Allt um íþróttir - 01.12.1951, Blaðsíða 24
íþróttamenn undir smásjánni.^™^™
ALF RAMSEY
Það er álit brezkra knattspyrnufrömuða, að annar bezti bakvörð-
ur í ættlandi knattspyrnunnar sé Alf Ramsey hjá Tottenham Hotspur.
Hann hefur síðustu 2 árin leikið í 15 landsleikjum Englands og kom-
ið út úr slíkum orrahríðum sem leikjum við Skota og leikjum heims-
meistarakeppninnar með pálmann í höndunum.
Hann er fæddur í Dagenham fyrir 28 árum og gerðist atvinnu-
maður hjá Southampton fyrir 7 árum. Vorið 1949 fluttist hann til
Tottenham og átti með leik sínum og túlkun á hlutverki bakvarðar
í liðinu ríkan þátt í að móta hinn svonefnda Tottenham-stíl, sem
gerði félaginu kleift að vinna I. og II. deild með árs millibili.
Leikur hans á vellinum skipar honum í röð fremstu fyrirrennara
hans í stöðu bakvarðar, sem um suma var sagt, að ekki þyrftu að
hlaupa í kappleik, því svo nákvæm hefði staðsetningin verið. 1 aug-
um Ramseys er knattspyrnan sem runa skákþrauta, sem þurfa mik-
illar athugunar, skilnings og hugsunar við. Engu að síður er hann
fastur fyrir í návigi, ef þess gerist þörf. Hann hefur hið örugga
sjálfstraust þess, sem hefur knattspyrnuna í blóðinu, og vílar ekki
fyrir sér að halda knettinum og leika honum fram á völlinn úr
þrengstu stöðu, finnist honum ávinningur í því. Hann sendir knött-
inn með hárfínni nákvæmni og ver ekki minni tíma en félagar hans
í framlínunni í tækniæfingar. Hann æfir að taka niður knött, hvem-
ið sem hann kemur og leggur mikla áherzlu á að æfa 20—25 m.
sendingar og hefur andúð á að spyrna lengra en 25 m. Hann reynir
ætið að finna samherja með sendingum, hvernig sem aðstaðan er.
Grundvöllur gengis hans er hinn sami og annarra, sem komast
í fremstu röð á sínu sviði: stöðug þjálfun, áhugi á viðfangsefninu,
athugun á aðferðum meistaranna, síaukin reynsla í keppni og þjálf-
un, þjálfun og aftur þjálfun
P. Eriksson, Svíþjóð 6.850 8.) Ungverjaland . . .. 36.0
O. Eriksen, Noregi 6.834 9.) Júgóslavía .... ... 33.7
H. Eranen, Finnl 6.771 10.) Island . .. 33.0
F. Schirmer, Þýzkal 6.733 11.) Italia . . . 32.5
12.) Noregur . .. 24.5
Ef þjóðunum eru reiknuð 10 stig 13.) Pólland . .. 21.1
fyrir 1. sæti, 9 fyrir annað o. s. frv., 14.) Belgia . .. 19.5
þá verður stigatala þjóðanna þessi: 15.) Sviss . .. 15.3
1.) Sovétríkin . 208.6 16.) Búlgaría ... 13.0
2.) Svíþjóð . 165.5 17.) Holland . .. 10.0
3.) Þýzkaland .... . 159.7 18.) Saar ... 7.0
4.) Finnland . 112.2 19.) Tyrkland . . . 5.5
5.) Frakkland .... . 80.3 20.) Rúmenía 3.5
6.) Bretland . 63.4 21.) Irland ... 2.0
7.) Tékkóslóvakía . . 57.0 22.) Austurríki ... ... 0.7
382
ÍÞRÓTTIR