Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Side 74

Fréttatíminn - 01.05.2015, Side 74
María Guðmundsdóttir ljósmynd- ari frumsýnir nýja heimildarmynd í Trékyllisvík. „Þetta boð kom nokkuð óvænt ekki fyrir svo löngu. Okkur tókst að bregðast skjótt við og verða við ósk- um þeirra Abu Dhabi-manna um að kynna íslenskar bók- menntir og menningu,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Fjöldi framámanna í ís- lenska bókaheiminum er á leið til Abu Dhabi í Sam- einuðu arabísku fursta- dæmunum í næstu viku á stóra bókamessu. Þar verður Íslandi gert sér- staklega hátt undir höfði ár. Í hópnum verða meðal annars metsöluhöfundur- inn Yrsa Sigurðardóttir, Guðmundur Andri Thors- son, Gauti Kristmanns- son, Áslaug Jónsdóttir, Stefán Hjörleifsson, Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti auk feðganna Egils Arnar og Jóhanns Páls Valdimars- sonar í Forlaginu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Íslendingar sækja þessa bókamessu. „Héðan hefur farið hópur höfunda og útgefanda. Við höfum verið að selja bækur í kjölfar þessara heimsókna – Andri Snær er til að mynda að koma út í Jórdaníu – og við höfum keypt bækur til þýðinga. Það er ánægjulegt að ná útgáfusamningum á hinu arabíska málsvæði,“ segir Egill Örn.  Bækur kynna íslenskar Bækur á hinu araBíska málsvæði Íslendingar á bókamessu í Abu Dhabi Egill Örn og Yrsa Sigurðardóttir eru meðal þeirra Íslendinga sem sækja bókamessuna í Abu Dhabi í næstu viku.  árneshreppur uppeldisstaður maríu Guðmundsdóttur ljósmyndara Heimildarmynd um æskuslóðirnar Ljósmyndarinn María Guðmunds- dóttir hefur frá árinu 2009 unnið að heimildar- mynd um upp- eldisstað sinn, Árneshrepp á Ströndum. Hún segir staðinn sér mjög hjartfólginn og taugarnar mjög sterkar þrátt fyrir að hafa flutt þaðan 12 ára gömul. María ætlar að frumsýna mynd- ina í félagsheimili Árneshreppsbúa í kvöld, föstudag- inn 1. maí. í myndinni Ferðin heim leiðir María Guðmunds-dóttir ljósmyndari, sem alin var upp í þessum af- skekktasta hreppi landsins, áhorfendur inn í daglegt líf og störf fólksins í hreppnum. María kvikmyndaði megin- hluta myndarinnar á árunum 2009-2014. „Hugmyndin var búin að vera lengi í kollinum á mér og taugarnar eru mjög sterkar,“ segir María. „Hrepp- urinn er mjög einangraður og ekki nema 38 manns sem búa þar allt árið um kring. Á sumrin eru þó fleiri sem hafa búsetu þarna,“ segir hún. „Ég bjó þarna til 12 ára aldurs og flutti til Reykjavíkur árið 1953. Margir af þeim sem ég man eftir úr barnæsku búa í Djúpavík ennþá, en þar var ég alin upp,“ segir hún. „Auð- vitað eru svo yngri kynslóðir líka, sem ég hef kynnst á undanförnum árum og þarna er alveg yndislegt fólk.“ María hefur safnað mynd- efni í myndina á undanförnum árum. „Ég hef verið að hlaupa í þetta þegar ég hef getað og mér líður svo vel hérna að mig langaði varla til þess að klára myndina,“ segir María sem er þessa dagana á Ströndunum og undirbýr frumsýninguna. „Ég ætla að frumsýna í Tré- kyllisvík og finnst það vera skylda mín að leyfa söguhetj- unum að sjá myndina fyrst, áður en hún verður sýnd annarsstaðar,“ segir María. „Hún verður sýnd í sjónvarpi en líklega ekki fyrr en í haust. Þetta fólk er búið að opna líf sitt fyrir mig og er búið að gera alla vinnuna dásamlega,“ segir hún. „Þetta verkefni er búið að vera stórkostlegt í alla staði en ég er nú ekki með aðra mynd á prjónunum,“ segir María. „Ég er ekki mikið fyrir að gera margt í einu og hef ekkert hugsað þetta lengra,“ segir hún. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur tók flest viðtölin í myndinni og Anna Dís Ólafs- dóttir gerði handritið. Heim- ildarmyndin er framleidd af Bláus Art og Profilm. „Ég vona að fólki líki myndin. Árneshreppurinn er stórkostlegur. Harðduglegt fólk og einangrunin er mikil, en á vorin opnast allt,“ segir María Guðmundsdóttir ljós- myndari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 74 menning Helgin 1.-3. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.