Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 29

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 29
dómi með afbrigðum góð, auk þess sem ég held að aldrei hafi leikni okkar færustu skíðamanna verið svo þrautreynd sem þá. Ég hef hér að framan minnzt svo mjög eins manns sökum þess, að áhorfendum og keppendum vill svo oft gleymast hinn mikilvægi þáttur frumherjanna í hinum stór- stígu framförum íþróttanna. Önnur íþróttagrein er það einn- ig, sem byggir blóma sinn að veru- legu leyti á starfi eins manns, en það eru frjálsar íþróttir. Það má segja, að ekki hafi lifnað veru- lega yfir þeim á Akureyri fyrr en með komu eistlenzka þjálfarans Ewald Miksons. Hann kom frá Vestmannaeyjum, þar sem hann hafði náð prýðilegum árangri með þjálfun sinni. Mér standa skýrt fyrir hugskotssjónum fyrstu æf- ingarnar hjá honum. Það var vot- viðrasamt þessa fyrstu daga, en því skeytti enginn; hugurinn var bundinn við það eitt að láta leið- beiningar þjálfarans verða sér sem notadrýgstar. E. Mikson var harð- ur í hom að taka og strangur, ef því var að skipta. Við skildum það ef til vill ekki þá, en skiljum það nú eftir lengri æfingu, hve okkur var þetta mikilvægt. Hann var okkur strangur skóli, en sannaði okkur það jafnframt, að sjálfsagi og dugnaður er frumþættir fram- fara og afreka íþróttamannsins. Því miður naut E. Miksons ekki við svo lengi sem skyldi, en segja má, að hann hafi náð ótrúlegum árangri á svo skömmum tíma, því að flestir beztu millivegalengda- og 3000 m. hlauparar frá síðustu Drengjameistaramótum hafa ver- ið frá Akureyri og hafa fengið undirstöðukennslu sína hjá hon- um. Um minn eigin árangur er fátt eitt að segja. Árið 1949 var ég Akureyrarmethafi í 200, 300 og 400 m. hlaupi, og árið 1950 fjórfaldur meistari á Drengja- meistaramóti Akureyrar. Hinn aukni áhugi fyrir frjálsum íþrótt- um hefur aukið þörfina fyrir við- unanleg þjálfunar- og keppnis- skilyrði. Þau voru lengi ófullnægj- andi, en nú hefur nýtt og glæsi- legt íþróttasvæði verið tekið í notkun, sem bætir úr brýnni þörf. Fyrsta stórmót, sem þar fór fram, var Drengjameistaramót íslands í sumar sem leið, og luku allir upp einum munni um ágæti vallarins. Þetta var merkur áfangi í sögu íþróttanna þar, og verður vonandi lyftistöng undir dáðríkari afrek og þróttmeira starf. Þá á ég eftir ótalda eina íþrótta- grein, sem hugur minn hefur ef til vill staðið mest til frá upphafi, en það er sundið. Sú íþróttin, sem flestir geta tileinkað sér fyrst og sem þeir þurfa síðast að hætta við af líkamlegum orsökum. Átta ára gamall lærði ég bringusund hjá þeim feðgunum Magnúsi og Ólafi Magnússyni, og hef ávallt síðan synt meira og minna. Saga sundsins á Akureyri er orðin nokkur, en ærið sundurleit. Á ár- unum fyrir stríð var mikið fjör í sundinu og sundfélagið Grettir þá stofnað. Þá voru sendir keppendur á sundmót til Reykjavíkur, sem IÞRÓTTIR 387

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.