tsk nýmalaður pipar salt Leiðbeiningar Kótiletturnar snyrtar og fituhreinsaðar að hluta. Lítil panna hituð, karríinu stráð á hana og síðan er olíu, ediki, hun- angi, hvítlauk, pipar og salti hrært saman við. Hitað að suðu og síðan tekið af hitanum og látið kólna ögn. Kótiletturnar penslaðar vel á báðum hliðum með blöndunni. Grillaðar við meðalhita í 3-5 mínútur á hvorri hlið, eftir smekk. Stráið e.t.v. svolitlu sesamfræi yfir kótiletturnar um leið og þær eru teknar af grillinu. Afganginn af krydd- leginum má setja í pott ásamt 1 smátt söxuðum lauk, 50 g af rúsínum og 1 söxuðu epli og láta malla í 10-12 mínútur. Þetta er svo borið fram sem kryddmauk með lambinu, ásamt kúskús eða soðnum hrís- grjónum og léttsoðnu eða grilluðu grænmeti. Heimild: Lambakjöt.is Grillaðar kótilettur með karrígljáa Eggs Benný Morgunmatur„inn" Önd og va a Súrdeigs „toast” og serrano French toast Pönnukökur og ber Ekta belgísk va a ... ... og margt fleira ÞÚ VERÐUR AÐ PRÓFA BRUNCH HELGAR-REMEDÍAN LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA FRÁ 11.45–14.00 Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.