Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 17

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 17
Hann keppti fyrir íslands hönd á Ólympíuleikunum 1936 og stóð sig þar með ágætum. Komst hann í aðalkeppnina í þrístökkinu, stökk 14 metra, sem var nýtt met. Af þeim frjálsíþróttamönnum í Eyjum, sem nú eru mest áberandi, má nefna Kristleif Magnússon, er getið hefur sér góðan orðstír sem alhliða stökkvari. Eins og kunn- ugt er, bar hann sigur úr býtum í landskeppninni við Dani 1950, í þrístökki, en lengst hefur hann stokkið 14.50 m., nú á s.l. hausti. Adolf Óskarsson landsliðsmaður í spjótkasti, er mjög fjölhæfur íþróttamaður. Þá eru þeir Eggert Sigurlásson og Rafn Sigurðsson, sem eru efnilegir millivegalengda- hlauparar og eru bundnar við þá miklar vonir. Þá eiga Vestmanneyingar ágætis spretthlaupara. Friðrik Hjörleifs- son, sem er sjómaður,, hljóp í sumar með mánaðaræfingu að baki á 11.2 sek., sem nægði til að sýna, að mikið efni býr í honum. Eiríkur Guðnason, sem enn er drengur, hljóp á 11.4 sek., en hefur einnig reynzt vel liðtækur í öðrum íþrótt- um. Þá má ekki gleyma Símoni Waagfjörð, sem í fjöldamörg ár hefur verið í hópi beztu sleggju- kastara landsins og lætur lítið á sjá, þrátt fyrir litla æfingu. Sama máli gegnir um Karl Jónsson, sem oftar en nokkur annar íslendingur hefur átt íslandsmet í sleggju- kasti. Þótt hann sé nú hættur að æfa, er hann litlu lakari en þegar hann stóð í sínum mesta blóma. Þá er Kári Óskarsson efnilegur kringlukastari og líklegur til af- reka í þeirri grein. Jón Bryngeirs- son kom sannarlega á óvart á meistaramótinu 1950, þar sem hann kom fram gersamlega óþekktur og stökk 13.64 m. í þrí- stökki og varð annar. Þetta sýndi glöggt, hvað í honum bjó, en því miður hefur Jón haft mjög tak- markaðar aðstæður til æfinga, jafnt vetur sem sumar. Á síðast- liðnu sumri kom fyrir eftirtektar- vert atvik. Sjómaður nokkur, Jó- hann Björgvinsson, æfði íþróttir nokkuð árið 1948, en varð síðan atvinnu sinnar vegna að draga sig í hlé. í sumar tók Jóhann þátt í kúluvarpskeppni á innanfélags- móti Týs. Kom hann þar öllum á óvart, þó líklega mest sjálfum sér, því hann gekk með sigur af hólmi, varpaði 13.41 m., sem er prýðis- afrek, ekki sízt, sé það skoðað í ljósi þess, að Jóhann hafði ekki komið á eina einustu æfingu í 3 ár. Þetta gefur okkur til kynna, að efniviðurinn liggur víða falinn, jafnvel þar sem sízt skyldi ætla. Áhugi fyrir frjálsíþróttum er nú mikill í Eyjum, mikill og góður efniviður, ekki sízt hjá yngstu kyn- slóðinni. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt einhverjir hinna kom- ungu stráka, sem tekið hafa að leggja leið sína inn í Herjólfsdal til íþróttaiðkana, eigi eftir að vekja eftirtekt í framtíðinni, er þeim vex kraftur. Áhugi fyrir handknattleik er mikill í Eyjum, einkum meðal kvenþjóðarinnar. Hafa þær jafnan átt mjög góðum liðum á að skipa IÞRÓTTIR 375

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.