Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 45

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 45
t. d. móti Val, er Valur hafði 2:0 og eftir voru aðeins 4 mín. af leik, en Fram tókst að skora 4 mörk á þessum 4 mínútum. Sigur sinn eiga Framarar fyrst og fremst keppnisreynslunni að þakka, en hana hafa þær fram yfir hin félögin. Að öðru leyti er liðið í afturför, því komin er kyrr- staða og deyfð í liðið, sem stafar annað hvort af æfingaleysi eða leikleiða, eða kannske af hvoru tveggja. Ármanns-stúlkurnar eru í fram- för og var leikur þeirra skemmti- legastur. Eru margar ungar og efnilegar stúlkur í liðinu, sem lofa góðu í framtíðinni. Vals-stúlkurnar eru einnig í framför og er spil þeirra orðið all- gott, en þær verða að leggja meiri áherzlu á að æfa markköst. K.R.-stúlkumar hafa oft verið betri. Lokastaðan varð þessi: 1. Fram 3 3 0 0 12:5 6 2. Ármann 3 1 1 1 5:5 3 3. Valur 3 1 0 2 6:8 2 4. K.R. 3 0 1 2 6:11 1 II. flokkur kvenna. Fjögur félög tóku þátt í II. fl. kvenna og má það teljast ágætt. Sigurvegari varð Ármann, sem sýndi yfirburði fram yfir hin fé- félögin. Man ég ekki eftir að hafa séð öllu efnilegri stúlkur í einni sveit en þær, sem skipuðu Ár- mannsliðið í þessu móti. Úrslit urðu þessi: 1. Ármann 3 3 0 0 12:1 6 2. Fram 3 2 0 1 6:6 4 3. Valur 3 0 1 2 4:8 1 4. Þróttur 3 0 1 2 4:11 1 I. fl. karla. Þátttaka í I. fl. karla var mjög léleg eða aðeins frá þrem félögum, og er ekki annað sýnna en að sá sá flokkur eigi alveg eftir að leggj- ast niður, ef ekki verða gerðar rót- tækar ráðstafanir áður en langt um líður. Ármann og Valur hafa þó oftast getað sent allgóð lið í þennan flokk og má segja, að lið þeirra að þessu sinni hafi verið með betra móti, sérstaklega Ár- mannsliðið. Ármenningar unnu Þrótt með 7:2, en gerðu jafntefli við Val, 4:4. Var því keppnin milli Ár- manns og Vals skemmtlileg, en Valur þurfti að vinna Þrótt með betri markatölu en Ármann, til að vinna mótið. Var almennt búizt við því, að Val tækist þetta, en það fór á annan veg, því þeir unnu ,,aðeins“ með 6:3. Ármenningar urðu því Reykja- víkurmeistarar í þessum flokki á hagstæðari markatölu en Valur (Ármann vann einnig í fyrra þennan flokk á hagstæðari marka- tölu en Valur), og er það í þriðja sinn í röð, sem þeir vinna þenn- an flokk. Endanleg úrslit urðu þessi: 1. Ármann 2 1 1 0 11:6 3 2. Valur 2 1 1 0 10:7 3 3. Þróttur 2 0 0 2 5:13 0 II. fl. karla. Sjö félög tóku þátt í n. fl. karla og varð því að skipta honum í IÞRÓTTIR 403

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.