Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 7

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 7
ÖRN CLAUSEN: FRÁ ÍSLANDI TIL AKROPOLIS, Síðastliðinn vetur barst mér bréf frá nefnd þeirri, er átti að sjá um hina svokölluðu „Panathenean Games“ í Aþenu. í bréfi þessu var mér boðið að koma til Aþenu í ágústmánuði s.l„ til þess að taka þátt í leikunum, sem haldnir voru þar um miðjan mánuðinn. Ég þáði boðið og lagði af stað héðan til Lonodon 7. ágúst síðastl. Dvaldi í London eina viku og lagði síðan upp í hina löngu flug- ferð til Aþenu, aðfaranótt þriðju- dagsins 14. ágúst. Til Rómar var komið kl. 6.20 á þriðjudagsmorgun, og var staðið þar við í tvo klukkutíma. Síðan var ferðinni haldið áfram til Aþenu, og var komið þangað kl. 12.30 á þriðjudag. Er við komum út úr flugvélinni, var alveg eins og maður hefði stig- ið inn í bakaraofn, enda var hit- inn þá 45 stig í skugganum. Á leiðinni frá flugvellinum inn í borgina, þurfti ég hvað eftir ann- að að snúa mér frá glugganum í bílnum og beygja mig niður,- til þess að ná andanum, því að ég þoldi ekki hið heita loft, sem blés á móti mér. Við bjuggum á bezta hótelinu í Aþenu, sem heitir „Hotel Grande Bretagne", og fengum við þar ákaf- lega góðan mat, og var allur að- búnaður yfirleitt eins og bezt varð á kosið. Grikkir eru ákaflega gestrisin þjóð, og þeir virtust aldrei þreyt- ast á að spyrja, hvort það væri ekki eitthvað, sem þeir gætu gert fyrir okkur. Ég ætla nú ekki að fara að reyna að lýsa Aþenu nákvæmlega eða því, sem fyrir augun bar í Grikk- landi, því að það yrði of langt mál. Ég vildi aftur á móti í því sam- bandi benda mönnum á greinar þær, sem hr. Ólafur Hansson menntaskólakennari hefur ritað um ferðalag sitt til Grikklands í Mánudagsblaðið að undanförnu, því að þar gefur Ólafur alveg ein- staklega glögga og rétta lýsingu á því, sem fyrir augun ber í Grikk- landi. Eins og ég sagði áður, var hit- inn í Aþenu alveg óþolandi, enda var þá hitabylgja sú mesta, er Grikkir höfðu fengið í meira en hálfa öld. Daginn áður en ég keppti, fór ég á æfingu um eftirmiðdaginn, og komst hitinn þá upp í 48 stig í skugganum, sem var það heit- asta, sem hann komst upp í, á meðan ég var í Aþenu. Þá sömu nótt fékk ég óráð. Ég lá andvaka í rúminu í hálfrökkr- inu og sá þá skyndilega röð af IÞRÓTTIR 365

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.