Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 35

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 35
es, Fine og Botvinnik. Samtímis kom rás heimsviðburðanna í veg fyrir 3 fyrirhuguð einvígi, við Tékkann Flohr 1937, Rússann Bot- vinnik 1939 og loks Capablanca 1940. Síðasti þátturinn í ævi Alek- hines er harmsaga. Hann var í her- þjónustu, er Frakkar gáfust upp og var neitað um fararleyfi til Bandaríkjanna til fundar við Capa- blanca. Hann keypti sér landvist- arleyfi í hernumda hluta Frakk- lands með því að rita greinar fyr- ir þýzk blöð um skák. Þær vöktu almenna gremju um allan heim fyrir áróður og árásir á skákmeist- ara af Gyðingaættum. Eftir stríð- ið neitaði Alekhine að hafa ritað þær, en engu að síður neituðu menn að taka þátt í mótum með honum í Englandi um áramótin 1945—46. Alekhine, snillingurinn, sem hafði verið þungamiðja skák- heimsins í 2 áratugi, var útskúf- aður úr því samfélagi, sem hann hafði lifað í og hrærzt um 30 ára skeið. Á stríðsárunum hafði hann neyðzt til að taka þátt í mótum á vegum Þjóðverja til að fram- fleyta lífinu, og þegar hann kom suður til Spánar og Portúgal sum- arið 1945, var hann bæði efna- hagslega og líkamlega brotinn maður. í ásýnd var hann vofum líkari og efnin voru engin. Hann tók því fegins hendi áskorun frá Botvinnik um einvígi, sem færa mundi honum 6.500 dollara. En hann var þegar of langt leiddur, þessi gleðifregn varð honum of- raun, hann fékk slag og var lengi að ná sér. Þann 23. marz 1946 samþykkti brezka skáksambandið að sjá um einvígið, en lengra komst undir- búningurinn ekki. Að kvöldi sama dags var Alekhine örendur og var banamein hans hjartabilun. Alekhine lærði 4 ára gamall að tefla og sýndi strax óvenjulega ríka skákgáfu, sem honum gafst strax kostur á að þroska vegna auðlegðar foreldra sinna. Hann bjó yfir ótrúlegri starfsorku og varði miklum tíma í að rannsaka nýjar leiðir í byrjunum og ekki síður gamlar og gleymdar. Og í krafti hins frjósama ímyndunarafls síns tókst honum að gæða þær nýju lífi. Á uppvaxtarárum Alekhines var komin á stöðnun í skákvísindum, meistararnir fóru allir þá slóð, sem Steinitz og Tarrasch höfðu troðið, kenningar þeirra og reglur voru leiðarljósið, sem allir fylgdu. Þeir reyndu með þeim að uppgötva leiðir til sigurs í gefnum stöðum og fara sömu leið í svipuðum stöð- um. Þetta leiddi svo til óeðlilega mikils fjölda jafntefliskáka milli fremstu meistaranna. Með yngstu meisturunum kom nýr gustur inn í skáklífið. Þeir neituðu að tefla í blindni eftir gömlum kenningum, heldur sam- kvæmt þeim kenningum, sem fól- ust í þeirri stöðu, sem þeir glímdu við. Þeir notuðu gamlar reglur til að auðvelda rannsókn stöðunnar og þeirra möguleika, sem í henni IÞRÓTTIR 393

x

Allt um íþróttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.