Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 49

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 49
 Bretland. Því hafði verið spáð, að enska landsliðið færi halloka fyrir því austur- ríkska á Wembley þann 28. okt., en þrátt fyrir það, að enska liðið þyrfti að skipa 4 varamönnum vegna forfalla, hafði það lengst af yfirhönd, sérstaklega í fyrri hálf- leik, sem þó lyktaði með 0-0. Strax á fyrstu mín. eftir hlé tókst Aust- urríkismönnum að skora, en um miðjan hálfleik skoruðu Englend- ingar tvisvar, það fyrra úr víta- spyrnu. Síðustu mínútumar sóttu Austurríkismenn ákaft og tókst að jafna úr vítaspyrnu, sem vinstri bakvörður Englendinga gerði með því að slá knöttinn á marklínunni. Englendingar eru því eftir sem áð- ur ósigraðir af liðum utan Bret- landseyja á heimavelli. Wales hefur eftir sigur sinn yfir Skotlandi og jafntefli gegn Eng- landi mikla möguleika á að hreppa brezka titilinn, en eftir eru aðeins tveir leikir, Wales og írlands, og Skotlands og Englands. Portsmouth hefur nú tekið for- ustuna af Arsenal og m. a. sigrað í síðustu umferðunum næstu keppi- nauta sína, Tottenham 2-0, Bolton 0-3 og Manch. United 1-3. Staðan er nú þessi í 1. deild: Portsmouth 19 13 2 4 37-25 28 Arsenal 20 11 4 5 39-24 26 Bolton 19 11 4 4 32-26 26 Charlton 21 10 5 6 43-37 25 Preston 20 10 4 6 40-26 24 Manch.Utd. 20 10 4 6 41-30 24 Tottenham 20 10 4 6 38-32 24 Newcastle 19 10 3 6 48-32 23 Liverpool 20 7 8 5 29-26 22 Aston Villa 20 10 2 8 34-35 22 Derby C. 19 8 3 8 33-33 19 Blackpool 20 7 5 8 34-36 19 Wolves 18 7 4 7 40-32 18 Manch. City 19 7 4 8 27-31 18 W.B.A. 19 5 7 7 36-38 17 Burnley 20 5 7 8 23-31 17 Chelsea 19 6 310 26-35 15 Sunderland 18 5 4 9 25-30 14 Middlesbro 19 5 4 10 30-38 14 Stoke City 21 6 2 13 24-49 14 Fulham 20 3 5 12 28-41 11 Huddersf. 20 3 413 23-45 10 í 2. deild hefur Rotherham ger- samlega komið á óvart með því að sigra þvert liðið öðru frægara og taka forustuna. Þetta lið kom upp úr 3. deild í vor og virðist á góðri leið að skella sér upp í 1. deild á einu leiktímabili, en slíkt hefur að- eins hent einu sinni, eða er Charl- ton vann sig upp í 1. deild 1936, eftir ein leiktímabils viðstöðu í 2. deild. Neðst em aftur á móti 2 lið, sem í fyrra börðust um efstu sæt- in og uppgöngu í 1. deild, Coven- try og Blackbum. Blackburn byrj- aði einstaklega illa, fékk 6 stig í 16 fyrstu leikjunum, en hefur bætt aðstöðuna síðustu vikurnar, eink- um eftir að fálagið hafði keypt 2 IÞRÖTTIR 407

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.